Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1948, Síða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1948, Síða 15
Vélskipið Ingvar Guðjónsson Barði Barðason, skipstjóri. 17. júlí s.l. var óvenjubjart yfir Siglufjarðar- bæ. Árla morguns lagðist fánum skreytt að bæj- arbryggjunni hið glæsilega fiskiskip, Ingvar Guðjónsson. Skipið er byggt í Svíþjóð hjá skipa- smíðastöðinni Rödesunds Bátvarv Karlsborg. Skipið er byggt úr eik. Stærðarhlutföll þess eru sem hér segir: Lengd 32,80 metrar, breidd 7 m., dýpt 3,43 m. Nettó stærð 82,74 smál., brúttó 186,88. Aðalvél skipsins er 540 ha. Polar Diesel, auk þess 60 ha. vél, sem knýr spil skipsins og 30 ha. ljósavél. íbúðir skipsverja eru allar hinar ákjósan- legustu. Fremst í skipinu er hásetaklefi fyrir 12 menn, en aftur á er „káetta“ fyrir 4 menn, auk þess sérherbergi fyrir stýrimann og 1. vélstjóra. Undir stjórnpalli er íbúð skipstjóra og þar aft- an við er matsalur og eldhús. Allar íbúðirnar eru innréttaðar með maghony, haganlega gerð- ar og snyrtilegar. 1 öllum vistarverum er renn- andi kalt og heitt vatn. Baðklefi er í skipinu. Allar íbúðir skipsins eru hitaðar upp með olíu- kyndingu. í Ingvari Guðjónssyni er hér áður óþekkt spiltegund, svonefnd „hydroliskt trollspil", sem eru framleidd í Englandi og eru hagkvæm og kraftmikil. Þetta spil lyftir 12 tonnum. Ingvar Guðjónsson er stærsta skip, sem siglt hefur verið í gegnum „Gautakanal", skipaskurð- inn frá Wetter til Wener. Vakti sú ferð skips- ins mikla athygli. í reynsluför gekk skipið góð- ar 11,0 sjómílur, en meðalhraði þess mun vera um 10,0 sjómílur. Sú reynslu, sem fengin er af þessu skipi, er öll hin ákjósanlegasta. Þar hafa engar bilanir átt sér stað. Þetta glæsilega skip ber nafn skip- stjórans og aflamannsins þjóðkunna, Ingvars heitins Guðjónssonar. Hollvættir og hagsýni höguðu svo til, að skipið kom í fyrstu íslenzku höfn á 60 ára fæðingarafmæli þessa mæta manns. Það er óhætt að fullyrða, að á meðan skip- stjórn og framkvæmdastjórn er í höndum þeirra manna, sem nú er, þá mun það halda nafni Ingvars sál. á lofti með þeim hætti, sem hann sjálfur mundi helzt hafa kosið. Þar verð- ur alltaf að finna fyrirmynd á fleiru en eina sviði. Eigandi skipsins er H.f. Hervör. Fram- kvæmdastjóri er Gunnlaugur Guðjónsson. Skip- stjóri er hinn þjóðkunni aflamaður, Barði Barðason, 1. vélstjóri Sigurgeir Vilhjálmsson, stýrimaður Þórhallur Barðason. VÍKINGUR 277

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.