Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1948, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1948, Blaðsíða 17
KTINNI í í ! verður að geta, að Þórdís hét kona karls, Valgerður hjákona og Rauðka hryssa): „Drottinn minn góður, heyr bæn mína. Dreptu hana Dæsu, en láttu hana Völku lifa, en drepirðu hana Rauðku mína, þá erum við skild- ir að öllum skiptum". ★ Maður kom frá kirkju og var spurður frétta. Hann sagði engar, nema barn hefði verið skírt við messuna. Hann var spurður, hvað barnið hét. „Ég get ekki haft það eftir“, sagði hann, „það var svo ljótt“. Fólkið sótti því fastar á að heyra nafnið, svo hann varð að segja það. „Það heitir Attaníoss", kvað hann, en barnið hét Antoníus. ★ Prestur nokkur keypti svín og hafði heim til sín. Þetta fréttist brátt um sóknina og fjölmennti fólk venju fremur við kirkjuna eftir að svínið kom. Kerling ein var í sókninni svo hrum, að prestur hafði í nokkur ár orðið að ómaka sig til hennar að þjónusta hana heima, en nú kom hún til kirkjunnar. Prestur sér hana og seg- ir við hana: „En hvað þú gazt farið að koma núna“. „Já“, segir kerling, „það var ekki eina erindið að heyra til yður í dag, mig langaði til að sjá svínið, áður en ég dæi“. ★ Kerling, er Kristín hét, var eitt sinn í Flateyjarsókn og gekk þar til altaris með mörgu fólki. Prestur skrift- aði fólki upp á gamla siðinn, og er því var lokið, spurði hann meðhjálparann, hvort enginn væri eftir. Með- hjálparinn grennslaðist eftir því, og sagði þá einhver, að hún Kristín væri eftir. Lætur hann þá leita hennar, og fannst hún inni í Miðbæ og þar í eldhúsi. Presti leiddist, en beið þó Kristínar. En er hún kemur fram fyrir hann, spyr hann, hvar hún hafi verið og hvað að gera. Kerling svarar: „Ég var, prestur minn góður, uppi í Miðbæ að drekka soð, það er svo gott af bless- uðum svartbaksungunum". „Þei, þei“, mælti prestur, „hættu, Kristín, krjúptu niður og játaðu syndir þínar og lestu skriftaganginn". „Ég skal gera það, prestur góður“, mælti Kristín, og kraup niður og sagði: „Minn kæri, verðugi faðir! ég get ekki að því gert, að mér þykir svartbaksunginn svo góður, og soðið svo sætt af honum“. ★ Við kirkju er það alvenja, að konur hittast og eru að sýna hver annari börn sín og geta framfara þeirra. Sú var ein einhverju sinni, sem átti dreng, er henni þótti afbrigða barn, einkum að því, hversu honum varð fljótt og vel til málsins. Segir hún þar um við grann- konu sína: „Gott og mikið fer honum fram; í fyrra gat hann ekki sagt nema: andinn, andinn, en nú getur Hvers vegna selja þeir hér veitingar á of háu verði? Til þess að fá upp í sektir fyrir verðlagsbrot! hann skýrt sagt: fjandinn, fjandinn". ★ Kerling nokkur bar sig upp fyrir presti sínum eftir messu um það, að hann hefði gleymt að útdeila sér brauðinu, og vildi að hann bætti sér það með einhverri lítilli þóknun. Prestur var fús til þess og segir henni að koma með sér; hún gerir það; gefur hann henni væna svartabrauðsköku, og spyr, hvort hún sé nú ekki ánægð. „Jú, ójú, blessaðir verið þér, langt fram yfir það“, kvað kerling, „ég vildi þér gleymduð því alténd". ★ Bóndi bjó eitt sinn á Belgsá í Fnjóskadal, er bjarg- aðist sæmilega og þúrfti lítið til annara að sækja. Hann var líka hreykinn yfir sjálfum sér og hafði fyrir orðtak: „Gott er það, sem guð og mennirnir gefa, en bezt er þó að taka hjá sjálfum sér“. ★ Hann: — Hvað myndirðu gera, ef ég kyssti þig. Hún: — Ætli ég kallaði ekki á mömmu. Hann: — Og hvar er hún? Hún: — Hún fór til Ameríku í fyrradag. ★ — Hvernig stendur á þessu, maður, að þú borðar alltaf brauðið á undan kaffinu, en ekki með því? — Konan mín ségir að mér þyki það bragðbetra svona. ★ Manni nokkrum, er illa farnaðist búnaður, og þurfti oft annara liðs að leita, reyndist þá eins og máltækið segir, að leiðir verða langþurfamenn. Varð honum þá þetta að orðshætti: „Þeir eiga allir bágt, sem engan eiga að nema guð“. VÍKINGUR 279

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.