Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1948, Qupperneq 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1948, Qupperneq 21
Gastúrbínur nútímans Eftirfarandi lýsing á gastúrbínu er tekin úr bók, sem gefin er út í Englandi, auðsjáanlega til að vekja áhuga ungra manna á nýtízku vélfræði. Lengi hafa menn reynt að búa til betri vélar, til að fá afl frá olíu og öðru tilsvarandi eldsneyti, sem við nú notum. Sjálfbrennsluvélar, eins og þær eru kallaðar núna, fá afl sitt frá brennslu, sem myndast þegar eldsneyti og lofti er blandað saman. Útþennsla frá brennslunni hreyfir stimpilinn, stimpillinn hreyfir svinghjólið, en ásinn í því er settur í samband við hvaða vélahluta, sem við óskum að sé settur á hreyfingu. Þó að hægt sé að búa þessar vélar til bæði spar- neytnar og með miklu afli, þá fylgja þeim miklir erfið- leikar, þær eru mjög margbrotnar, þær hafa marga hreyfanlega limi, þess vegna slitna þær fljótt og það er alltaf hætt við að eitthvað verði að. Þess vegna var reynt að nota aflið frá brennslunni, frá olíu- og loftblöndun, með öðru móti, og til fyrir- myndar var tekin hin kyrrláta og jafngenga, en þó jafnframt auðvelda vél, gufutúrbinan. í gufutúrbínunni er gufa með háum þrýstingi látin þenjast út milli fjölda hreyfanlegra blaða eða fjaðra, sem líkjast mest mylluvængjum, þau eru fest á ás (skaft). Við útþensluna þrengir gufan sér út á milli blaðanna; þegar gufan gerir þetta, verða stálblöðin á ásnum að standa á móti, en þau vilja aftur á bak. Þetta kemur hreyfingu á ásinn. Hér er hin auðvelda skýring á gufutúrbínunni. Raun- verulegar mótstöðutúrbínur (Reaction turbine), eins og þær eru kallaðar, eru dálítið margbrotnari, vegna þess 1. mynd. að eftir að gufan hefur farið gegn um eina röð, eða hringröð af blöðum, er mikill kraftur eftir í henni, svo hún er látin fara gegn um aðra, þriðju eða jafn- vel fleiri raðir af blöðum þar til aflið er alveg út- notað. Þessi túrbínuhluti gastúrbínunnar vinnur alveg á sama veg. Eldsneyti og lofti með háum þrýstingi er brennt, og þetta heita gas, sem er framleitt með sprengingunni, þenur sig út milli blaðanna, sem eru föst á ásnum er þau koma á hreyfingu. En það er einn stór munur. Mismunandi aðferðir hafa verið fundnar til að framleiða loft til vélarinnar með mjög háum þrýstingi, en þetta er þó vanalega gert með því að festa loftþjappara (air compressor) á sama ás og túrbínuna, svo þegar allt er í gangi snýr túr- bínan sínum eigin loftþjappara, eða hvaða vél sem ósk- að ei', sem sett er í samband við hana. Loftþjapparinn er nákvæm mótsetning túrbínunnar. Hér er mikið af lofti dregið saman og þjappað inn í minna og minna rúm milli blaðanna, sem nú er sjálf- um ýtt áfram. 1 þessu tilfelli mætir loftið mótstöðu af blöðunum, sem þjappa því saman í minna og minna rúm. Það er samþrýst, (compressed). Gastúrbínan hefur því fjóra aðalparta: 1. Loftþjappara (compressor). 2. Lofthitara (regenerator). 3. Brennslu- og útþenslurúm (combustion chamber). 4. Túrbínuna (The Turbine). i Á mynd nr. 1 höfum við loftþjapparann A á sama ás og túrbínuna C. Lofti er sogað inn í loftþjappar- ann eins og sést á örinni, og þvingað inn með háum samþrýstingi upp rörið að lofthitaranum B. Frá B fer það inn í brennslurúmið D. E stjórnar innstreymi elds- neytis inn í brennslurúmið og kveikir í því. Spreng- ingar í olíuvélum koma hver á éftir aðra, með mjög stuttu millibili, en þó alveg hver út af fyrir sig, en í gastúrbínunni er sprengingin eða brennslan viðvar- andi. Aðstreymi af fersku lofti og olíu er viðvarandi en kemur ekki í smáskömmtum, stjórnað af opnum og lokum, af ventli. Loftið frá sprengingunni er sogað inn í innra sprengjurúmið frá B, en mikill liluti af loftinu frá B fer gegnum bilið milli innri og ytri veggjanna í rúminu, þar sem það hitnar enn meir áður en það blandast saman við heita gasið frá E. Þetta gas og loft fer gegnum túrbínuna C, þar sem það þenst út um leið og það framleiðir afl með því að hreyfa öxul- inn G. Krafturinn, sem er framleiddur, er nægilegur til að snúa loftþjapparanum, og' það sem þá er eftir V I K I N G U R 2B3

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.