Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1948, Síða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1948, Síða 25
sig við missirinn. Stóru skipin, sem náðu landi og vissu síðast um ferðir okkar úti á hafi, þegar veðrið skall yfir, færðu þær fréttir, að ekki væri hugsanlegt að við gætum verið ofansjávar eftir svo langvarandi og grimman veðurdag. Fólk- ið trúir ekki sínum eigin augum, sem horfir á Margréti sigla sökkhlaðna inn á Isafjarðarhöfn. Það verður gripið ótta og undrun og þykist vita, að hér er um missýningu eða dularfull fyrir- brigði að ræða. Það spurði eins og María forðum, hvernig svo yfirnáttúrlegt mætti ske, því allir þekktu, að þetta var Margrét og ekkert annað skip. Og þrjár vikur liðnar síðan Margrét sigldi úr höfn. Þetta var allt ofan við skilning fólks- ins. En þegar nú loks augu fólksins opnuðust fyrir því, að það væri ábyggilega sama skips- höfnin, sem sigldi Margréti nú inn á höfn og sigldi henni út fyrir þrem vikum, og hafði feng- ið ótvíræða og áþreifanlega sönnun fyrir því, að við værum í okkar gömlu jarðnesku líkömum, þá fyrst hófst'' sannur fagnaðarfundur. Þung- um sorgum og áhyggjum létti nú af hjörtum vinanna, sem dögg fyrir sólu. Og nú virtist gleðin vera á hverjum stað. Nú voru þeir sann- arlega fundnir, sem áður voru týndir og þeir lifandi, sem dauðir voru taldir. Þetta haust, 1896, leigðum við Árni „Mar- gréti“ Helga nokkrum skipstjóra Andréssyni á Flateyri. Um veturinn hvarf hún þaðan af höfn- inni og hefur ekkert um hana frétzt síðan, mér vitanlega. „Margrét“ var óvátryggð og urðum við Árni að líða þann skaða bótalaust". Þegar Magnús hafði þetta mælt, varð mér að orði, að þetta væri bæði merkileg og fáheyrð sjóferð. — I því stóð Magnús upp og þakkaði fyrir kaff- ið. Snýr sér síðan að mér og segir: „Hér hef ég sagt þér eina sögu úr mínu gamla sjóferðalífi. Þú átt ekki að skilja hana sem eitt- hvert karlagrobb, að ég sé með sögunni að gera mig stærri i annarra augum. Það var nú svo, að sjómannalífið fyrir 50 árum var stundum enginn gamanleikur, og þessir ömurlegu hrakn- ingar okkar þurfa ekki að vera nein sérstök undantekning frá öðrum slíkum. Sem betur fer hefur nú orðið stór breyting í tækni, aðbúnaði og lífskjörum sjómanná. Við gátum ekki fyrir 50 árum setið í fínustu stofum í plussstólum í skipum okkar, við nægan hita og öll þægindi, sem hugurinn girntist. Þá var takmarkalaus vinnutími og þrældómur, lítið kaup og engin frí. Hugsaðu þér — segir hinn gamli sjógarpur, hvernig það myndi ganga núna að útvega menn á 14 tonna seglbát, og bjóða þeim upp á gamla aðbúnaðinn og lífskjörin? Veiztu hvað vinnutími sjómanna á skipum er langur? Veiztu hvað fæði sjómanna kostaði fyrr og nú?“ Sjóhetjan forna beið ekki eftir svari, enda ekki ætlast til svars — réttir mér hönd sína og kveður með hlýleik. Emil Tómasson. „Hœringur“ Síldarbræðsluskipið Hæringur kom til Reykjavíkur 16. október s.l., eftir 7 vikna siglingu frá Portland í Oregonfylki á Kyrrahafsströna Bandaríkjanna. Fer hér á eftir lýsing á skipinu. — Er hún eftir Jón Gunnars- son verkfræðing, sem haft hefur umsjón með breyting- um þeim, er gerðar voru á skipinu vestra. Skipið er 6.900 smálestir (deadweight). Lengd 390,5 fet, breidd 50 fet, dýpt 30 fet. Það ristir fullhlaðið 22,75 fet. Áður en því var breytt í verksmiðju rúmuðu lestar þess 310,000 teningsfet. Geymar eru í botni skips- ins fyrir um 1400 smálestir af brennsluolíu og um 1,000 smálestir af vatni. Aflvél skipsins er 1800 ha. gufuvél. Katlar skipsins, sem eru olíukyntir, eru þrír og gerðir fyrir 210 punda þrýsting pr. ferþumlung. Ganghraði er um tíu mílur á klukkustund. Skipið var byggt í Buffalo, New York fylki árið 1901. Þótt skipið sé þetta gamalt, er það samt í ágætu ástandi. Það var upphaflega smiðað úr smíðajárni. í febrúarmánuði s.l. var skipið klassað af fyrri eigend- um þess til fjögurra ára og kostaði sú klössun kr. 330,000,00. Allar breytingar, sem gerðar voru á skip- inu, til þess að breyta því í verksmiðju, voru gerðar með samþykki ameríska skipaeftirlitsins, og er skipið nú í klassa A 1 hjá því. í skipinu er góð ibúð fyrir um 60 manns, og fylgja henni fjölda mörg böð og hreinlætistæki. Eldhúsið er stórt, með fullkomnum tækjum. Þvottahús er í skipinu mjög- stórt, með þvottavélum, þar á meðal þurrkunar- og strauvélum. Tvær kæligeymslur eru í skipinu, gerðar fyrir mismunandi kulda til geymslu á matvælum. Kaupverð skipsins var kr. 1.251.350,00. Allar breyt- ingar, sem gerðar voru á skipinu erlendis til að breyta því í fljótandi síldarverksmiðju, kostuðu samtals kr. 929,500,00. Áður en skipið var keypt, var gerð lausleg áætlun um kaupverð þess, breytingu þá, sem gera þurfti til þess að breyta skipinu í fljótandi síldarverksmiðju, kaup á vélum, aflstöð o. fl., sem kaupa þurfti fyrir vestan til viðbótar þeim vélum, sem til voru hér heima. Allur kostnaður við þetta var þá áætlaður kr. 3.300, 000,00 og hefur sú áætlun staðist. Sjóherinn ameríkanski útbjó pall úr stáli 2 M fet yfir dekk skipsins og náði sá pallur yfir mikinn hluta af miðbiki skipsins og þar verða allar síldarvinnslu- VÍ K I N G U R 2BV

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.