Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1948, Page 28
næsti tangi á bakborða, þar sem hún er hæst
að framanverðu. Þá á að beygja svolítið suður
fyrir merkin, og má bá leggjast hvar sem er inn
að landi, og kasta akkerum, en utar en þetta
má alls ekki fara út af merkjunum.
Varaós í Garöi.
Þegar komið er vestan úr Garðsjó í norðanátt,
skal gæta þess, að sigla eigi grynnra en „Múl-
ana“, það er að syðri endi á Fagradalsfjalli
sé lítið eitt uppá Bergsenda (Hólmsbergs), skal
svo taka ósinn þegar sundtrén bera saman, og
liggur sundið til suður-útsuðurs-, beint í heima-
vörina. Þegar menn koma innan að skal gæta
þess, að sigla eigi grynnra en fyrr segir („Múl-
ana“), og kemur þá þegar vestur er komið
Vara-bærinn vestur undan sjávarhúsinu í Vör-
um, nokkru áður en trén bera saman; þegar
þau (trén) bera saman, skal róa eða sigla inn
sömu leið og fyrr segir.
Ljósker eru á báðum sundtrjánum.
Bakkakotssund í Leiru.
Bakkakot er neðsti bær í Leiru að vestan-
verðu (nú timburhús). Upp frá Bakkakoti er
varða með sundtré, og á hún að bera yfir vest-
urenda hússins (Bakkakots) á leiðinni, sem
liggur til landnorðurs (suðausturs).
Enginn skyldi leggja á sund þetta þegar lág-
sjávað er.
Stórhólmssund í Leiru
liggur lítið eitt austar en Bakkakotssund og
er það betra með lágsjávuðu. Þegar sundið er
farið á Bakkakotssundtréð að bera í annað
sundtré, sem stendur nær sjónum. Leið þessi
er haldin í suður-útsuður (S.S.V.), unz komið
er rétt að klöpp, sem er að sunnanverðu við
leiðina. Verður að halda sem næst henni, því rif
er hinum megin, en þegar komið er inn fyrir
það, á að halda til landsuðurs inn í vörina.
Njarðvíkur.
Með Vogastapa er góð leið allt upp uridir
land, eri 200 faðma frá Hákotstöngum; þeir
skaga lengst til norðurs frá Innra-Njarðvíkur-
hverfi, en „Klapparnef“ lengst til austurs frá
Ytra-hverfinu. Austan og norðan við það er
góð leið, og ágæt lending sunnan við það. Hér
er brim aldrei hættulegt og engin útsker, nema
grunnt á Víkinni og lítið „Skarfasker“ rétt fyr-
ir utan Ytra-hverfið, nokkra faðma frá landi,
það kemur upp um fjöru; þaðan er góð leið
með landi út fyrir Vatnsnes. Á því norðanverðu
er lending allgóð.
í Njarðvíkum eru flestar lendingar góðar,
nema í norðanátt í Innra-hverfinu. Hér skal
290
sérstaklega lýst lendingunni í Narfakoti, sem
er vestasti bær í Innra-hverfinu. Hún er vestan
við skúrana við sjóinn. Klettar eru til beggja
hliða ofan til. Austan við vörina er lítið sker,
„Snasi“, hann kemur upp í meðalsmástraums-
fjöru, hann er 70 faðma frá háu klettunum aust-
an við vörina. Leiðin liggur lítið eitt dýpra af
honum og svo beint á sundmerkin (2 súlur,
önnur á syðsta skúrhorninu við sjóinn, hin á
norðurstafni heyhlöðunnar, austasta húsi við
bæinn), en lítið eitt til vinstri, þegar kemur
upp undir klettana. í norðanstormi er hér bezt
að lenda með hálfföllnum sjó, en verst um stór-
straumsflóð. Sé þá mjög mikil kvika, er betra
að lenda í „Seilunni“. Leiðin þangað liggur fram
hjá vörinni, vestur fyrir tún, ekki nær landi
en 120 faðma, þangað til „Seiluvarðan“ (grjót-
varða með staur í toppi, nokkuð frá sjó) er laus
við malarkampinn, vestanundir túngarðinum,
svo beina leið og loks inn fyrir hann að tún-
garðinum, þar er kvikulaust, þótt útsjór sé
ófær. Sandbotn er í „Seilunni“, 25 faðma breið-
ur utan til, þar sem skemmst er milli skerja.
Þessa leið geta hafskip siglt inn um stór-
straumsflóð.
Leið í Suður-Vogum.
Þegar leggja skal til lands, verður að gæta
að skeri því, er Geldingur heitir (sem flýtur
yfir nema um bláfjöru) og liggur út af hinu
svonefnda Þóruskeri. Miðin á Gelding eru Keilir
um bæinn Stóru-Voga (sem er eina steinhúsið
í Vogum nú sem stendur) og Ánhellir (sem er
austan til við Brekkuskarð í Vogastapa) á að
bera vestan til við Hólmahúsin (sem eru undir
Stapanum).
Til þess að vera að öllu frí við sker þetta, er
bezt að halda aðal-þilskipaleið. Þá á hæsti hnúk-
urinn á suðurendanum á Fagradalsf jalli að bera
í Fálkaþúfu (sem er austurendinn á Vogastapa,
fyrir austan Reiðskarð, þar sem vegurinn ligg-
ur upp á hann). Þessari stefnu á að halda inn
þangað til Keilir ber sunnan til við Krúnutótt
(þ. e. syðsti bær í Vogum, af byggðum bæjum),
úr því má halda beint á Keili, en hvorki norðar
né sunnar. — Þessari stefnu má svo halda —
sé um opin skip að ræða — þangað til Fálka-
þúfa ber í Tangahúsið (Kristjánstangahús, það
er eyðihús, fyrir sunnan Vogana). Þá er komið
á móts við sker, sem er að norðanverðu við
leiðina og nefnt er Stóru-Voga-tangi. (Miðið á
honum er Keilir beint um Krúnutótt og Fálka-
þúfa um Tangahúsið. — Úr því má halda í
austur-landnorður inn í lendingu í Stóru-
Vogum.
Framh.
VÍKINGUR