Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1952, Síða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1952, Síða 9
alblóðugur í framan. Valdi herti á sér. Hann varð að ná sökudólgnum í þetta sinn, annars myndi hann halda uppteknum hætti. Hann beinlínis klæjaði eftir að geta gefið honum duglega ráðningu. En sú von hans dofn- aði, er hann sá Bolla taka stefnuna beint á smiðju- dyrnar. „Jú, hann ratar, svínið“, hugsaði hann. Hann herti á sér eins og hann hafði orku til. Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. Ásetningur hans fyrir 15 mín- útum: „í dag skal ég vera öllum góður“, var bældur niður af bardagalöngun og hefnigirni. Það dró óðum saman með þeim, en þá blöstu við dyrnar á ótætis smiðjunni, og rétt í því að Valdi ætlaði að hrifsa í öxl flóttamannsins, smaug hann inn í reykmistrið í smiðjunni. En þangað hætti Valdi sér ekki. Hann sá grilla í smiðinn við aflinn gegnurn gráleita móðu. Stór og voðalegur maður með bera handleggi, sem voru loðnir og sverir, og hann hélt á rauðglóandi járnteini. Valdi sneri við og ætlaði að ganga niður í fjöruna aftur, en hafði ekki gengið nema nokkur skref, er þrifið var í hann að aftan og honum slengt niður af ufli miklu. Síðan dundu hin ferlegustu högg á hinum óæðri hluta hans. Eitthvert ógurlegt ferlíki lá ofan á honum. Hann gat enga björg sér veitt, árásin kom svo snöggt og óvænt. Hann varð þess brátt vísari, að verið var að leysa buxur hans. Nú kastaði fyrst tólfunum. Hann, sem var búinn að vera heila vertíð á mótorbát. Hann fylltist ofsareiði. Æðisgengin umbrot hans áttu ekkert skylt við venjulega krafta. Honum tókst að draga sig saman í kufung, og með ofurmætti særðs dýrs tókst honum að spyrna hinu mikla kjötflykki ofan af sér. Þeir stukku jafn snemma á fætur og drengurinn var í heift sinni að því kominn að ráðast á hinn fíl- eflda járnsmið. En smiðurinn snerist á hæli og slcund- aði inn í smiðju sína. Hann var ekki eins vígreifur og i fyrstu. Valdi starði stórum augum á hann. Úr hinum móbrúnu augum drengsins, sem venjulega voru góðlát- leg, lýsti nú ofsalegt hatur. Það var eins og sæi inn í kolsvart hyldýpi. Það var svo auðsær þjáningarsvipur á andliti hans, að auðsætt var, að hann leið kvalir, en þær voru ekki líkamlegs eðlis. Það var eins og sál hans hefði verið sundurtætt og ötuð aur. Sjálfsvirðing hans hafði verið brotin niður í skarnið, mulin niður í einu vetfangi. Hann hafði verið særður því sári, sem seint myndi gróa. Nokkrir menn höfðu safnazt þarna að og horft á aðfarirnar. Þeir stungu saman nefjum. Sumir töldu rétt að lægja rostann í svona óþokka piltum, sem legðust á önnur börn. Þeir áttu við Bolla. Hann hafði borið sig illa og kjökrað framan í smiðinn, og talið sig vera í bráðri hættu fyrir Valda. Rétt i sömu svifum bar þarna að lögregluþjóninn í bænum, sem eins og af eðlishvöt hafði þefað, að þarna væri eitthvað um að vera, sem sér bæri að hafa afskipti af. Hann gaf sig á tal við mennina, sem bentu á hinn sigraða og seka. Jú, stóð heima. Hafði ekki einmitt smiðurinn verið bú- inn að biðja hann að hafa auga með þessum strák- hvolpi. Hann gekk til Valda, sem stóð eins og stein- gerfingur og starði á eitthvað, eitthvað, sem enginn sá nema hann, óralangt í burtu. „Hvernig stendur á því, að þú getur aldrei látið börnin í friði ?“ spurði vörður laga og réttar. Tónninn var eins og um óbetranlegan sakamann væri að ræða. Ekkert svar. „Þú verður að athuga, að yngri börnin eru rétthærri en þú, eða aðrir óknyttastrákar". Hann byrsti sig lítið eitt. Ekkert svar. Vesalings drengurinn gat beinlínis ekki svarað. Hann stóð þarna niðurbrot- inn, umkomulaus og óhamingjusamur. Það var engu líkara en að allt ranglæti heimsins væri samanþjappað á herðum hans. Kokið á honum herptist saman og kökk- urinn stóð í hálsi hans. Nei, nei, hann mátti ekki láta tilfinningarnar bera sig ofurliði. En hann hafði það á tilfinningunni, að ef hann opnaði munninn til að tala, myndi hann tapa jafnvæginu og fara að gráta. Nei, heldur skyldi hann þegja, nóga niðurlægingu og smán hafði hann þegar orðið að þola. Hann, sem var á 15. ári, og meira að segja búinn að vera heila vertíð til sjós á vélbát. Loks þokaði hann sér áfram, fram hjá lögreglu- manninum og hinum, sem ennþá stóðu og horfðu á hann, eins og þeir hefðu aldrei séð hann fyrr. Fætur hans hreyfðust eins og á svefngengli, hægt og silalega. En strax og hann var kominn fram hjá mannþyrp- ingunni, greikkaði hann sporið. Hann gekk bæinn á enda, og að síðustu fram á mjóan tanga, sem skagaði langt út í fjörðinn. Siðasta spölinn hljóp hann við fót. Hið innibyrgða hafrót tilfinninganna rak hann áfram. Niður við flæðarmálið kastaði hann sér á grúfu í sand- inn, og herðar hans og líkami allur hristist og skalf af ekka. Náttúran sjálf hafði þarna fundið lausn á vanda- máli, sem annars hefði getað haft alvarlegar jfleið- ingar. Er hann hafði grátið um stund, slaknaði á hinni miklu taugaþenslu og honum fór að líða betur. En metnaður hans var særður holsári. Þetta fékk mikið meira á hann vegna þess, að þetta var í fyrsta skipti, sem hann hafði lotið í lægra haldi. Hann hafði alltaf borið sigur úr býtum í áflogum og ryskingum við félaga sína og jafnaldra, og svo bættist það ofan á, að vera borinn röngum sökum. Hann fór nú að geta hugsað skipulega, og nú mundi hann eftir fötunni, sem hann hafði skilið eftir í fjörunni, hálfa af maðki, og allir maðkarnir myndu fara í sjóinn. Hvað myndi faðir hans segja, og móðir hans myndi óttast um hann, ef hann ekki færi að koma heim. Á heimleiðinni mætti hann Grími bróður sínum eins og af tilviljun, og litli bróðir lét eins og ekkert væri. Auðvitað hafði hann verið að svipast um eftir Valda. Þessir yngri bræður litu upp til hans eins og hann væri goðborinn, og Valda hálf hryllti við, ef þeir gætu nú skyggnst inn í hug- skot hans og séð þær illu hugsanir og það hyldjúpa vonleysi, sem þar ríkti. Grímur fór nú með hægð að skýra honum frá atburðinum á sandinum. Bolli hafði komið og boðizt til að fara í eltingaleik við þá. Hans hlutur kom upp og hann átti því að ná þeim. En þeir voru svo viðbragðsfljótir og snarir í snúningum, að honum var alveg lífsins ómögulegt að ná þeim. Þegar hann hljóp í veg fyrir þá, hlupu þeir í sveig fram hjá honum, og er hann ætlaði að grípa þá, greip hann í tómt og steyptist á hausinn hvað eftir annað. Við þetta varð hann svo reiður, að þegar þeir hættu, rauk hann á þá og barði þá eins og fisk. Þannig var sagan um viðskipti þeirra. Einhversstaðar djúpt í hugskoti Valda skaut upp þeirri hugsun, að eitthvað svipað væri ef til vill að gerast í hans eigin huga. V I K I N □ U R 269

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.