Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1952, Qupperneq 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1952, Qupperneq 18
Jól í Heimaey Sjóræningjasaga frd VestmannaeYjum drið 1627 Eftir Kay La rsen „Mamma, koma jólin ekki bráðum aftur?“ hvíslaði lítil stúlka. „Ég er búin að segja þér svo oft, Þóra, að jólin séu aðeins einu sinni á ári“, svaraði móðir hennar af nokkurri óþolinmæði. „Þau eru svo yndisleg, og pabbi er líka prest- ur“. „Já, en hann getur ekki breytt því, vina mín litla. Þú verður að vera góð og bíða“. Litla stúlkan varð að bíða í tíu löng og erfið ár, og þá hafði hún gleymt, hvað jól voru. Fáar litlar stúlkur hafa reynt jafn mikið og þung- bært mótlæti og Þóra litla. Mæðgurnar gengu út fyrir prestsetrið á Ofan- leiti — og biðu pabba. Hann hafði farið til bæjarins til þess að fá fréttir af hinum ískyggi- lega orðrómi, sem gekk um það, að Tyrkir hefðu ráðizt á land víða á Islandi og rænt, myrt og ruplað. Barnið vissi ekkert um erindi föður síns, en móðir hennar bjóst við verstu fréttum. Hún hafði verið of hamingjusöm og ekki kunnað að meta hamingju sína, ekki verið nógu þakklát, en stundum metið sig og sína nánustu lítils. Og nú náði refsingin til hennar og skylduliðs henn- ar. Þarna kom presturinn fölur og hokinn. Hræðsla lamaði vesalings konuna og barnið hjúfraði sig að henni í ósjálfráðum ótta. Þögull gekk hinn virðulegi Ólafur Egilsson til þeirra. Alvarlegur á svip lagði hann höndina á öxl konu sinnar og sagði aðeins: „Orðrómurinn var réttur. Við skulum koma inn, og þegar börnin eru komin til svefns, þá kemur þú inn til mín“. Það leið löng stund, þangað til börnin sofnuðu. Þau urðu vör við ótta móðurinnar. Og þegar hún gekk kvíðafull inn í herbergi prestsins, sá hún mann sinn sitja beygðan yfir borðið, auð- um höndum. Ræðunni, sem hann hafði verið byrjaður á, hafði hann ýtt til hliðar. Hann sagði henni ógnartíðindin ... Tyrkir voru komnir til Islands á mörgum skipum. Ræningj- arnir höfðu ætt um Grindavík eins og trylltir djöflar og farið alla leið vestur að Bessastöðum. Þeir höfðu einnig komið á Berufjörð fyrir aust- an. Þar höfðu þeir myrt og brennt og rænt mörg hundruðum manna. Hann gat ekki fengið af sér að segja hinni skelfdu konu sinni öll ógnartíðindin. Það var sagt, að þessir níðings- legu sjóræningjar, djöflar í mannsmynd, hefðu klær í staðinn fyrir neglur. Eldur logaði af sjónum þeirra, hnífar og járngaddar yxu á brjósti þeirra og limum. Það yrði skelfilegt, ef þessi ógn riði einnig yfir Vestmannaeyjar. Presturinn reyndi að hugga konu sína, sem var komin að yfirliði. Hér, milli allra þessara hólma, myndi Tyrkinn ekki rata að einu smá- eynni, Heimaey, sem væri byggð. Herskai’ar djöfulsins hefðu heimsótt auðugri héi’uð, og þessum lítilmótlega stað yrði þyrmt. Það voru tvö prestaköll í hinni litlu ey. Prest- arnir og íbúarnir, sem fljótlega fengu fregnir af hinni miklu hættu, sökktu sér niður í bæn, von og frómt aðgerðaleysi. En íbúar Dönsku- húsa hegðuðu sér öðruvísi, þeir héldu ráðstefnu og hurfu til athafna. Við verzlunarstaðinn lá danska skipið Kx-abbinn. Skipstjórinn, Hinrik Thomsen, dró skip sitt eins nærri landi og hægt var. Síðan aðstoðaði hann með mönnum sínum kaupmanninn á verzlunai’staðnum, Lauritz Bagge, og menn hans við að reisa virki og gi’afa gi’afir um Dönskuhúsin, aðalstöðvar hins litla bæjar. Fallbyssum var komið fyrir og skotfæri dregin að. Nokkrum duglegum Islendingum, sem voru viðloðandi á verzlunai’staðnum, voru fengnar byssur og höggvopn, og voru þeir æfðir lítilsháttar. Það urðu kvíðafullir dagar í Heima- ey, en mönnum létti, þegar fréttist að Tyrkirnir, sem vestur höfðu farið, væx-u horfnir, og að þeir, sem rænt höfðu grimmilega á Austfjörð- um, væru sigldir til hafs aftur. Hinn 16. júlí 1627 sáu Eyjabúar þrjú skip stefna upp undir Eyjai’nar með danska fánann við hún. Þau snéi’u við og sigldu aftur til hafs. Guði sé lof, það voru dönsk hei’skip, sem hi’eins- uðu höf konungsins! Islendingarnir tóku á sig náðir, en Danirnir voru á verði. Þessu var þannig varið, að ræningjaskipin 273 V I K I N G U R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.