Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1952, Qupperneq 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1952, Qupperneq 27
Sparnaðarráðstöfun Saga eftir W. W. Jacobs „Sjómönnum er yfirleitt ekki sýnt um að spara pen- ingana sína“, sagði næturvörðurinn, þó maður gæti látið sér detta annað í hug, þegar maður heyrir þá tala um að spara úti á sjó, og engin krá er í þúsund mílna fjarlægð. Ginger Dick og Peter Russet — tveir piltar, sem ég hef minnst á áður — reyndu einu sinni að spara. Þeir voru orðnir svo leiðir á að sóa allri hýrunni á viku eða tíu dögum eftir að þeir komu í land og verða að fara til sjós aftur fyrr en þeir höfðu ráðgert, að þeir ákváðu að breyta til með einhverjum ráðum. Þeir voru á heimleið frá Melbourne, þegar þeir tókm þessa ákvörðun, og Isak Lunn, elzti kyndarinn um borð — gamall og gallharður bindindismaður — gaf þeim heilmikið af hollum ráðum. Þeir ætluðu allir á sama skip, þegar það færi aftur, og hann bauðst til að leigja herbergi með þeim í landi og varðveita fyrir þá peningana, og láta þá fá það sem hann kallaði hæfilega upphæð daglega. Þeir myndu hafa hlegið að sérhverjum öðrum, en þeir vissu, að Isak gamli var heiðarleikinn sjálfur, og að peningarnir myndu verða örugglega geymdir hjá honum, svo eftir miklar vangaveltur og umræður gerðu þeir skjallegan samning þess efnis, að hann geymdi fyrir þá peningana og léti þá fá þá smátt og smátt, þangað til þeir færu aftur á sjóinn. Hver og einn annar en Ginger Dick og Peter Russet eða fábjáni hefði vitað betur en að láta sig henda slikt, en Isak gamli var svo tungulipur og virtist svo frjálslyndur gagnvart því sem hann kallaði hóflegan drykkjuskap, að þeir hugsuðu ekki út í, hvlíkur af- glapaskapur þetta væri, og þegar þeir fengu hýruna, sem var hreint ekki svo lítil upphæð, stungu þeir smá- peningunum í vasann og fengu honum hitt. Fyrsta daginn lék allt í lyndi. Isak gamli útvegaði þeim ágætt herbergi, og þegar þeir voru búnir að fá sér fáein glös, sýndu þeir honum það vináttubragð að drekka með honum te og fara síðan með honum í bíó. Myndin hét „Fall drykkjumannsins", og hún hófst á því, að ungur maður gengur inn í viðfelldna krá og lagleg afgreiðslustúlka færir honum krús af bjór. Síðan meiri bjór í pottavís, og þegar Ginger var búinn að horfa á náungann hvolfa í sig sex pottum á hálfri mínútu, var hann orðinn svo sárþjáður af þorsta, að hann gat ekki setið kyrr, og hvíslaði að Peter Russet að koma með sér út. „Þið missið af því bezta, ef þið farið strax“, hvíslaði Isak gamli, „í næsta kafla sér hann froska og drísil- djöfla sitja á barmi krúsarinnar þegar hann drekkur og drekkur". Ginger stóð upp og togaði í Peter. „Og síðan myrðir hann móður sína með rakhníf", segir Isak gamli og togaði í hann á móti. Ginger settist aftur, og þegar morðið var afstaðið, sagði hann, að sér væri óglatt, og þeir Peter og hann fóru út til að anda að sér hreinu lofti. Þeir fengu sér þrjá snapsa á fyrsta staðnum og svo fóru þeir á annan og steingleymdu Isak og áfengisböli, þar til klukkan ellefu, þegar Ginger, sem hafði verið rausnar- legur við kunningja, er hann eignaðist £ krá einni, gerði þá uppgötvun, að hann hafði eytt sínum síðasta eyri. „Þetta hefur maður fyrir að hlusta á bindindisþvætt- ing“, segir hann geðillur, þegar það kom í ljós, að Peter átti ekki grænan eyri heldur. „Hér erum við rétt að byrja kvöldið og enginn peningur til“. Þeir fóru heim í afar illu skapi. Isak gamli lá sof- andi í rúmi sínu, og þegar þeir vöktu hann og sögðust hér með ætla að geyma peninga sína sjálfir eftirleiðis, velti hann sér bara á hina hliðina og hraut svo hátt, að þeir heyrðu varla til sjálfra sín. Svo benti Ginger Peter á buxur Isaks, sem héngu á rúmgaflinum. Peter brosti og tók þær upp gætilega, og Ginger brosti líka, en honum líkaði ekki allskostar að sjá Isak brosa í svefni, eins og hann dreymdi skemmtilega. Allt, sem Peter fann, var fimmeyringur, lyklakippa og' hóstapilla. I jakka- og vestisvösunum fann hann brotinn hníf, snærisspotta og strætisvagnamiða. Svo settist hann á rúmstokkinn og gaut augunum á Ginger. „Vektu hann“, sagði hann reiður. Ginger Dick tók í axlirnar á Isak gamla og hristi hann eins og meðalaflösku. „Fótaferðatími, piltar?" spurði Isak og teygði annan fótinn fram úr rúminu. „Nei, ekki ennþá“, sagði Ginger afar ókurteislega; „við erum ekki farnir að hátta. Við viljum fá pening- ana okkar“. Isak kippti fætinum aftur upp í rúmið ..Góða nótt“, sagði hann og sofnaði fast. „Hann er að látast, það gerir hann“, sagði Peter Russet. „Við skulum leita. Þeir hljóta að vera einhvers- staðar í herberginu". Þeir höfðu endaskipti á nálega öllu í herberginu, og svo kveikti Ginger á eldspýtu og skyggndist inn í reykháfinn, en hið eina, sem hann uppgötvaði, var það, að reykháfurinn hefði ekki verið hreinsaður í um það V I K I N G U R 2B7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.