Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1952, Qupperneq 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1952, Qupperneq 32
„Hafðu engar áhyggjur út af því“, sagði Isak bros- andi. „Ég ætla að sækja þau“. „Þú?“ sagði Ginger. „Þú getur það ekki. Þú hefur engin föt“. „Ég ætla að fara í fötum Peters“, sagði Isak og brosti aftur. Peter bað hann að taka sönsum, en allt til einskis. Hann hafði veðlánsmiðann. Peter gleymdi öllu, sem hann hafði sagt um orðbragð Gingers, tíndi af sér spjarirnar, eina af annarri, og fleygði þeim í hrúgu á gólfið og lét Isak heyra, hvert álit hann hefði á honum. Gamli maðurinn skipti sér ekkert af honum. Hann klæddi sig hægt og vandvirknislega í föt Peters, og síðan gerði hann þá nálega vitlausa með því að eyða tíma í að búa um rúmið. „Vertu eins fljótur og þú getur, Isak“, sagði Ginger að lokum. „Hugsaðu um okkur, sém sitjum hér og bíð- um eftir þér“. , „Ég skal ekki gleyma því“, sagði Isak, og hann sneri við, þegar hann var kominn niður í miðjan stiga, gægðist inn og bað þá að fara ekki út á fyllirí meðan hann væri í burtu. Klukkan var níu, þegar hann fór, og klukkan hálf tíu varð Ginger óþolinmóður og fór að undrast um hann, og þegar klukkan varð tíu, án þess Isak sæist, hengu þeir báðir úti í glugga með lök um herðarnar og horfðu út á strætið. Klukkan ellefu var Peter niður- beygður, og Ginger var svo óður, að Peter þorði ekki að yrða á hann. Þeir eyddu því, sem eftir var dagsins, úti í glugga, en það var ekki fyrr en klukkan hálf fimm, að þeir sáu til ferða Isaks. Hann var enn í fötum Peters og hélt á tveimur stórum, grænum jurtum undir hendinni, og eftir brosi hans að dæma, álitu þeir, að nú væri allt í stakasta lagi. „Hvað hefur þú verið að gera svona lengi?“ sagði Gmger lágri, grimmdarlegri röddu, þegar Isak stanzaði undir glugganum og kinkaði kolli upp til þeirra. „Ég hitti gamlan vin“, sagðí Isak. „Hittir gamlan vin?“ sagði Ginger æstur. „Hvað á að þýða að eyða tímanum svona, þegar við bíðum sveltandi hér uppi?“ „Ég hafði ekki séð hann árum saman“, sagði Isak, „og tíminn leið áður en ég tók eftir því“. „Það lítur út fyrir það“, sagði Ginger biturlega. „Jæja, er allt í lagi með peningana?" „Ég veit ekki“, sagði Isak. „Ég hef ekki náð í fötin“. „Hvað?“ sagði Ginger og var næstum dottinn út um gluggann. „Nú, hvað hefurðu þá gert við mín? Hvar eru þau? Komdu upp“. „Ég vil ekki koma upp, Ginger“, sagði Isak, „því ég er ekki alveg viss um, að ég hafi gert rétt. En ég er óvanur að fara í veðlánabúðir, og ég rölti um og reyndi að fá mig til að fara inn og gat það ekki“. „Nú, hvað gerðirðu þá?“ spurði Ginger og var að missa stjórn á skapi sínu. „Á meðan ég var að hugsa um þetta", sagði Isak, „sá ég mann með fallegar jurtir. Hann bað ekki um peninga fyrir þær, bara gömul föt“. „Gömul föt?“ sagði Ginger eins og hann væri að kafna. „Mér datt í hug, að það gæti verið ánægjulegt fyrir ykkur að hafa þær til að horfa á“, sagði gamli maður- inn og hélt þeim upp. „Það er ómögulegt að segja um hversu lengi þið verðið þarna. Sú stærri er handa þér, Ginger, hin er handa Pétri“. „Ertu orðinn brjálaður, Isak?“ sagði Peter skjálf- andi röddu, eftir að Ginger hafði gert árangurslausa tilraun til að tala. Isak hristi höfuðið og brosti upp til þeirra, og svo, er hann hafði sagt Peter að breiða lakið betur um herð- arnar á Ginger, svo hann fengi ekki kvef, sagðist hann ætla að biðja húsmóðurina að senda þeim upp smurt brauð og te. Þeir heyrðu hann tala við húsmóðurina við dymar og- svo flýtti hann sér burt án þess að líta við, og konan gekk fram og aftur um gangstéttina andspænis með svuntuhornið uppi í sér og lézt vera að horfa á reykháfana. Isak sást ekki alla nóttina, og næsta morgun skild- ist þessum tveim vesalingum, hvemig leikið hafði verið á þá. Þeim var ljóst, að Isak hafði gabbað þá og Peter var næstum viss um, að hann hefði tekið peningana úr rúminu, þegar hann var að dunda við að búa um það. Isak lét þá dúsa þarna í marga daga, og sendi þeim fötin smám saman, spjör fyrir spjör, og tvo shillinga á dag til að draga fram lífið. Þeir sáu hann ekki fyrr en þeir voru allir skráðir á „Plánetuna", og þeir sáu ekki peningana sína fyrr en þeir voru komnir tvær mílur út af Gravesend. Ó. H. þýddi. £tttœ/ki „Mamma, hversvegna rignir?" „Til þess að jurtirnar vaxi, korn, grænmeti, perur, epli —• —•“ „Hversvegna rignir þá á gangstéttirnar?" * Hann: „Bankinn endursendi ávísunina". Hún: „Ágætt. Hvað getum við nú keypt fyrir hana næst?“ * „Hvað fæ ég að launum, ef ég bý til matinn í heil- an mánuð?“ spurði sú nýgifta. „Lífsábyrgðina og frelsi þitt“. * „Halló, þetta er frú Jónsson, Viljið þér senda mér nokkrar kótelettur strax“. „Við höfum því miður engar kótelettur". „Jæja, þá ætla ég að fá kjötlæri“. „Við höfum heldur ekki læri, frú“. „Æ, hvað það er leiðinlegt. Hafið þér þá súpukjöt“ „Nei, ekki heldur“. „Guð hjálpi mér!! Er þetta ekki Sigurður slátrari?" „Nei, ég er Baldur blómasali". „Ha? Jæja, sendið mér þá tíu túlipana. Maðurinn minn er að dauða kominn af hungri". 292 V I K I N □ U R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.