Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1952, Blaðsíða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1952, Blaðsíða 33
Fölsuðu eiginhandarritin Franskur vísindamaður keypfi fölsuð eiginhandarrit fyrir 140 þús. franka Það hefur oft þótt brenna við, að miklir hug-suðir og vísindamenn væru harla barnalegir í aðra röndina, og það fer ekki hjá því, að manni detti slíkt í hug, þegar maður les um hin einstæðu svik, sem hinn frægi franski vísindamaður, stærðfræðingurinn Michel Chasles, var beittur um miðja 19. öld. Sjaldan hefur svikari átt auðveldara með að blekkja fórnarlamb sitt en Vrain Lucas þennan prófessor, og þegar maður les um þessi svik, hlýtur maður að undr- ast, að hér skuli vera að ræða um sögulega staðreynd, en ekki upplogið grín. Svikarinn var fremur fáfróður maður, en hafði þó aflað sér nokkurrar þekkingar á skjalarannsóknum, og hann gerði það að sérgrein sinni að búa til fölsuð eiginhandarrit, og á allmörgum árum seldi hann hin- um auðtrúa vísindamanni ca. 27.000 skjöl, undirskrifuð öllum mögulegum heimsfrægum nöfnum, allt aftan úr grárri forneskju til sinna eigin tíma. Þó það hafi tekið hann allmikinn tíma að búa til falsbréfin, hefur hann samt haft ríflegar árstekjur af þessari einkennilegu atvinnu. Þegar fölsunin komst upp, kom það sem sé á daginn, að hann hafði selt Chasles falsbréf fyrir sam- tals 140.000 franka — og þetta gerðist á þeim tímum, er frankar voru peningar með peningum. Grundvöll að blekkingum sínum fékk Vrain Lucas með því að segja Chasles prófessor sögu af — upp- lognum — greifa de Boisjaurdain, sem hefði flutzt til Ameríku árið 1791 og tekið með sér stærsta og merkilegasta eiginhandarritsafn, sem nokkru sinni hefði verið til í Frakklandi. En skipið, sem hann fór með, strandaði og brotnaði í spón, og þar með fórst mestur hlutinn af hinu ómetanlega safni. Aðeins nokkrum kössum var bjargað, og nú voru þeir, eftir ýmsum krókaleiðum, komnir í hendur honum — Vrains Lucas. Þannig hljóðaði í fáum orðum saga svikarans, og það virðist sem hið barnalega fórnarlamb hafi trúað henni eins og nýju neti. Eftir að kunningsskapur hafði tekizt þeirra í milli, hófust viðskiptin brátt, og með æ meiri dirfsku bauð svikarinn stærðfræðingnum framleiðslu sína af fölsuð- um eiginhandarritum. Því virtust engin takmörk sett, hvað hægt var að grafa upp úr þessum björguðu köss- um. Hefði Chasles nú látið við það sitja að geyma þessi „dýrmætu eiginhandarrit" í safni sínu, hefði þessum leik getað haldið miklu lengur áfram, en vís- indamaðurinn lét sér það ekki nægja. Eins og vera ber um vísindamenn, notaði hann skjöl sín við starf sitt og birti öðru hvoru niðurstöður rannsókna sinna og heimildarritin í vísindalegum ritum. Þetta varð svikar- anum til falls. í fyrsta sinn, sem mótmæli komu fram, var þegar Chasles þóttist hafa óyggjandi sannanir fyrir því í bréfi frá Pascal til Newtons, að það hefði verið hinn fyrrnefndi, er fann þau lögmál um aðdráttaraflið, ei allt til þessa höfðu verið kennd við Newton. Eng- lendingar gerðu þá athugasemd við þessa nýju kenn- ingu, að „á þeim tíma, er Pascal á að hafa skrifað hið umgetna bréf til Newtons, hefur hann — Pascal .— aðeins verið 11 ára. Það er sennilegra, að hann hafi þá verið að leika sér við jafnaldra sína, en að hann hafi átt bréfaskipti um flókin, stærðfræðileg viðfangs- efni“. Þótt undarlegt sé, leiddi þessi afhjúpun ekki til upp- ljósturs svikanna. Bæði Chasles prófessor og franska akademíið var svo sannfært um heiðarleika Vrain Lucas, að þeir eyddu þessu tortryggilega máli. Það leið þó ekki á löngu þar til falsarinn gerði sig sekan um nýja, hrapallega skyssu með því að láta frá sér fara bréf, sem hann lét heita að væri frá hin- um fræga Galilei. Nú voru það ítalir, sem mótmæltu. Chasles prófessor ákvað nú að láta rannsaka málið og Vrain Lucas var stungið inn. Eftir að byrjað var að Kleópatra ritar bréf til Cæsars — á frönsku. V I K I N G U R 293
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.