Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1952, Page 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1952, Page 37
Slippfélagið 50 ára í Hinn 21. október s. 1. átti eitt af stærstu fyrirtækjum lands- ins merkisafmæli. Þá varð Slippfélagið í Reykjavík 50 ára. Blaðið hefur ekki að þessu sinni rúm fyrir sögu þessarar merku stofnunar, sem svo mjög er nátengd sjávarútveginum. Yfir línum þessum birtist mynd af stórhýsi Slippsins, er reist var á árunum 1941—’43. Sigurður Jónsson verkfræð- ingur hefur verið forstjóri Slippfélagsins frá 1932. Slippurinn hefur veitt fjölda manns atvinnu, og liema launagreiðslur félagsins frá upphafi nálega 26 millj. króna. Sig. Jónsson, forstjóri. né stýri geta komið þeim á rétta stefnu. Þau eru ekk- ert annað en reköld á hafinu. Úr dagbók beitiskipsins „Dewey“: 10.30. Stýrisvélin bilar, stýrt aftur á. 11.30. Aðalvélin stöðvast. Sjór komst á skiftitöfluna, skammhlaup, öll ljós slokkna. Fleiri tonn af sjó renna niður um höfuðventlana. Öllum er skipað upp til Bb. skipið veltur voðalega. Hallamælirinn sýnir 73 gráðu halla til stjórnborða. „Dewey“ er þó þrátt fyrir allt á floti um kvöldið. Á stjórnpalli hins 15.000 tonna orustuskips, „Manag- han“, eru 12 stjörnur. I svo mörgum sjóorustum hefur það verið, en nú er það í sinni síðustu. Það veltur voðalega. 30, 40, 60, 70 gráður, það þolir ekki meir. Það sígur hægt í djúpið og með því 256 menn. En orkaninn finnur ekki tiJ meðaumkunar. Orustuskipið „Spense" er þarna rétt hjá. Það veltur einnig voða- lega. Öll ljós eru slokknuð. Síðast er hallinn orðinn 73 gráður á bakborða. Það þolir ekki meir. Hið 21000 tonna stórskip með 60.000 hestafla vél sígur hægt í djúpið með alla sína skipshöfn innanborðs. Flest af skipum flotans eru nú dreifð um allan sjó. Beitiskipið „Hull“ er þarna á sömu slóðum. Vindhrað- inn er nú orðinn um 110 hnútar. Kraftur vindsins þvingar skipið yfir til stjórnborðs og heldur því niðri, þar til það fyllist og sekkur. Beitiskipið „Dewey“ bjarg- ast merkilega vel, þótt það velti voðalega. Fjallháar bylgjur brjóta yfir skipið, þegar það veltur 80 gráður til stjórnborða, en það reisir sig aftur, máske einasta skipið í veraldarsögunni, sem kemst á réttan kjöl eftir slíkan halla. Kl. 13,00 hefur loftvogin náð sínum lægsta punkti, en nú er líka orkaninn i rénun. Kl. 13,40 stígur loftvogin lítilsháttar. Kl. 14,39 lygnir það mikið, að vindhraðinn er um 80 hnútar. Stormurinn heldur áfram að blása út yfir hinar miklu víðáttui, Kyrrahafsins. Það sem eftir er þriðjudagsins er sjórinn enn mikill, en hinn mikli stormur er liðinn hjá. Hinn hræðilegi hvirfilstormur kostaði 790 mannslíf, og yfir 80 menn slösuðust meira og minna. 146 flug- vélar fóru í hafið. Úr hinni fyrirhuguðu árás á eyjuna Luzon varð ekkert. Það, sem eftir var af hinum stælta flota, lagðist illa á sig kominn undir Kóreyjuna Ulithis. Chester W. Nimits, yfirmaður Kyrrahafsflotans, sagði, að þriðji flotinn hefði fengið verri útreið í þessu voðaveðri en þótt hann hefði lent í stórorustu, og yfir- maðurinn yfir lestarskipaflota Kyrrahafsins lét sér þessi orð um munn fara: „Ég er viss um að þetta fárviðri og afleiðingar þess sýna okkur ljóslega, að það er ekkert það skip til nú, sem ekki getur hvolft. Lausl. þýtt. Guömundur Gíslason. V I K I N G U R 297

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.