Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1952, Blaðsíða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1952, Blaðsíða 39
Ásgeir Sigurðsson: Á alvörustundu Landhelgismálið er komið á það stig, að nú er það lífsspursmál, að allir Islendingar standi saman sem einn maður. Það hefir verið margt ritað og rætt á undanförnum árum um þetta mikilsverða mál, en eigi um of brýnt fyrir mönnum fullkominn réttur vor til þeirra að- gerða, er þegar hafa verið gjörðar. Allir þeir, sem eitthvað hugsa um málið, hljóta að hafa gjört sér ljóst, hvílík nauðsyn og hvílíkt rétt- lætismál útfærsla landhelginnar var. Við, sem höfum fylgst með málinu frá öndverðu og höf- um haft tækifæri til þess að ferðast að stað- aldri umhverfis landið ár eftir ár á öllum árs- tíðum, höfum séð, hvílíkur voði blasti við, ef eigi hefði verið gripið til þessara ráða. Við er- um því svo einhuga og ákveðið með þessum aðgerðum. að því þarf vart að lýsa. En það eru margir, sem ekki hafa getað kynnzt þeirri hlið málsins eins og við. Því verður þessu eigi of oft lýst. En þeir skulu því af þessum sökum óhræddir fylgja þeim, er bezt berjast fyrir málstað íslendinga í þessu máli, því að hann er örugglega réttur. Þetta er barátta lítillar og varnarlausrar þjóðar, sem berst fyrir lífi sínu og tilveru, þjóðar, sem berst með því eina vopni, er hún hefir vald á, þ. e. trúnni á sigur réttlætisins, sem er það eina vopn, er nota ætti í viðskiptum siðmenntaðra þjóða. Það er þegar farið að koma í ljós, sem at- hugulir menn vissu fyrir, og bein afleiðing af umræddum aðgerðum, að sjómenn eru víða farnir að afla inni á fjörðum og flóum fiskjar, sem eigi hafði sézt á þessum stöðum um margra ára skeið. I því liggur sönnunin, að með útfærslunni er verið á réttri leið, og mun það koma æ betur í ljós á næstu árum. Oss er það mjög óljúft að trúa því að óreyndu, að stjórn hinnar gagnmerku brezku þjóðar, láti lítinn hóp eigingjarnra ofstopamanna, sem eigi þekkja sögu þessa merka máls, nota sig til þess að brjóta lög og rétt á okkar litlu þjóð. Þá er Bretum illa farið og þeir munu þá bregð- ast vonum margra frelsis- og réttlætisunnandi þjóða. Illa man þá brezka stjórnin loforð þau, er hún gaf, áður en gengið var til hins mikla hildarleiks við Þjóðverja, þegar verja skyldi og vernda smáþjóðimar fyrir ágengni ofstopa- mannanna. Og illu einu launar hún þá, er ís- lendingar lögðu sig alla fram á stíðsárunum á hvers kyns fleytum, er flotið gátu, til þess að færa þeim allan þann fisk, er íslendingar frek- ast gátu. Eigi verður því neitað, að á þann hátt stuðluðu íslendingar að sigri Breta. Marg- ur, bæði smár og stór, fékk þá saðning í Bret- landi fyrir tilverknað Islendinga. Við guldum einnig okkar afhroð við það að færa Bretum björg á þessum tímum. Tókum við því okkar fulla þátt í þeim hildarleik. Margur vaskur drengur hreppti við það sitt skapadægur. Fyr- ir ekkert í viðskiptunum við Breta þurfum við því að fyrirverða okkur. Við munum því, þar til annað kemur í ljós, eindregið trúa því, að stjóm Bretlands láti eigi kúgast af heimsku- legum og vanhugsuðum aðgerðum ofstopa- mannanna, en hafi í þess stað „rétt við“ í leiknum og láti málið ganga til dóms, ef stjórn- in er í nokkrum efa um það, hvers sé réttur- inn í þessu máli. Við íslendingar erum hvergi hræddir og hræðumst eigi úrslitin, en eigum að standa saman sem einn maður. Það er lítið um rétt- læti, ef við ekki vinnum þetta mál. Ef með þarf, skulum við hætta að selja Bret- um ísaðan fisk í bili, þar til þeir vitkast, þótt það um stund kunni að kreppa að markaði vor- um, sem er þó enn eigi sannað, betri er hálfur skaði en allur. En um fram allt, góðir Islendingar, við skul- um vera þess minnugir, að við erum að berj- ast úrslitaorustunni fyrir lífi okkar og til- veru sem frjálsrar og fullvalda þjóðar. I fullu trausti á sigur réttlætisins, á drengskap og dáð, skulum við horfa hugdjarfir fram á veginn, til bjartari tíma fyrir okkar kæra land. Gleðileg jól. V í K I N □ U R 299
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.