Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1952, Qupperneq 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1952, Qupperneq 40
Jón á Felli. Jón hét maður, Jónsson, og b.ió á Felli í Kollafirði. Hann var manna hjálpsamastur, skynsamur vel, sér- lega fyndinn og orðheppinn, en mjög drykkfelldur. Ymsar skrítnar sögur hafa gengið um hnittyrði Jóns, og meðal margra eru þessar: Á Skeljavík strandaði skip með kornvöru, og var varan seld í tunnutali. Jón á Felli keypti þar vöru, sem hann flutti á 4 hestum. Komst hann klakklaust með lestina að Kollafjarðarnesi. En á leiðinni þaðan upp að Felli varð hann svo drukkinn, að hann týndi öllum hestunum og líka þeim, er hann reið, komst samt gang- andi heim um nóttina. Þegar hann kom inn, vaknaði Kristján vinnumaður hans. Spyr hann Jón hvort hann eigi ekki að fara út að hirða hestana, en Jón svaraði: „Onei, drengur minn, sofðu, sofðu, enginn hestur, eng- inn hestur“. Þegar Jón heilsaði konu sinni, hafði hún orð á því, að hann hefði verið nokkuð lengp í ferðinni. Svaraði hann því: „Það er betra að vera lengi og gera ferðina góða“. Þetta var aðfaranótt sunnudags. Þegar Jón kemur út um morguninn, sézt að einn hesturinn er á leiðinni upp eyrarnar. Segþr þá Jón: „Það er greyið hann Jarpur, það er alténd farsældar skepna". Hafði þá einhver orð á því, að bezt væri að fara á móti hestinum og sækja hann. Það áleit Jón óþarft, menn skyldu heldur fara inn að lesa og gefa guði dýrð- ina. Sumir hestanna fundust út með firði, en sumir voru komnir með klyfjunum fram á Steinadal, en allt hafð- ist á endanum. * Þá bjó á Ljúfustöðum Magnús nokkur, og hét Kristín kona hans. Af þeim hafði. verið tekin vinnukona, er var svo hungruð, að hún gat tæpast setið á hesti. Vinnukona þessi hét Þórunn. Nokkru eftir að Þórunn þessi var tekin frá Ljúfustöðum, var Jón á Felli staddur þar og var kenndur. Var hann að finna að ýmsu við þau hjón. Segir þá Magnús við hann: „Ætlarðu að spilla hér heimilisfriði?" Svarar Jón því strax þannig: „Kallaðu það ekki heimili, þar sem helvítis horinn og hungrið er innanbæjar en hirðuleysið og óþrifnaðurinn úti“. * Ásgeir Einarsson sagði einu sinni við Jón á Felli: „Þið eruð miklir bölvaðir moðmeisar, Kollfirðingar". „Og þú gaddhesturinn, sem úr þeim étur“, svaraði Jón. I annað skipti var það á mannfundi, að Jón á Felli hefst upp úr eins manns hljóði og segir við Ásgeir Einarsson: „Þú ættir að fá dannebrogskross, Ásgeir minn“. „Ekki veit ég nú fyrir hvað það ætti að vera“, mælti Ásgeir. Þá segir Jón: „Jú, þú veizt það, fyrir helvítis grútarskap". Þegar Jón var lagstur banaleguna, féll ferð norður ið Hnausum eftir meðölum, og var tilrætt um það, að menn myndu koma að Þingeyrum, því að Ásgeir var kominn þangað. Heyrði Jón þetta umtal og segir þá: „Það segi ég satt, að ekki vildi ég vinna það fyrir öll Indlands auðæfi að hafa samvizkuskipti við hann Ásgeir". * Jón á Broddanesi var alþekktur að stillingu, ráð- vendni og iðjusemi. Hann var greiðvikinn og góðsamur, A FRÍV/ en ekki álitinn höfðingi, en það var kona hans, og hann lét hana ráða öllu. Mesti reglumaður var Jón á Broddanesi, frábitinn drykkjuskap, en veitti þó mönn- um vín eins og þá var tízka. Jóni á Felli sagðist svo frá, er hann kom að Broddanesi eitt sinn: „Þegar kaffið kom, þá kom nafni minn með brennivínsflösku og lét leka í bollann, og ég þagði. Þá fór að renna, og ég þagði, og andlitið fór að grettast, en ég þagði. Svo varð fullur bollinn, og ég þagði. Þá fór að hellast, og ég þagði. Svo ætlaði að fara að renna út úr undir- skálinni, og andlitið var allt úr lagi gengið. Þá sagði ég: „Ætli það sé ekki komið nóg, nafni“. En hann þaut burt eins og andskotans eldibrandur með flösk- una, og ég hef ekki séð hann síðan“. * Húsfreyjan afhenti flakkaranum matarbita og sagði kuldalega: — Viljið þér gjöra svo vel að borða það úti. — Gjöra svo vel? — Já, ég sagði það. — Vissulega, frú. Þegar ég var á grænni grein, var ég daglega vanur að segja við þjóninn minn: „Parkins, þú þarft ekki að hugsa um mat handa mér. Ég borða úti“. * —• Ég hef ekki bragðað matarbita í fimm daga, sagði betlari við konu veitingamannsins í „Georg og drekinn". — Getið þér gefið mér eitthvað að borða? — Nei, alls ekki! svaraði konan. — Þakk’ yður fyrir, sagði flakkarinn og gekk á brott, en kom aftur að vörmu spori. — Hvað nú? spurði konan. — Get ég fengið að tala við Georg? * — Gefið mér 25 aura fyrir kaffibolla, sagði betlar- inn við mann, sem hann vissi ekki að var leynilög- regluþjónn. — Vinnið þér aldrei?, spurði lögreglumaðurinn. — Við og við. — Hvað gerið þér þá? —• Hitt og þetta. — Hvar? — Hingað og þangað. Lögregluþjónninn fór með hann á stöðina. — Hvenær slepp ég héðan? spurði betlarinn. — Fyrr eðá síðar. * — Hvað ertu að gera? — Skrifa bróður mínum, sem er á letigarðinum. 3DD V í K I N G U R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.