Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1952, Page 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1952, Page 42
IJíiivuli ástarinnar Saga eftir D. Merezjkovskij Meistari Fabritsíus, einn hinna menntuðustu pró- fessora við Búlonjuháskólann, sá um kennsludeildina í rökfræði. í þeirri vísindagrein hafði hann til að bera svo mikla leikni og listfengan þokka, að hann var vanalega kallaður konungur ofályktananna. Samt var það ekki einungis rökfræðin, heldur og allur sjóndeild- arhringur mannlegrar þekkingar milli himins og jarð- ar, sem líkt og lá á lófa meistara Fabritsíusar. En þó var eftirtektarverðast, að vísindamaðurinn opinber- aði hyldýpi sinnar miklu speki, ekki aðeins í hinum mikilvægu viðfangsefnum vísindanna, heldur jafnvel í smæstu málefnum hins daglega lífs. Stundum segja stúdentarnir að hann hafi orðið að skrifa utan á bréf eins og þetta: „Padovu Vínartorgi. Lyfjabúðinni undir tunglinu", og hinn víðfræga pró- fessor hafi skreytt umslagið með eftirfarandi áskrift: „Nella ritto Antenorea, in sul foro di Bacco, all’ aro- matoria della dea triforme". (Þ. e. Til borgarinnar Antenoru, til ilmstofu hinnar þríformuðu gyðju hjá Bakkusartorgi"). Tungu Tilliusar talaði hann svo meistaralega og not- aði svo oft, að hann næstum gleymdi mállýzku móður sinnar. Aftur á móti angraði hann málefni sem hann hélt of ósamboðið virðingu sinni og í slæmu skapi hafði hann jafnvel við orð, að „Gamanleikurinn guðdómlegi", eftir Dante, núna á öld hinnar upprunalegu ciseronsku mælsku, mundi varla duga á borð við pylsuumbúðir. En þegar hann útskýrði hvernig maður verður að skrifa orðið „consumptium" — með p eða ekki með p, þá var opnuð slík fjárhirzla af speki fyrir framan hina undrandi áheyrendur, að jafnvel hinir 'éttlyndustu og ólærðustu menn fundu til ótta og virðingarfullrar skelf- ingar. Meistari Fabritsíus var lágvaxinn og veikbyggður, með hrömunarmerki fyrir aldur fram, því líkami hans var orðinn tærður af áköfum og þrotlausum vísinda- iðkunum, en svipur hans var samt alltaf mjög alvar- legur og strangur, augnaráð hans djúphugsandi, hnykl- aðar, loðnar brúnir — skrefin— hæg og tignarleg. Áreiðanlega var enginn nema hann hæfur til að bera með jafnmiklum verðleikum hina hindberjalituðu pró- fessorskápu, fóðraða með ljónsskinni, og hinn feikna- stóra hatt, sem óviljandi minnti á hugmynd um góm- sæta köku, sem húsmæðurnar búa til fyrir börnin í tilefni af hátíð heilags Jóhannesar skírara. Á þessum tíma stunduðu nám við Búlonjuháskólann, í kirkju- og borgaralegum lögum, tveir innilegir vinir, göfugir og ríkir sveinar, sem tilheyrðu hinni heiðruðu fjölskyldu de Savelli. — Annar þeirra var nefndur Bútsjiólo, hinn — Pétur Páll. Allir vita að kirkjulögin eru ekki eins yfirgripsmikil og hin borgaralegu. — Bútsjiólo, sem hafði lagt stund á hin fyrrnefndu, lauk þess vegna sínu námskeiði á undan Pétri Páli. Þegar hann var búinn að ákveða að fara heim, sagði hann við kunningja sinn: „Kæri Pétur, nú er ég búinn að fá skírteinið og nú ætla ég að fara aftur til heimalandsins“. Pétur svaraði: „Ég bið þig að skilja mig ekki eftir hér alveg ein- mana. Bíddu aðeins hér þar til þessum vetri lýkur. Ég verð búinn með námið í vor og þá getum við ekið saman í burtu. Á meðan þú bíður, þá skaltu til þess að tapa ekki tímanum, taka fyrir einhver vísindi, sem hjarta þitt gimist, og stunda þau“. Bútsjíóla samþykkti, lofaði vini sínum því að bíða, sneri sér til prófessorsins síns, meistara Fabritsíusar og sagði við hann: „Ég hef ákveðið að bíða eftir frænda minum og nú bið ég yður, meistari, að segja mér til á meðan í ein- hverjum fögrum vísindum". „Gott“, svaraði meistarinn, „veljið þau sem þér óskið að fá tilsögu í, ég mun gjarna leiðbeina yður í starfinu". Bútsjílo sagði: „Meistari! Ef ég mætti vonast eftir að fá samþykki yðar tignar, þá mundi ég óska eftir að stunda vísindi ástarinnar". Þegar meistari Fabritsíus heyrði þessa beiðni, hnykkl- aði hann brýrnar og ætlaði í eitt skipti fyrir öll að „þvo höfuð“ þessa frekjulega drengræfils, svo hann í framtíðinni hefði aldrei löngun til að leika með pró- fessora. En þegar hann horfði á Bútsjíólo tók hann eftir á andliti hans, fíngerðu og róslitlu, svo einfeldnu og traustfullu tilliti, svo hógværu og virðingarfullu brosi, að á vörum hans dó hið latneska skammaryrði, sem hann var þegar tilbúinn að hreyta út úr sér. Hann mundi eftir einhverju gömlu, þægilegu og kátlegu, sem hvorki snerti ofályktanir eða málfræði Prískiannesar eða Donatíusar. Hann brosti því og svaraði lærisveini sínum: „Ágætt! Ekki væri hægt að velja nein önnur vísindi, sem féllu betur við tilhneigingar hjarta míns. Þess vegna skuluð þér fara næsta sunnudag til kirkju Minoritaprestanna þegar morgunguðþjónustan stendur yfir, og konurnar úr borginni koma þar saman, og leit- ið eftir hvort þér finnið ekki einhverja á meðal þeirra, sem yður geðjast að. Ef þér finnið einhverja þá fylgið henni í hæfilegri fjarlægð þar til þér komizt að hvar 3D2 V í K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.