Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1952, Page 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1952, Page 51
kvenfólkinu borið á brýn, að fara þá með fleiri fréttir en sannar séu; enda hafa þær það ólán í fleiri löndum. Þá er hér stuttur kafli, sem Breiðfjörð kallar: „Frá siðum og skapferði Grænlendinga.": Skapferði Grænlendinga er meinlaust og blítt; spaklyndi, frjálsræði og jöfnuður eru þar á meðal þeirra, því enginn setur sig upp yfir annan; hver einn má lifa og láta eins og hann vill. Allir virða þann, sem er heppinn veiði- maður, og meta mest tillögur hans, og eru yngri menn fúsir að hlýða honum og hans ráð- leggingum. Nú þótt að Grænlendingar séu þannig í sjálfræði sínu lagalausir og yfirvalda, eru þeir siðlátir og hæverskir og þrátta sjald- an, og beri svo við, þá með hæglæti og mein- lausum orðum, því ekki kunna þeir að blóta né formæla, þar engin þess konar orð eru til í máli þeirra, og ekkert hrakyrði nema þetta: „ajor- putit“ — þú ert ónýtur; það er mest reiðiyrði þar í landi, og það láta Grænlendingar duga með nokkrum hótunum. Mjög sjaldan verða menn varir við ástar- brögð karla og kvenna; það þykir ósiður að láta vel að konu sinni, með kossum eða þvílíku, þegar einhver sér til, en ógerningur að leita þannig við ógiftar stúlkur, þó eru dæmi til að slíkt hendir í leyni. En verði stúlka barnshaf- andi, vita það allir undir eins og hún sjálf, því hún gerir sér upp grát einn eða fleiri daga, þangað til náungarnir geta í kollinn, og segir hún þá upp alla sögu, nefnir fylgjumann sinn og staði og stundir allra þeirra samfara. Fer þá oftast svo, að hann tekur hana sér til konu, en þó er það engin skylda ... ... Grænlendingar eru frábitnir gripdeildum, einkanlega sín á milli, og hafa hvorki hús né hirzlur að geyma föng sín í; því þó allt liggi úti á víðavangi, tekur enginn það, sem hann veit, að annar á. Að hnupla frá Dönum þykir minni synd, ef færi gefst á. ... Öllum Græn- lendingum, sem ekki eru kynblendingar, má þannig lýsa: Þeir eru lágir vexti, hrafnsvartir á hár, stinnhærðir og slétthærðir; þeir eru skegglausir og varaþykkir, úteygðir, og mó- rauðir á yfirlit, vöðvamiklir og beinamjóir, manna hvatastir á fæti, og vel náttúruhagir til allra smíða. Af konum er allt hið sama að segja; þó eru þær hárprúðari. Margar þeirra eru þar á ofan smáhentar og fótnettar. Breiðfjörð hefur liðið vel á Grænlandi, enda kveður hann landið með söknuði. Haustið 1834, þegar hann er á heimleið, kominn alllangt suður fyrir Hvarf og sér tinda Grænlands sökkva í sæ, yrkir hann innilega kveðju til landsins, sem hafði fóstrað hann undanfarin þrjú ár: Far nú vel mitt Hjartarhorn, Hásteinsbæli og Söðull; vermi yðar fötin forn fagur morgunröðull. Ég er kominn út á sjá átján langar vikur, mér vill yður óðum frá ýta stormur kvikur. Það er vert ég væti brá að viðskilnaði okkrum, því ég undi yður hjá öðrum betur en nokkrum. Þið hafið heyrt minn harmasöng, hlátur og kæti glauma; fram um yðar fornu göng fæddi ég marga drauma. Undir hafið einatt þér öll mín raulað kvæði, og svo að kalla sampínst mér í sorg og gleði bæði. Það er vinskaps orsök ein yðar, verð að lofa, íslendinga öldruð bein í ykkar skjóli sofa. Geymið þið feðra gömlu bein, sem grafar feldur ornar; geymið á sínum stað hvern stein, sem styðja tóttir fornar. Hér hefur verið birt dálítið brot af því, sem til er ritað á íslenzkri tungu um Grænland — land, þjóð og sögu. Er þó rúmsins vegna sleppt nálega öllu, sem rithöfundar íslenzkir á þessari öld hafa lagt til þeirra mála. Tíu aldir eru liðnar síðan forfeður vorir höfðu veður af því, að til myndi vera land í vestur frá íslandi. Og eftir þrjá tugi ára verða þúsund ár liðin frá því er Eiríkur rauði fann Grænland. Saga þessara tveggja landa, Islands og Grænlands, var nátengd um aldir. Sambandið rofnaði, og hvor þjóðin um sig háði fádæma harða baráttu fyrir tilveru sinni. Islenzka þjóð- in tórði, þó að mjóu munaði, hin grænlenzka fórst. En þó að þau yrðu örlög frænda okkar í vestri, eigum við, eigi að síður, margar minn- ingar tengdar þeim slóðum, þar sem gnæfa þeir Hvítserkur og Himinraki og fjörðurinn Öllum- lengri teigir sig óravegu inn í landið. V í K I N □ U R 311

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.