Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1952, Blaðsíða 55

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1952, Blaðsíða 55
William Saroyan: Tryggingamaðurinn, bóndinn, ábreiðusalinn ogjurftin i poftftinum Arshag Gorobakian var smávaxinn maður, sem hafði það að atvinnu að selja líftrygginga- skírteini. Atvinnu sína stundaði hann einungis meðal sinnar eigin þjóðar, það er að segja Armeníumanna, búsettra í Bandaríkjunum. Þrjú hundruð skírteini hef ég selt á tuttugu árum, sagði hann oft við nýjan viðskiptavin, og í dag er mér óhætt að segja, að tvö hundruð viðsk’iptavina minna séu látnir. Hann mælti þetta ekki döprum rómi, enda var það ekki meint sem athugasemd um fallvaltleika lífsins. Það var öðru nær. Bros Gorobakians gaf það í skyn, að þessir tvö hundruð framliðnu menn hefðu skotið dauðanum ref fyrir rass og um leið gert líftryggingafélagið að fífli. Hyggnir menn, allir þeir, sagði hann við nýja viðskipta- vininn. Menn eins og þú, hagsýnir og gáfaðir á öllum sviðum. Þeir sögðu við sjálfa sig: Jú, víst munum við deyja. Það þýðir ekki annað en taka því. Þegar hér var komið, dró tryggingamaðurinn línurit sín og hagskýrslur upp úr innri jakka- vasanum og sagði: Hér eru staðreyndirnar. Þú ert nú fjörutíu og sjö ára að aldri og við góða heilsu, svo er guði fyrir að þakka. En samkvæmt hagskýrslunum verðurðu látinn innan fimm ára. Hann brosti glaðlega, eins og hann vildi sam- gleðjast viðskiptavininum yfir því að verða dauður eftir fimm ár og græða þarmeð geysi- lega fjárupphæð. Eftir fimm ár, sagði hann, hefurðu borgað tryggingafélaginu þrjú hundruð áttatíu og sjö dollara. En þegar þú deyrð, færðu tuttugu þúsund dollara, hvorki meira né minna. Með öðrum orðum, þér hafa áskotnazt nítján þúsund og sex hundruð og þrjátíu dollarar. Og það verður að teljast sæmilegur ágóði af hverju fyrirtæki, sagði hann jafnan. En einu sinni bar svo við, er hann átti tal við bónda nokkurn í Kingsburg, að bóndinn trúði því ekki, að hann yrði dauður eftir fimm ár. Komdu aftur eftir seytján eða átján ár, sagði bóndinn. En þú ert sextíu og sjö ára gamall núna, sagði tryggingamaðurinn. Veit ég vel, svaraði bóndinn. En ég læt ekki gabba mig í þessum viðskiptum frekar en öðr- um. Ég skal verða lifandi eftir tuttugu ár. Ég er rétt búinn að gróðursetja þrjú hundruð ólífutré, og ég dey ekki fyrr en þau eru full- vaxin. Og svo eru mórberjatrén, granattrén, valhnotu- og möndlutrén. Nei, sagði bóndinn, þessi viðskipti eru ekki tímabær nú. Ég veit, að ég á eftir að lifa tuttugu ár í viðbót. Ég finn það á mér. Á ég að segja þér nokkuð? Já, sagði tryggingamaðurinn. Ég skal lifa þrjátíu ár í viðbót, ekki tuttugu. Þú hlýtur að viðurkenna, að þá mundi ég skað- ast á þessum viðskiptum. Tryggingamaðurinn var smávaxinn maður og hæverskur, hæglátur og aldrei frekur. Ég sé það strax, sagði hann, að þú ert fíl- efldur maður —. Fílefldur? öskraði bóndinn. Á ég að segja þér nokkuð? Tryggingamaðurinn kinkaði kolli. Það er satt, sem þú segir, sagði bóndinn. Ég er fílefldur maður. Hvað er dauðinn? Hví skyldi ég deyja? Af hvaða ástæðu, landi kær? Pen- ingar? Jú, víst eru þeir eftirsóknarverðir. En ekki svo, að ég vilji deyja fyrir þá. Tryggingamaðurinn tottaði vindil sinn ró- legur í bragði, þótt undir niðri væri hann í mik- illi geðshræringu, líkt og herforingi, sem misst hefur lið sitt á flótta og er nú að reyna að eggja það og skipuleggja til annars áhlaups. Að þú deyir? sagði hann við bóndann. Guð forði því. Aldrei á ævi minni hef ég óskað manni dauða. Allir njótum við lífsins. Þótt ekki sé nema vatnsmelóna að sumri til, er bragð hennar okkur kært. Má ég segja þér nokkuð? sagði bóndinn. Enn kinkaði tryggingamaðurinn kolli. Það er satt, sem þú segir, sagði bóndinn. Þótt ekki sé nema vatnsmelóna að sumarlagi, er bragð hennar okkur afar kært. Hið sama má segja um ost og brauð, og vínber að kvöldlagi undir trjánum. Haltu áfram máli þínu. Ég óska engum þess að hverfa úr þessum lífs- VÍKINGUR 315
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.