Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1952, Síða 56

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1952, Síða 56
ins hlýja dal, sagði tryggingamaðurinn. En það þýðir ekki annað en horfast í augu við stað- reyndirnar. Hann skók skjölin í hendi sér. Veröldin, sem við lifum í, er hringavitlaus, sagði hann. Þú ert að vísu hraustur maður, sem nýtur melónunnar að sumarlagi og annarra gæða lífsins. En svo ertu kannske á gangi í næstu borg og verður fyrir bíl. Og hvar ertu þá? Þú ert dauður. Bóndinn hnyklaði brýrnar. Já, rétt segir þú, sagði hann. Bílarnir. En fari svo að þú deyir af slysförum, sem drottinn banni, sagði tryggingamaðurinn, þá færðu tvöfaldar skaðabætur. Helvítis bílarnir, sagði bóndinn. Ég skal fara varlega á götunum framvegis. Við reynum allir að fara varlega, sagði trygg- ingamaðurinn, en hvað stoðar það? Jafnvel þeg- ar heimsstyrjaldir geysa, farast fleiri menn í umferðaslysum en á vígvöllunum. Á ég að segja þér nokkuð? sagði bóndinn. Segðu það, sagði tryggingamaðurinn. Ég er hálft í hvoru að hugsa um að tryggja mig, sagði bóndinn. Ég er hálft í hvoru að hugsa um að kaupa hjá þér líftryggingu. Það er mjög hyggilegt af þér, sagði trygg- ingamaðurinn. Bóndinn keypti sér líftryggingu og tók að greiða iðgjöld sín. En tveim árum síðar kallaði hann tryggingamanninn heim til sín og ávítaði hann nokkuð harðlega, en þó hæversklega. Hann kvartaði um það, að þótt hann væri búinn að eyða fleiri hundruð dollurum í iðgjöld, hefði hann aldrei komizt nálægt því að deyja af slys- förum. Taldi hann, að eitthvað hlyti að vera bogið við þetta. Ég vil ekki þessa tryggingu lengur, sagði hann. Tryggingamaðurinn sagði honum hina grát- broslegu skrítlu um manninn, sem sagði upp líftryggingu sinni eftir tvö ár, og stangaður var til bana af mannýgu nauti þrem vikum síðar. En bóndi lét sér fátt um finnast. Má ég grípa fram í? sagði hann. Svo sterkt naut er ekki til í víðri veröld, að það geti stang- að mig til bana. Ég mundi snúa það úr háls- liðnum. Nei, þakka þér fyrir, ég kæri mig ekki um þessa tryggingu. Ég hef afráðið að deyja ekki, jafnvel þótt stórfé sé í boði. Ég hef haft hundrað tækifæri til að ganga fyrir bíla, en alltaf vikið gætilega úr vegi. Þetta gerðist fyrir fjórtán árum, og bóndinn, sem heitir Hakimian, er enn á lífi. En helzt vildi tryggingamaðurinn fást við menntaðra fólk en bændur. Sjálfur var hann skólagenginn maður, og þess vegna var honum ljúfast að skipta við menn, sem hann gat talað við um önnur efni í nokkrar klukkustundir, áður en hann fór að brydda upp á trygginga- málunum. Hann ók iðulega til San Francisco, sem var tvö hundruð mílna leið, til þess að tala við tannlækni nokkurn, skólagenginn mann, sem þar var búsettur. Einu sinni ákvað hann að aka Buick-bílnum sínum þvert yfir Bandaríkin til Boston. Var það tíu daga ferðalag. Á leiðinni mundi hann sjá margt nýstárlegt, og þegar til Boston kæmi, mundi hann heimsækja systur sína og mann hennar og börn þeirra, sem voru ellefu að tölu. Hann ók svo til Boston, heimsótti systur sína og fjölskyldu hennar og kynntist þar ábreiðu- sala nokkrum, sem var maður skólagenginn. Þrisvar sinnum á tíu dögum heimsótti hann þennan mann og átti við hann þóknanlegar orð- ræður. Ábreiðusalinn hét Haroutunian og var afar gefinn fyrir orðræður, og þótti trygginga- manninum hann einstaklega fjölfróður og skemmtilegur maður. En þegar tryggingarnar bar á góma, varð hann þess vísari, að þessi nýi vinur hans hafði engan áhuga á þeim, að minnsta kosti ekki í bili. Þar kom að lokum, að tryggingamaðurinn tók að hugsa til heimferðar, en áður en hann lagði af stað, kom ábreiðusalinn, Haroutunian, að heimsækja hann, og hélt á lítilli jurt í potti. Svo er mál með vexti, vinur minn, sagði ábreiðusalinn, að ég á bróður í Bakersfield í Kaliforníu, sem er skammt frá heimili þínu. Þennan bróður minn hef ég ekki séð í tuttugu ár. Viltu gera mér greiða? Auðvitað, sagði tryggingamaðurinn. Færðu þá bróður mínum þessa jurt ásamt kveðju minni, sagði ábreiðusalinn. Það er velkomið, sagði tryggingamaðurinn. En hvaða jurt er þetta? Ég veit það ekki, sagði ábreiðusalinn. En blöð hennar gefa frá sér dásamlegan ilm. Lykt- aðu. Tryggingamaðurinn lyktaði af jurtinni, en ilmur blaðanna olli honum miklum vonbrigðum. Þetta er sannarlega himneskur ilmur, sagði hann þó. Ábreiðusalinn sagði honum nafn og heimilis- fang bróður síns og mælti síðan: Að lokum eitt atriði enn. Landbúnaðarráðu- neyti hvers ríkis innan Bandaríkjanna krefst þess, að sérhver jurt, sem flutt er inn í ríkið, sé rannsökuð vegna skaðlegra skordýra. Á þess- ari jurt eru engin skordýr, en lögunum ber að hlýða. Þú þarft þess vegna að stanza stundar- korn í landbúnaðarráðuneyti hvers ríkis á leið- inni. Þetta er aðeins formsatriði. Frh. á bls. 320. 316 V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.