Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1952, Síða 59

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1952, Síða 59
Vetur á fjöllum. léku þannig- byssurnar, að skattstjórinn sannfærðist um, að þetta væri ekkert grín, svo hann greiddi 70.000 franka og tók við vörunum, sem voru silki, flónel og tóbak. Daginn eftir var Mandrín allur á burt, en mán- uði seinna heimsótti hann annan skattstjóra, og at- burðurinn endurtók sig. Það kom fyrir, að skattstjóri héldi því fram, að hann hefði ekki næga peninga hand- bæra. Þá það, á meðan smyglararnir gættu varanna og húss skattstjóra og fjölskyldu, gekk Mandrín og nokkr- ir af mönnum hans með honum milli borgara bæjarins og lét hann „slá“ hjá þeim lán, þar til nóg var fengið. Svo djarfur varð Mandrín með tímanum, að hann lét sér ekki nægja þá bæi eina, er næst lágu landamærun- um, heldur fór langar leiðir inn í landið og seldi þeim, sem hann átti í ófriði við, smyglvörur sínar. „Ég hef frétt, að yðar velborinheit vanti tóbak! Ég er svo heppinn, að geta boðið yður dálitlar byrgðir. Fimmtíu þúsund franka, eða —Mandrín lyfti byssunni, og skattstjórinn borgaði, stynjandi af ótta og vanmáttugri gremju. Auðvitað gat Mandrín því aðeins farið slíka fjár- öflunarleiðangra, að almúginn var allur á hans bandi, hjálpaði honum, bar honum njósnir, villti um fyrir tollurunum með fölskum upplýsingum, faldi fyrir hann vörurnar og hlakkaði af ánægju í hvert sinn, er hann gerði skattstjórum glennur. Hann var ekki einasta hefn- andinn, sem endurgalt nokkuð af því, sem fólkið hafði orðið að þola. Hann var einnig vinur þeirra fátæku og VIKINGUR 319

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.