Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1953, Qupperneq 3
og frá landinu. Fyrst þegar íslendingar hafa
eignazt það stóran flota, að þeir geti sett þau
til starfa úti í heimi, fer sá atvinnurekstur að
bera hagkvæman arð.
Hugsum okkur, að keypt hefðu verið strax
eftir stríðið, meðan Islendingar töldust ríkir,
eins og 10 Liberty skip, eða skip af Tröllafoss-
gerð, og þeim siglt til þessa dags, hvert sem
fragtir buðust. Það hefðu ekki verið fáar millj-
ónir, sem þau hefðu getað siglt inn í dýrmæt-
um gjaldeyri á tímabilinu. Eftir stríðið var
hægt að fá þessi skip keypt í Ameríku með
mjög vægu verði, því að þeim var flestum lagt
upp. Ameríkumenn töldu sér hagkvæmara að
leggja skipunum upp og byrja smíði á meira
„moderne“ skipum. Þessi skip fóru brátt hækk-
andi í verði og eru nú lítt fáanleg, þó að helm-
ingi hærra verð sé í boði. Fragtir hafa verið
háar allan tímann, jafnvel farið hækkandi á
tímabili, vegna stríðshættu, sem um stundar
sakir virtist fara vaxandi. Fari nú svo, að
þriðja heimsstyrjöldin brjótist út þegar minnst
varir, þá stöndum við illa að vígi með siglinga-
skip, því að ekki má íslenzki siglingaflotinn
við því að mörg skörð séu í hann höggvin, og
getur þá svo farið, að við verðum að eiga það
undir náð erlendra þjóða að annast flutninga
að og frá landinu.
Þá má vel vera, að þeir menn, sem nú hrista
höfuðið yfir þeirri hugmynd, að íslendingum sé
nauðsynlegt að eignast myndarlegan siglinga-
flota, sjái að sú hugmynd hefði átt töluverðan
tilverurétt.
I þau 39 ár, sem þjóðin hefur átt dálítinn
vísi að siglingaflota, hefur sá atvinnurekstur,
flest árin, borið sig ágætlega, og mun nú vera
eina driftin, sem landsmenn reka, sem stór-
græðir. Af þeirri staðreynd ætti landsmönnum
að vera orðið það Ijóst, að ekki væri fráleitt að
auka þann atvinnurekstur. En sofandaháttur-
inn hefur löngum orðið okkur íslendingum að
falli. Þó að Alþingi íslendinga sitji á rökstól-
um næstum allt árið, og þingmenn bollaleggi
næstum allt milli himins og jarðar, þá dettur
þeim ekki það í hug að líta á þann möguleika
til framdráttar þjóðarbúskapnum, sem sigling-
ar gætu haft í för með sér. Ennþá borgar
þjóðin margar milljónir á ári í erlendum gjald-
eyri fyrir leigu á erlendum skipum til flutn-
inga til og frá landinu, en hefðu getað verið
búnir að snúa dæminu við, og tekið inn miklu
fleiri milljónir fyrir leigu af sínum eigin skip-
um.
Sumir halda því fram, að íslenzkir sjómenn
myndu ekki fást til þess að stunda siglingar
úti í heimi. Þetta er áreiðanlega hin mesta
firra. Ég veit, að stöðugt fjölgar þeim sjómönn-
um, sem æskja þess að komast í siglingar, en
á þeim vettvangi er lítið að gera hjá okkur, og
fara því margir sjómenn úr landi til að fá þá
ósk sína uppfyllta, að komast í siglingar. Von-
andi kemur sá dagur, að íslenzki siglingaflot-
inn geti kynnt íslenzka fánann og íslenzku þjóð-
ina út á meðal sem flestra þjóða heims, og þar
með lagt varanlegan grundvöll að áframhald-
andi sjálfstæði og velmegun íslenzku þjóðar-
innar. E. Þ.
Jón á lli'ainii
Jón á Hrauni var sá maður, er ég heyrði oft-
ast nefndan úr Grindavík. Hann var gildur
bóndi og einkennilegur í tilsvörum, og fór eink-
um orð af þeim.
Jón bjó á Hrauni fram yfir miðja 19. öld,
einhver mesti bóndi og sjósóknari þar um slóð-
ir, fáorður og stilltur. Hann var talinn ágætur
formaður. Bróður átti hann, er líka var formað-
ur, og var kapp á milli þeirra. Eitt sinn ætlaði
Jón að róa í slæmu sjóveðri, þegar engum var
fært nema honum. Þegar Jón er á leið til skips
síns sér hann að Guðmundur bróðir hans kem-
ur a eftir með skipshöfn sinni. Stöðvar hann
þá ferð sína og segir í því að hann horfir út á
sjóinn: „Ó, nei, ekki má ég það, hann drepur
sig, hann Guðmundur bróðir“. Gekk hann síð-
an heim án þess að hafa fleiri orð um. Á seinni
árum Jóns var hjá honum duglegur vinnumað-
ur, er hét Höskuldur. Lá það orð á, að vingott
væri milli hans og konu Jóns, sem var miklu
yngri en Jón. Eitt sinn þegar kona Jóns var
að ala barn, hafði honum orðið að orði, þegar
hún var að hljóða: „Mikið líður þú fyrir Hösk-
uld“.
Þau hjón, Jón og kona hans, sváfu sitt í hvoru
rúmi í öðrum enda baðstofu. Nótt eina var það,
að fólk vaknaði við dynk mikinn í baðstofunni.
Hafði Höskuldur dottið flatur á gólfið inn úr
húsdyrum hjónanna. Heyrði fólkið, að Jón stag-
aðist á þessu: „Ójá, Höskuldur datt, Höskuldur
datt“. Ekki var þess getið, að neitt ósamlyndi
hefði þar átt sér stað milli Jóns og Höskuldar
eða hjónanna.
VÍ K I N G U R
129