Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1953, Page 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1953, Page 4
Júl Havsteen, sýslumaður: Um hvalinn 1 hinni gagnmerku bók „Konungs-skugg-sjá, sem hinn lærði rektor Hólaskóla, magister Hálfdan Einarsson, gaf út á þrem tungum, ís- lenzkri, danskri og latneskri, og prentuð var í Sórey 1768, er kafli um hvalina og hljóðar upp- haf hans svo: „í íslands-höfum þyki mér fátt þat, er minn- ingar sé verðt eður umræðu, fyrir utan hvali þá er þar eru í höfum, ok eru þeir mjök með ýmsum hætti eður vexti“. Nefnir hann og lýsir alls 16 hvaltegundum og byrjar á þeim smáu og þá fyrst á hnýðingum, en nú nefnist hann höfrungur, sem sé hinn mesti fjöldi til af og sé hann 10—20 álna langur, „en þessir fiskar hafa hvorki tönn né tálkn“. Svo er talin hnýs- an, 5 álna og leiptr eða lyptir, nú stökkull, 7 álna. Allir þessir hvalir séu ætir og veiddir, svo og vagnhvalirnir, sem séu 12 álna langir, „ok eru þeir tenntir eptir sínum vexti, svo mjög sem hundar og hvílíkir í grimmd sinni við aðra hvali, sem hundar eru við dýr“. Nú nefnum við þá háhyrninga. Næst koma miðlungsstórir hvalir, svo sem andhvalur eða svínhvalur, nú kallaður andar- nefja, 25 álna. „Eru þeir fiskar ekki mönnum ætir, því at þat smjör er rennur af þeim hvöl- um, þá megu menn eigi melta með sér og ekki annat kvikindi, er þess neytir, því þat rennur hverventa í gegnum hann“. Á stærð við andarnefjuna er svo hrafnhvalur (þ. e. hrefn- an), sem er kolsvartur og hvítingur, sem er ljós á lit. Hvortveggja ætir. „Þá heitir enn eitt hvalkyn fiskreki eða síldreki (þ. e. langreyður) og stendur nálega mönnum mest gagn af, því hann rekur til lands úr höfum utan, bæði síld ok allskyns aðra fiska ok hefir þó nokkot svo undarlega náttúru, því at hann kann at þyrma nálega bæði mönnum ok skipum ok rekur til þeirra síld og allskyns fiska, svo sem hann sé skipaður eður sendur til þess af Guði og sé þat hans skyllðar-embætti, æ meðan fiskimenn gæta með spekt sinnar veiði. En ef þeir verða úsáttir ok berjast, svo at blóði verðr spillt, þá er sem sjá-hvalur viti þat og fer þá millum lands ok fiska og rekur gjörvalla burt ok í haf út frá þeim, svo sem hann hefir áður rekit til þeirra“. Næst er nefndur hafurkytti, sem mun vera sami hvalurinn og sléttbakur, þá rosshvalur eða rauðkembingur, sem vera mun tilbúningur einn, og náhveli, er höfundur telur með öllu óætan hval og muni hver sem leggi sér hann til munns deyja skjótum dauða. Þá taka við stórhvelin, öll æt. Minnstur í þeirra hóp er borðhvalurinn eða búrhveli (kas- helot, spermasethvalur), sem er vel tenntur, með allt að 70 tönnum, en þó naumast lengri en 40 til 50 álnir. Helmingi stærri er skeljungurinn eða hnúfubakurinn, 70—80 álnir, sem er ólm- ur við skip, „og er þat hans náttúra, at ljósta skip með sundfjöðrum sínum, ellegar hann legst fyrir skip“. Honum stærri en mun meinlausari er norð- hvalurinn eða vaturhvalur, nú Grænlandshval- urinn, sem verður allt að 90 til 100 álnir. — „En þessi fiskur lifir hreinlega, því at þat segja menn, at hann hafi aungva fæðu aðra en myrkva og regn ok þat sem fellur úr lopti ofan á haf, ok þó at hann sé veiddur og innyfli hans sé opnuð, þá finnst ekki úklárt í hans maga, því at hans magi er hreinn ok tómur. Ekki má hann vel munn sinn opna, því at tálkn þau, er vaxin eru í munn honum, rífa um þurran munn hans, þegar hann lýkur honum mjök upp, ok hefir hann iðuglega af því bana, at hann má ekki munn sínum aptur koma“. Eftir eru þá risarnir tveir af hvalakyni. — Annar er reiður (steypireiður — bláhvalur), „ok er sá allra fiska beztur átu. Hann er hóg- vær fiskur ok ekki hættur við skip, þó hann fari nær; en sá fiskur er mikill ok langur vexti. Svo segja menn at þann hafi menn mestan veiddan, er XIII tygi álna var langur (130 áln- ir). Verður hann oft veiddur af veiðimönnum fyrir hógværi sinnar sakir ok spektar; er hann betri átum ok betur þefaður en nokkur fiskur annar þeirra, sem nú höfum vér umrætt. Þat er ok mælt, ef maður mætti ná aukningu fræs 13D VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.