Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1953, Side 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1953, Side 5
hans, svo at þat vissi til sanns, at af honum væri ok eigi af öðrum hvölum, þá væri þat ör- uggast til allra lækninga ok á móti öllum þeim sóttum, er menn fá“. Hinn er hafgufa, og mun þar átt við bláhval- inn. Um hann segir höfundur: „Einn fiskur er enn ótaldur, er mér vex heldr í augu frá at segja fyrir sakir vaxtar hans; því þat man flestum ótrúlegt þykja. Eigi kann ek skilvís- lega frá lengd hans at segja með álnatali, því at þeim sinnum er hann hefir birzt fyrir mönn- um, þá hefir hann landi sýnst líkari en fiski“. Segir höfundur, að tæpast muni vera í höfun- um nema tveir svona stórir fiskar til og eng- inn getnaður þeirra í milli. Hvernig hann nær mat sínum, lýsir höfundur á þennan hátt: „Þegar hann skal eta, þá gefur hann mikinn ropa upp úr hálsi sér, ok fylgir þeim ropa grör mikit ok áta, svo at alskyns fiskar, þeir er í nauð verða staddir, þá fara þangat ok samnast til bæði stórir ok smáir, ok hyggja at sér skuli aflast þar matur ok góð atvinna. En sá hinn mikli fiskur lætur standa munn sinn op- inn meðan, ok er þat hlið ekki, en sund nokkvot eða fjörður, ok kunnu ekki fiskarnir varast þat ok renna inn með fjölda sínum. En þegar er kviður hans er fullur ok munnur, þá lýkur hann saman munn sinn ok hefir þá alla veidda ok innbyrgða, er áður girntust þangat, at leita sér til matfanga“. Það sem nútímamaðurinn strax rekur augun í og staldrar við, er hann les framanskráðar lýsingar á hvölunum, er flokkun þeirra meö fiskum. Hvort sem höfundurinn nefnir smá- hveli eður stór, heita þau einu nafni fiskar. Nú vitum við, að hvalurinn er spendýr með heitu blóði, sem andar með lungum, fæðir unga, sem venjulega nefnast kálfar og er móðurmjólkin fæða þeirra fyrstu tvö árin og máske lengur. Og við vitum miklu meira um líf og lifnaðar- háttu þessara lagardýra, en sum þeirra eru stærstu og þyngstu spendýrin hér í heimi. Hvalveiðin hefir verið stunduð a. m. k. í rúm þúsund ár og venjulega af mikilli grimmd og óforsjálni hvað dráp dýranna snertir, en fjöldi hvalveiðimanna hafa lagt sig sérstaklega fram til þess að rannsaka og kynnast eftir hvaða leiðum hvalirnir fara í höfunum, á hverju þeir lifa, hvar þá sé helzt að hitta o. s. frv., og hafa þeir gert þetta bæði af forvitni og til þess að auka og auðvelda veiðina. Eigum við þeim mikið að þakka það, hvað nú vitum við um þessi merkilegu og mönnum nytsömu lagardýr, og á þessari öld hefir fjöldi líffræðinga og náttúru- fræðinga slegizt í hópinn að rannsaka byggingu hvala og lifnaðarháttu. í Noregi (Oslo) er kom- in upp sérstök stofnun eingöngu til hvalrann- sókna og bæði árin 1946 og 1947 gerðu Eng- lendingar út vísindalegan leiðangur þangað, sem mest er af hval í Suðurhöfum, til þess að rannsaka lifnaðarháttu hans og þróunarsögu. Hafa m. a. rannsóknir þessar, sem reknar hafa verið af merkum líffræðingum með hinni mestu nákvæmni og dugnaði, leitt í ljós að þessi risadýr voru upphaflega lítil, geltandi rándýr, sem læddust á hinum fornsögulegu strandlengj- um Norður-Afríku meðfram horfnum úthöf- um. Eru liðnar milljónir ára frá því að þetta var og frá því að dýr þessi fluttu sig af strönd- inni og út í sjóinn,, og þá varð umbreytingin. Fæturnir urðu óþarfir. Breyttust framfæturn- ir í bægsli, en afturfætur í sporð, sem er að því leyti frábrugðinn hinum lóðrétta fisksporði, að hann er láréttur. Hinn loðni feldur, sem veitti mótstöðu í vatninu, hvarf, en í staðinn varð húðin snoðin, gljáandi og glerhál og búk- urinn sérstaklega lagaður til þess að smjúga vatnið. Tanngarður rándýrsins gjörbreyttist. Hjá tannhvölunum verða tennurnar að vísu kyrrar, en í algerlega breyttri mynd, en hjá skíðishvöl- unum urðu þær að svonefndum skíðum, þ. e. hornkenndum tjöldum eða spjöldum, er hanga í munninum og notast sem símatæki. Hjá búr- hvelinu varð breytingin sérstæð, þannig að í neðri skoltinum aðeins eru tennur, en í efri skolti holur, sem eru mátulegar við tennurnar og ganga tennurnar upp í þessar holur þegar munnurinn lokast. Auk þess týndist hjá þeim hægra nefbein, sem veldur því, að nasholan eða öndunarpípan er aðeins vinstra megin. Þá er vinstra augað minna en hægra, og þetta hafa hvalveiðimenn fyrir löngu athugað og reyna því ætíð að komast vinstra megin að búrhvel- inu. Þá hafa hvalirnir týnt því skilningarviti, sem nefnist ilmur eða lykt. Vísindamennirnir hafa aðallega lagt stund á að rannsaka stórhvelin, svo sem bláhvalinn, steypireiðina og Grænlandshvalinn. Hver þess- ara risa er um 150 smálestir að þyngd. Þyrfti úr mannheimi 2000 fullorðna menn til þess að jafna vogarskálarnar og úr dýraríkinu á landi annað hvort 35 fíla eða 250 væna uxa. Aðeins dýr, sem lifir í sjónum, getur orðið svona stórt og þungt. Ef bláhvalur strandar, þá kafnar hann undir þunga sínum. Nýborinn bláhvals- kálfur vegur 2000 kg. og er um 7 metra lang- ur. Og vel mjólkar kýrin kálfinum, sem þyngist um 21 smálest (21000 kg.) á 7 mánuðum og lengist um 9 metra. Þar eð kálfurinn nærist eingöngu á mjólkinni á þessu tímabili, hefir VÍKINGUR 131

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.