Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1953, Page 9
Þorstemn Porstemsson á heimili sinu. Mynáin er tekin, þegar hann varð *ttráeöur.
hafði verið aðhafzt á atvinnusviðinu annað en
rétt til þess að draga fram lífið. Menn segja
að vísu, að á þessu merka tímabili hafi pen-
ingunum verið ausið út á báðar hendur af
lítilli fyrirhyggju og um skör fram, og er nú
líklega eitthvað til í því, en þá má líka taka
það með í reikninginn, að á sama tímabili var
peningunum ausið upp úr hinni stóru gullkistu
landsmanna, fiskibönkunum í kringum landið,
fyrir dugnað sjómanna, handa hinum til að
ráðstafa.
Eins og áður er sagt, hafa togarafélögin
verið rekin með stóru tapi síðustu 10 árin,
en þjóðarbúið hefur samt sem áður grætt á
útgerðinni. Það virðist því vera komið að
skuldadögunum og að útvegsmenn yfir höfuð
fari að njóta meiri skilnings valdhafanna en
hingaðtil, og að fullt tillit sé tekið til núver-
andi ástands sjávarútvegsins. En það dugar
ekki að taka á þessum málum með neinum
silkihönzkum. Það verður fyrst að horfast í
augun við raunveruleikann og svo finna ráð
til þess, að útvegurinn geti sjálfur staðið undir
sér með rekstur, viðhald, endurnýjun og aukn-
ingu, þó að togarar kunni að fá stríðsgróða af
nokkrum ferðum, sem er að vísu gott á meðan
góðu náir, þá er það enginn heilbrigður grund-
völlur. Ráðið til þess að útgerðin geti á ofan-
greindan hátt staðið undir sér. er ekki það að
skattpína fyrirtækin, bæði til ríkis og bæja,
ofan á taprekstur, heldur að taka upp þá sjálf-
sögðu og skyldugu reglu að heimta enga skatta
að neinu leyti, og heldur ekki útsvar, fyrr en
fyrirtækin hafa raunverulega grætt, og þá að
sjálfsögðu að skattleggja aldrei annað en nettó-
gróðann, hinn raunverulega rétta gróða, sem
fyrst kemur í ljós, ef nokkur verður, þegar
búið er að greiða allt það, sem ég gat um
áðan.
Sjávarútvegurinn á að mínu áliti að sitja
fyrir öðrum með ódýr lán og hagkvæm, og
smáútvegurinn jafnvel styrki. Ef hugsað er
V I K I N □ U R
135