Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1953, Side 12
Skipstjórinn í „hrafnshreiörinu".
það ekki í heljargreipum sínum, og ruggaði
og valt meira en nokkurt skip annað, sem ég
þekkti. Þetta gamla trausta skip hafði í 30 ár
staðizt snoppunga ægis. Nýi tíminn hafði fært
því rafmagnsljós og sterka vél, sem knúði það
9 mílur á vökunni. Eins og mörg önnur selveiði-
skip, var „Polhavet" byggt úr þykkri eik og
þakið „greenhart“. Það var því vel brynjað til
að standast hinn grimmilegustu tök stálgreipa
íssins.
Hinn veðurglöggi skipstjóri sá, að óveður var
í aðsigi og lét rifa seglin. Það var erfitt verk
og ekki heiglum hent, að fást við beinfrosin
seglin.
Johan Vartdal hét hinn ágæti skipstjóri okk-
ar. Hann er 44 ára gamall og einn kunnasti
skipstjóri Noregs á íshafsslóðum. Skipshöfnin
var 16 manns, 11 þeirra voru hinir eiginlegu
selveiðimenn leiðangursins, tveir voru synir
skipstjórans og hinir voru skyldmenni hans.
Allt voru þetta ungir menn, frá 17 til 30 ára
aldurs.
1 samfloti við okkur var annað skip, „Kvit-
ungen“. Skipstjórinn á því skipi var frændi
Vartdals.
Öskrandi norðvestan stórviðri tafði för okk-
ar. Það veður hélzt alla vikuna, sem við vorum
á leiðinni til Jan Mayen. Gegnum gloppur í þok-
unni komum við auga á þessa hálendu eyju,
þetta virki náttúrunnar á þessum norðlægu og
eyðilegu slóðum. Sumir telja Jan Mayen mesta
illviðrabæli heimsins.
Norðmenn hafa veðurathuganastöð á eynni
árið um kring. Við höfðum loftskeytasamband
við veðurathuganastöðina á hverjum degi, en
gátum ekki komizt í land vegna óhagstæðs veð-
urs. Auk þess sem þeir sendu okkur veður-
fregnir tvisvar daglega, sendu þeir góðfúslega
skeyti og kveðjur til vina okkar og ættingja
heima í Noregi.
Helmingur skipshafnarinnar hafði þjáðzt af
sjóveiki á leiðinni norður eftir, en eftir að hún
var um garð gengin, snerist hugur og tal allra
aðeins um eitt: sel og aftur sel!
Skipstjórinn var daginn út og daginn inn
uppi í „hrafnshreiðrinu“ (tunnunni á fram-
mastrinu), að skygnast eftir rekísnum. Hann
kom niður stöku sinnum til að gleypa í sig bita
og hita sér, en það var aðeins stutt stund í einu
og svo var aftur „setzt í hreiðrið".
Allan sólarhringinn var hlustað eftir loft-
skeytum frá öðrum skipum, er komin voru
lengra norður, til þess að fá fréttir af ísreki
og vita hvort vart hefði orðið við selavöður.
Norsk lög segja fyrir um hvenær selveiðin
megi hefjast. Síðastliðið ár (1946) máttu sel-
veiðarnar ekki byrja fyrr en 23. marz, kl. 7
árdegis. Þessi verndunarregla styðst við rann-
sóknir á lifnaðarháttum selsins, er framkvæmd-
ar voru um nokkurt árabil af Per Höst, hinum
þekkta dýrafræðing, fyrir norsku stjórnina. —
En skipin þurfa að vera á staðnum að minnsta
kosti viku áður en veiðarnar hefjast, til þess að
athuga ísrek og aðstæður og reyna að finna
selahjarðir. Þetta getur oft kostað mörg hundr-
uð mílna siglingu gegnum rekísinn.
Frá Jan Mayen sigldum við norður á 74.
breiddargráðu. Ekkert nema opið haf. Skip-
stjórinn setti stefnuna til vesturs. Næsta dag
sáum við fyrstu hafísjakana, ,,útverði“ Vestur-
íssins.
Brátt sáum við fram undan bjarmann upp
af stórísflákanum. Þessi „ísblika" er endurkast
frá ís, sem liggur handan við sjóndeildarhring-
inn. Nokkrum stundum síðar lögðum við inn í
ísbreiðuna.
Það var eins og maður kæmi inn í nýja, furðu-
lega veröld. Hin snöggu umskipti voru ein-
kennileg, kyrrðin varð drungaleg. Litlir ísjakar,
í laginu eins og pönnukökur, umluktu okkur.
öðru hverju sáum við seli á sundi í auðu renn-
VÍKINEUR
13S