Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1953, Side 15
Magnús Jensson:
Þegar storskipii) Champellion fórst
Sjaldgæft mun að stórviðri verði á Miðjarð-
arhafi á borð við þau, sem tíð eru á vetrum á
Norður-Atlantshafi, en þar getur þó hvesst
og gerir stundum, svo að stormur verði með
kröppum og kraftmiklum sjó, sem getur orðið
hættulegur litlum og lélegum fleytum, sem í
þúsundatali stunda fiskveiðar við strendur
hinna ýmsu landa, sem þar liggja að sjó. Enda
kemur stundum fyrir, að þessir illa útbúnu bát-
ar týna tölunm og nokkur mannslíf fara forgörð
um. Hitt mun þykja tíðindum sæta, að stórt far-
þegaskip, eða svokallað línuskip, fari sér að
voða á þessum slóðum, jafnvel þó að allt geti
komið fyrir í dimmviðri, sem orsakar aukna
árekstrarhættu á þessu fjölfarna hafi.
Það vakti því ekki alllitla athygli í löndunum
við Miðjarðarhaf og reyndar um allan heim,
er hið stóra og glæsilega 12,500 lesta franska
farþegaskip Champellion fórst í brimgarðinum
nálægt Beirut, höfuðborg Libanon, í febrúar-
mánuði síðastliðnum. Skipið, sem oft var kall-
að „drottning Miðjarðarhafsins“, var á venju-
legri áætlunarsiglingu milli stórhafnanna við
austanvert Miðjarðarhaf og hafði innanborðs
111 farþega auk áhafnarinnar, sem var 212
manns, er það sigldi á land í stormi og brimi,
skammt frá Beirut.
Strax og skipið kenndi grunns, var það ofur-
selt brimgarðinum og ekki við neitt ráðið. Það
hallaðist brátt frá landi, móti sjóunum og tók
þegar að brotna ofan af því, auk þess sem
skrokkurinn rifnaði um miðju. Engum björg-
unarbát varð komið út frá skipinu og virtist
fátt ráða til björgunar þessum mörgu manns-
lífum, því að ekki varð komizt að skipinu frá
sjó, en í landi var ekkert um slysavarnir eða
björgunartæki. Skipstjórinn ráðlagði því þeim,
er syntir voru, að reyna að bjarga sér í land
á sundi, og fóru 50 menn að þeim ráðum, með
þeim árangri, að 15 þeirra fórust.
Brátt safnaðist múgur og margmenni á
strandstaðinn, eða eftir því sem talið var, um
250.000 manns. Fiskimenn frá Beirut, ásamt
flóttamönnum frá Palestínu, er bjuggu í flótta-
mannabúðum í nágrenninu, hrundu hvað eftir
annað hinum litlu bátum sínum á flot, í tilraun
til að komast út að skipinu, en þá rak jafnskjótt
til sama lands eða hvolfdi í brimgarðinum. —
Slökkvilið Beirutborgar var þá sent á vettvang,
en gat að sjálfsögðu lítið aðhafzt með þeim
tækjum, sem það hafði yfir að ráða. Aðalverk
þess varð því að halda uppi reglu meðal mann-
fjöldans og hirða það, sem að landi rak.
Þannig liðu tveir sólarhringar milli vonar og
ótta hinna mörgu, sem enn voru um borð í skip-
inu, og þúsunda áhorfenda í landi. Þá tók veður
og brim heldur að lægja og nú kom á vettvang
enskur tundurspillir, sem dældi út olíu til að
lægja brimölduna. Loks tókst hafnarbát frá
Beirut að komast til strandstaðarins og hófust
þá raunhæfar aðgerðir.
Eftir að hafnarbátnum hafði tekizt að kom-
ast þrjár ferðir út að skipinu og taka fullfermi
af fólki í hvert sinn, var orðið það rólegt í sjó-
inn að smærri bátar komust einnig út og gátu
aðstoðað við björgunina, þar til allir um borð
höfðu komizt lifandi á þurrt land.
Að svona vel tókst til við þetta strand, að
Hjálparmenn vaða fram í brimgarðinn. Bátur reynir að
komast út að skipinu.
V I K I N G U R
141