Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1953, Page 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1953, Page 21
hann gat fljótt valið um skiprúm. Haust og vetra réri hann frá Suðureyri á árabátum og var formaður veturinn 1905—1906. Síðla vetrar 1906 kom fyrsti vélbáturinn til Suðureyrar. Var það um það leyti, sem Frið- bert var að fara til skips. Hann sá brátt hvers virði slík tæki voru og lagði þegar drög til að fá smíðaðan vélbát, sem yrði albúinn um haustið. Bát þennan lét hann byggja í félagi við Magnús Örnólfsson, skipstjóra sinn, og áttu þeir hann saman í nokkur ár, en síðar eignaðist hann bát- inn allan. Báturinn var albúinn á ákveðnum tíma og hóf Friðbert róðra á honum um haust- ið. Á þessum bát var hann formaður í 7 ár, sótti hann sjó með kappi og dugnaði og farnaðist honum jafnan vel og fékk góðan afla. Fyrstu vélbátarnir voru allir litlir, flestir nálægt fjögur tonn, en brátt fóru menn að fá stærri báta og fylgdist Friðbert með því. Árið 1913 keypti hann 10 tonna bát og var Jón Grímsson, þáverandi verzlunarstjóri á Suður- eyri meðeigandi hans. Ekki varð Friðbert þó lengi á þeim bát, því að árið eftir keyptu þessir sömu menn vélskipið Rask, sem þá var nýkomið frá Svíþjóð, eitt hið vandaðasta og stærsta fiskiskip, sem þá þekktist. Á Rask var Friðbert skipstjóri til vetrarloka 1922, en þá hætti hann sjómennsku, eftir að hafa verið á þilskipum og vélbátum í nær 30 ár. Þó að hann hætti sjómennsku hélt hann áfram útgerð og átti jafnan einn eða fleiri báta, ýmist einn eða með öðrum. Tók hann afl- ann, sem að landi kom, verkaði hann fyrir er- lendan og innlendan markað og sá um sölu hans. Starfsemi þessi jókst mjög eftir 1930, en þá keypti hann m.b. Freyju, gamalt og happasælt veiðiskip frá ísafirði, sem enn er hið traustasta, og oftast hafði hann annan bát sam- hliða henni. Lagði hann jafnan kapp á að hafa góða útgerð og vanda útbúnað báta sinna. Auk þess sem hann keypti fisk af eigin skipum og sá um verkun hans, keypti hann tíðum fisk af öðrum og varð því þessi starfsemi hans stund- um allumfangsmikil. Hann lagði mikið á sig við þessi störf, gerði hann meira en sjá um framkvæmdir og verk- stjórn, því að daglega vann hann með verka- mönnum sínum, og auk þess annaðist hann alla bókfærslu. Jafnframt þessu gegndi hann hrepp- stjórastörfum og tóku þau mikinn tíma, ekki sízt síðustu árin. Friðbert kunni ekki að hlífa^sér, er hann gekk að verki. Hann lærði aldrei þá list. Það má því fullyrða, að kraftar hans voru að þrot- um komnir, er hann síðast sleppti verki úr hönd. í byrjun árs 1949 var heilsu hans þannig komið, að hann varð að fela öðrum verkstjórn, og upp frá því fór heilsu hans stöðugt hnign- andi, gat þó um nokkurt skeið annast fram- kvæmdastjórn og bókfærslu með lítilli aðstoð. Nálægt tvö síðustu árin hafði hann mann við þessi störf, en gat þó fylgst með öllu fram undir síðustu stundu. Eins og fleiri athafnamenn, varð Friðbert stundum fyrir smááföllum, en hann „æðraðist ekki, þó að inn kæmi sjór og endur og sinn gæfi á bátinn“. Hann kappkostaði að halda öllu i réttu horfi og tókst honum jafnan að rétta við, þó að á hallaði um stund. Jafnframt útgerðinni og þeim störfum, sem henni fylgdu, rak hann búskap í mörg ár. — Frekar gerði hann það sér til gamans, en að sú atvinnugrein væri honum tekjuauki, því að vinnu alla varð hann að kaupa. Þegar heilsan bilaði, hætti hann við kvikfjárræktina. Friðbert var öflugur stuðningsmaður flestra framfaramála kauptúnsins, en þó sérstaklega þeirra, er snertu sjávarútveginn. Hann var einn þeirra manna, sem stofnuðu síldveiðifélagið Höfrung 1907. Tilgangur þess félags var að veiða síld til beitu. Því miður gat það ekki starfað nema fá ár, því að vorsíld hætti að ganga í fjörðinn, en engu að síður varð það al- menningi til mikilla hagsbóta þann tíma, sem það gat starfað. Þá var hann einn af stofnend- um Ishússfélags Súgfirðinga og einn þeirra, er undirbjuggu stofnun þess. Það félag starfaði í rúm 30 ár og reyndist stofnun þess hið þýðing- armesta og happadrýgsta spor, sem stigið hefur verið í þeim málum. Á fundum þar sem rædd voru vandamál útvegsins, var hann jafnan mættur. Var hann þar ákveðinn í skoðunum en þó gætinn og varfærinn. Hann var með að stofna Sparisjóð Súgfirð- inga 1912 og var alla tíð ábyrgðarmaður hans. Nokkur fyrstu árin var hann í stjórn sjóðsins og oft endurskoðandi hans. Þá tók hann ávallt mikinn þátt í opinberum málum, bæði í landsmálum og málum hrepps og héraðs. Var hann prýðilega máli farinn og varði málstað sinn djarflega en með fullum drengskap. Nokkrum sinnum var hann í hrepps- nefnd og reyndist þar áhrifamikill. Hreppstjóri var hann skipaður 1923, og hélt þeirri stöðu til ársbyrjunar 1949, er hann varð að segja af sér vegna heilsubrests. Friðbert kvæntist 1905 eftirlifandi konu, Elínu Þorbjarnardóttur, dóttur Þorbjarnar Gissurarsonar og Sesselju Magnúsdóttur, sem lengi bjuggu á Suðureyri. Elín er mæt kona og ein þeirra kvenna, sem hafa haft heimilið fyrir verksvið og vígi, enda útheimti húsfreyjustað- VÍKINGUR 147

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.