Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1959, Qupperneq 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1959, Qupperneq 2
í þessum greinum í Sjómanna- sk'.lanum eða á fiskiskipstjórn- arn 'mskeiðunum. Næsta skrefið verður að sam- tök okkar knýi á hjá Alþingi og ríkisstjórn um tafarlausar að- garðir. Vonandi verður Alþingi ekki svo illa skipað, þegar það kemur saman í haust að enduð- um kosningum, að ekki fáist bætt fyrir þau mistök, sem þegar hafa orðið í þessum málum. Okkur verður skammgóður vermir að því að dingla á eftir öðrum þjóðum í hagnýtingu sjávaraflans. Ef nokkur von er til þess að við höldum okkar hlut í hinni hörðu samkeppni bæði utan frí- verzlunarsvæðisins og innan neyðumst við til að hugsa a,f meiri raunsæi um okkar stöðu jafnt meðal fjarlægra og ná- lægra þjóða. Það, sem gera verður í þess- um efnum án tafar, er í höfuð- atriðum eftirfarandi: Gerðar verði ráðstafanir til þess að samin verði kennslubók um fiskveiðar, fiskaðgerð og allar helztu greinar fiskvinnslu okkar íslendinga. Stefnt verði að því, að slík kennslubók verði tilbúin fyrir haustið 1960 og hefjist þá jafn- hliða kennsla í fagskólum um þetta efni og fleiri skólum, ef ástæða þykir til. Á námskeiðum Stýrimanna- skólans og í hinni almennu fiski- mannadeild skólans verði með- ferð á fiski, hirðing fiskiskipa og fiskvinnsla gerðar að próf- skyldum námsgreinum. Þettaeru þær lágmarkskröfur, sem nauð- synlegt er að verði uppfylltar. Þar til þetta er komið í kring er þýðingarmikið að haldið verði áfram á þessu hausti og í vetur með fræðsluerindi þau, sem byrj - að hefur verið á. Fé þarf að veita á fjárlögum þessa árs til þessarar starfsemi, það ríflegt, að hér verði ekki um neitt hálf- kák að ræða. Það er von okkar allra, sem að sjómannasamtökunum standa, að góðir og þjóðhollir menn eigi sízt þeir, sem völd og aðstöðu hafa í þjóðfélaginu, leggist á eitt u,m að hrinda þessum málum í framkvæmd. Mikil verðmæti fara árlega forgörðum í fiskframleiðslu okk- ar, alltof oft sakir þekkingar- leysis eða jafnvel trassaskapar. Það er skylda okkar að draga úr því tjóni. Ein þýðingarmesta leiðin til þess er að okkar dómi sú, að koma fræðslu um þessi efni inn í skólana og þá fyrst og fremst fagskóla sjómannastéttarinnar. Með því er verið að vinna fyrir framtíðina og treysta grunn þess aðalútflutningsvegs, sem við íslendingar verðum að byggja á um langa framtíð. RegLvgcrðir um fislcimat eru aðeins skriffinnska ef ekki er lcennd liagnýt meðferö fisks frá fyrsta handtaki til útflutningsstundar. 186 AÐSEND BREF JJ. Sf erra ritiljóri U UL yomannat tngó Síðan Sjómannablaðið Víking- ur byrjaði að koma út fyrir 20 árum hefur það flutt margar góðar og gagnlegar greinar eft- ir menn úr röðum sjómanna og oft eftir menn úr öðrum stétt- um og starfsgreinum. Stundum er deilt á starfandi sjómenn fyr- ir að skrifa of lítið í blaðið. En er nokkur ástæða til þess? í fyrsta lagi hafa margir þeirra skrifað í blaðið öðru hvoru og sumir að staðaldri. í öðru lagi er á það að líta að sjómennska og blaðaskrif eru óskyld störf. Sjómenn eru yfirleitt ekki undir það búnir eða til þess þjálfaðir að skrifa ritgerðir. Margir sjó- menn einkum þeir eldri hafa að- eins notið stuttrar kennslu í barnaskóla og síðan stuttrar kennslu í Sjómannaskóla. Þetta er allt og sumt. Er nokkur ástæða til að furða sig á því þó að menn, sem notið hafa jafn lítillar tilsagnar í íslenzku og jafn lítillar æfingar í að skrifa séu ekki allt af með pennann í höndunum jafnframt því að þeir stunda störf, sem lítið eða ekk- ert eiga skylt við ritstörf. Þrátt fyrir þá erfiðleika, sem við er að etia hefur það sýnt sig, að margir sjómenn skrifa all vel og sumir ágætlega. Ber einna helzt að furða sig á því. Gott dæmi um þetta er greinin „Hafnar- mannvirki á íslandi" eftir Jón Eiiúksson, í síðasta tölublaði. í stuttu máii. Þetta er fyrirmynd- argrein og hið þarfasta verk. Aðrar greinar Jóns um tilteknar hafnir, sem komið hafa í öðrum tölublöðum Víkingsins bera höf- undi sínum líka fagurt vitni. Þá væri vel, ef ráðamenn um hafn- argerðir á Islandi kynntu sér það sem Jón Eiríksson segir um þessi mál. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.