Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1959, Síða 3
Svanur Sigurðsson stýrim.
Oryggi smábáta
Varnaðarorð við slysahættu.
Undanfarin ár hefur smá-
bátaútvegurinn farið vaxandi á
ný á Islandi, sem að líkum læt-
ur vegna hagstæðs fiskverðs og
lítils útgerðarkostnaðar.
Hringinn í kring um landið
má sjá fjölda smábáta að hand-
færaveiðum, báta allt frá einni
rúmlest að stærð og á mörgum
þeirra er aðeins einn maður. Á
fjölda af þessum báturn eru
bátsstjóramir menn, er ekki
þekkja alþjóða siglingareglur
hið minnsta og kunna þar af
leiðandi ekki svo mikið sem að
,,víkja“ rétt.
Eru þessir bátar okkur, sem
siglum mikið stærri skipum á
ströndinni, þymir í augum
vegna vankunnáttu bátsstjór-
anna, jafnvel í björtu veðri. Nú
er að sjálfsögðu stór hluti af
sjómönnum þeim, er róa á þess-
um smábátum, reyndir sjómenn
og haga sér samkvæmt því, en
við þekkjum þá ekki frá þeim
óvönu, svo óhjákvæmilega verð-
ur að liaga siglingu svipað gagn-
vart þeim öllum.
Tvisvar hef ég orðið sjónar-
vottur að því, að bátar hafa
siglt þvert fyrir verzlunarskip
á „öfugu borði“ aðeins af leik,
að því er virtist, því strax og
þeir voru komnir fyrir stefni
skipsins breyttu þeir stefnu og
sigldu í gagnstæða átt við verzl-
unarskipið. í bæði þessi skipti
þurftu skipin að ,,bakka“ fulla
ferð til að forða árekstri, þar
sem stjórnendur þeirra höfðu
raunverulega ekki rétt til að
víkja í öfugt borð, þótt það virt-
ist afar auðvelt í augum mann-
anna á bátunum, sem auðsjáan-
lega vissu ekki hvað siglinga-
reglur voru.
Mörg fleiri dæmi mætti nefna
svipaðs eðlis, sem hægt er áð
VÍKINGUR
rekja beint til vankunnáttu báts-
stjóranna á auðveldustu sigl-
ingareglum. Þessir menn athuga
ekki að þeir eru að leika sér með
sitt líf og þeirra manna, sem
með þeim eru á bátunum, því
hæglega gæti illa farið, ef stýi'i-
menn eða skipstjórar stærri
skipa, sem leið eiga um svæði
smábátanna, hefðu ekki fulla gát
á dutlungum áðurgreindra
manna.
Sigling í dimmviðri mun þó
ávallt hættulegust, og er mikið
lán að ekki hafa hlotizt fleiri
slys við þær kringumstæður en
raun ber vitni um. Að vísu er
ratsjáin óimetanlegt öryggis-
tæki, en þó ekki það fullkomin,
að hægt sé að treysta einvörð-
ungu á hana. í logni og sléttum
sjó er hægt að greina smábáta
í góðri ratsjá, en í kalda, þótt
sléttur sjór sé, er illmögulegt að
greina bátana frá sjótruflunum,
(Clutter) og væru það þá aðeins
hljóðmerki frá bátunum, sem
gæfu til kynna afstöðu þeirra
frá skipunum, en því miður, þá
kemur mjög sjaldan fyrir, að
smábátar gefi frá sér hljóð-
merki, þótt þeir séu alveg í leið
skipsins og heyri á hljóði frá
þokuhorni þess, að það nálgast.
Annað hvort hafa þessir bátar
ekki þokuhorn meðferðis eða að
stjórnendur þeirra gefa sér ekki
tíma til að nota það og treysta
algjörlega á forsjónina og
stjórnendur hinna stærri skipa,
sem oft hafa slæma aðstöðu svo
sem fyrr er nefnt.
Væri hér þörf skjótrar úr-
lausnar á einhvern máta, áður
en íleiri slys ber að höndum
vegna framan skráðs, og ættu
þeir, sem hlut eiga að máli að
athuga möguleika á róttækum
ráðstöfunum til að auka öryggi
sjoiarenda við ísland gagnvart
þessari hættu.
Þær leiðir, er mér hefur kom-
ið til hugar að stuðla mættu að
auknu öryggi smábáta, eru: t
fyrsta lagi, að dreifa alþjóða-
siglingareglunum sérprentuðum
til allra þeirra, er stunda sjó-
róðra á smábátum, og gætu t. d.
fulltrúar skipaskoðunarinnar í
hverjum landshluta séð um
dreifingu reglnanna. Mættu þær
greinar siglingareglnanna, er
mesta þýðingu hafa fyrir bátana
vera undirstrikaðar eða auð-
kenndar á annan hátt.
t öðru lagi: að skylda hvern
smábát til að hafa meðferðis
„ratsjármerki“, sem reisa mætti
í bátnum í dimmviðrum og með
því auðvelda, að stærri skip sæju
bátinn í ratsjám sínum. Það
vita allir sem reynslu hafa á
þessum málum, að trébátar end-
urkasta ratsjáöldum mjög illa,
en ratsjáipierki hafa reynzt vel
t. d. á ljósduflum á siglingaleið-
um og víðar.
t þriðja lagi mætti skylda alla
báta til að vera með rafmagns-
þokuhorn þannig útbúið, að ekki
þyrfti annað en að þrýsta á
hnapp til að „flauta“. Mætti
hafa þetta þokuhorn í sambandi
við rafgeymi sem annaðhvort
væri hlaðinn í landi eða um
borð í bátnum sjálfum þar sem
það er hægt.
Þessi útbúnaður ætti að auka
öryggi sjófarenda að mun og er
ekki dýr, hvorki í viðhaldi né
stofnkostnaði. Væri engum báts-
eiganda vorkunn að leggja út
peninga til slíks, ef það mætti
verða til þess að forða manns-
lífum sem aldrei verða metin til
fjár.
Flestir smábátar eru hvítmál-
187