Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1959, Page 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1959, Page 5
Grímur Þorkelsson þýddi. Saltkirtlar Sérstakt líffæri, sem burtnemur salt, gerir sjófuglum fært að drekka sjó. Eins og kunnugt er, verður mönnum ekki gott af að drekka sjó. Maður sem drekkur sjó, verður enn þyrstari á eftir. Nýr- un hreinsa salt úr líkamanum. Til þess að hreinsa burt saltið, sem er í sjó, sem fer niður í magann þurfa nýrun vatn til viðbótar. Það vatn taka þau af þeim forða, sem í líkamanum er. Við það vex þorstinn. Vatns- forði líkamans minnkar einnig vegna þess, að auk salts inni- heldur sjórinn magnesíum, sul- fate, en það veldur niðurgangi. Flest hryggdýr, sem anda að sér lofti, þola ekki að drekka sjó, en sum þola það þó vel. Margir fuglar, skriðdýr og spendýr lifa nú í sjó eða halda sig úti á sjó hundruð mílna frá fersku vatni, en forfeður þeirra voru landdýr. Sum þessara dýra, svo sem sjó- skjaldbökur, selir og albatrossar, fara í land aðeins til að eignast afkvæmi. Hvalir, sækýr og sæ- slöngur eiga afkvæmi sín í sjó og hafa a'gerlega yfirgefið þurr- lendið. En öT þessi dýr, eins og mað- urinn þola ekki meira salt í blóði sínu og líkamsvökvum en eitt prósent, en það er minna en þriðji hluti af saltsterkju sjávar. Ef þau drekka sjó, verða þau á einhvern hátt að losna við saltið, sam þau þola ekki. Maðurinn getur aðeins drukkið sjó á kostn- að líkamsvökva sinna, þar sem nýrun ráða ekki við sterkari saltupplausn en tvö prósent í mesta lagi. Þá verður hann að framleiða hálfan annan pott af þvagi fyrir hvern pott af sjó, sem hann drekkur. mismunurinn á þessu eru líkamsvökvar hans. Ef önnur dýr drekka sjó, hvern- ig s'e :dur þá á því, að þau þorr.a ekki upp? Ef þau drekka ekki sjó, hvar fá þau það vatn, sem þau þurfa? VÍKINGUR Hvernig sjófuglar og sjóskrið- dýr fara að því að losa sig við saltið í sjónum, sem þau drekka, virðist vera vandasöm spurning til úrlausnar. Máfur yrði að framleiða meira en tvo potta af þvagi til þess að losna við saltið í einum potti af sjó. Samt hafa margir séð máfa drekka sjó. Líf- eðlisfræðingar hafa haldið því fram að ekki væri víst, að fugl- arnir drykkju sjó, þótt svo liti út. Hin afkastalitlu nýru þeirra styrktu þá skoðun, að þeir gerðu bað ekki. Tveggia ára rannsókn- ir okkar hafa sýnt, að þó líf- eðlisfræðingarnir segi satt um nýrun, þá drekka fuglarnir sjó engu að síður. Aðal salthreins- unarlíffæri þeirra eru ekki nýr- un. Það er sérstakur kirtill í höfðinu, og er hann miklu öfl- ugri salthreinsari en nýrun eru. Rannsóknir okkar benda til þess, að allir sjófuglar og sennilega öll sjóskriðdýr hafi þennan kirtil til að bera. Hin augljósa aðferð til þess að sannprófa hvort fuglar þoli að drekka sjó eða ekki er að láta þá gera það. Ef frjálsir máfar eru látnir drekka sjó, þá kemur í ljós, að þeim verður ekkert rneint af honum. Við mældum, hversu mikill sjór rann niður í maga"n á máfum gegnum pípu. Þeir þoldu mjög mikið. Þvag- renrsli fuglanna jókst greini- lega, en það skilaði ekki nema litlu af því salti, sem ofan í maga fuglanna hafði farið. Mest’ir h’uti saltsins kom fram á litlausum vökva, sem draup niður frá broddi nefsins. í leit að hvaðan hinn litlausi vökvi kæmi, breiddist athyglin að nef- kirtlunum. Þeir eru tveir í öllum fuglum og hefur hlutverk þeirra fram til þessa verið óþekkt. Vís- indamenn höfðu lýst þeim fyrir einni öld síðan og bent á að þeir væru langtum stærri í sjó en landf uglum. Stæ?ðarmunur inn benti til þess, að þeir hefðu sér- stöku hlutverki að gegna hjá sjó- fuglum. Sumir gátu þess til. að kirtillinn framleiddi vökva til þess að halda slímhúð nasanna hreinni. Við komum pípu fyrir í út- rennslisgöngum kirtilsins og náðum þannig í sýnishorn af kirtilvökvanum. Hann reyndist vera næstum fimm prósent klór- sódaupplausn. miklu sterkari en táravökvi og allt að helmingi sterkari en sjór. Kirtillinn er þannig ekki til að halda slímhúð nasanna hreinni, heldur til að burtnema “ salt. Rannsóknir á vökva annara kirtla í höfði fugl- anna sýndu, að aðeins nefkirtl- arnir framleiða þessa sterku upplausn. Nefkirtlar sjófuglanna geta hreinsað burt óhemju af salti. Við létum máf drekka 134 ten- ingscentimetra af sjó. Það jafn- gildir um einum tíunda af skrokkþunga hans og samsvarar því, að maður drykki sjö og hálfan pott af sjó. Enginn mað- ur þyldi slíkt. hver einasti mað- ur yrði veikur af aðeins litlum hluta þess. Máfnum varð ekkert meint af þessu. Eftir þrjá tíma var hann orðinn laus við næstum allt saltið. Kirtlarnir höfðu framleitt mun minni vökva en nýrun, en þeir höfðu skilað burtu 90 prósentum af saltinu. Vökvinn, sem saltkirtillinn framleiðir, er um það bil fimm sinnum saltari en blóð og aðrir vökvar fuglsins. Hvernig fer líf- færið að þessu? Smásjárrann- sóknir leiða í Ijós, að hann er gerður úr mörgum sívala snepl- um, hver þeirra er úr nokkrum þúsundum örmjórra pípugreina, sem geisla út frá miðpípu, líkt og hár í flöskubursta. Pípurnar eru um einn þúsundasti úr þumlungi í þvermál, þær gefa frá sér hinn salta vökva. Háræðar flytja blóðið sam- hliða saltvökvastraumnum í píp- unum, en í mótsetta átt. Hið mótsetta rennsli virðist auðvelda upptöku salts úr blóði háræð- 189

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.