Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1959, Síða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1959, Síða 7
þunga sínum af þvagi á sama tíma. Venjuleg framleiðsla er þó mildu minni. Annar aðalmunur er sá, að saltkirtillinn starfar aðeins öðru hvoru, þ. e. þegar þörf er á að hreinsa salt úr blóðinu. Nýrun gefa hinsvegar stöðugt frá sér vökva, en misjafnlega ört. starfsemi saltkirtilsins fer eftir saltmagni blóðsins. Ef salt- blöndu er sprautað inn í blóð fuglsins, fer kirtillinn að gefa frá sér vökva. Þetta bendir til þess, að miðstöð, sennilega í heil- anum, gefi gætur að styrkleika saltsins í blóðinu. Kirtillinn svarar áhrifum frá taugagrein andlitsins, ef hún er örvuð með rafstraum fer kirtillinn þegar að gefa frá sér vökva. Þó gerð og störf saltkirtilsins sé í aðalatriðum eins hjá öllum sjófuglum, þá er staðsetning hans breytileg. Á máfum og öðr- u,m fuglum er hann efst í höfð- inu, fyrir ofan augnatóftirnar. Á skörfum og hafsúlum er hann fyrir neðan augun, milli þeirra og nefganganna, en hvort sem er, þá opnast kirtillinn inn í nef- göngin. Hinn salti vökvi rennur út um nasaopin á flestum teg- undum og drýpur niður frá nef- broddinum. Nokkur athyglisvei’ð frávik eru þó frá þessari aðal- reglu. Á pelikönum eru tvær grópir í hinu langa yfirnefi, þær leiða vökvann fram að nefbroddi. Annars gæti vökvinn komist nið- ur í undirnefið og þaðan niður í maga. Á skörfum og hafsúlum eru nasaopin óvirk og þakin húð. Vökvinn rennur út um innri nasaop í munnþakinu og þaðan að nefbroddi. Á stormfuglinum er athyglis- verður útbúnaður til þess gerður áð fuglinn geti losað sig við salt- vökvann á hagkvæman hátt. Nasaopin eru framlengd ,með tveimur stuttum pípum, sem liggja ofan á nefinu. Þegar salt- kirtillinn starfar skýtur fuglinn smávökvadropum út um pípurn- ar. Þessi tilhögun varpar nokkru ljósi á lifnaðarhætti fuglsins og hæfni hans til að laga sig eftir þeim. Fuglinn hefst við út á VÍKINGUR hafi mánuðum saman, en setst sjaldan á sjóinn til að hvila sig. Líklegt er, að loftstraumur á hinu stöðuga flugi, myndi tefja útferð vökvans úr nösunum, kæmi ekki vatnsbyssustarf pípn- anna til. Rannsóknir okkar til þessa hafa sýnt, að saltkirtill er í þess- um fuglategundum: Fiskimáf, svartbaks-máf, kríu, Litla-Blá- hegra, svartskreið, (black- skimmer), teistu, Lousíana- hegra, skarfi, brúna-pelíkana, hafsúlu, stormfugli, albatrossa, æðarfugli og Humboldt-mörgæs. Þessar fuglategundir frá svæð- um víðsvegar á hnettinum aru af mörgum aðaltegundum sjófugla. Lítill vafi er því á að þetta merkilega líffæri gerir öllum sjó- fuglum fært að losna við saltið í sjónum, sem þeir drekka og að þeir þurfa ekki á fersku vatni að halda. Fundur saltkirtilsins í sjó- fuglum, varð til þess að við hóf- um leit að sambærilegu líffæri í öðrum sjódýrum sem anda að sér lofti. í Ævintýrum Lísu í TJndralandi grætur gerviskjald- bakan sáran vegna þess, að hún er ekki skjaldbaka í raun og veru. Raunverulegar skjaldbök- ur, að minnsta kosti sjóskjald- bökur, gráta líka á sinn hátt. A. F. Carr, frægur franskur sér- fræðingur u,m allt, sem snertir sjóskjaldbökur, segir skemmti- lega sögu af Kyrrahafs Ridley skjaldböku. sem kom í land til að verpa. Hún byrjaði þegar að úthella miklu af tárum. Þegar hún var búin að grafa hreiðrið, streymdu tárin jafnt og þétt. Þegar hún fór að verpa, voru augu hennar lokuð og límd yfir með tárvotum sandi. Áhrifin voru mjög dapurleg. Carr tekur skýrt fram, að tárin hafi ekki verið til að þvo sand úr augun- um. Ekki kemur til mála, að gráturinn sé af þrautum sam- fara varpinu, Við höfum komist að því. að tár sjóskjaldbökunnar koma frá kirtli, sem er bak við augun. Tár hennar eru að mestu úr sömu efnum og saltkirtilvökvi sjófugl- anna. Þannig virðist meira en sennilegt, að grátur skjaldbök- unnar sé gerður til þess að losna Vökvanum sem sallkirtillinn framleiðir blæs stormfuglinn út um pípur ofan á nefinu. Fuglinn er á stöðugu flugi og hefur þróað með sér „vatns- byssu" til að losna við vökvann. 191

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.