Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1959, Qupperneq 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1959, Qupperneq 11
------F------ Flöskupóstnr Ungur sænskur sjómaður skrifaði að gamni sínu dag nokkurn árið 1956 bréf, er hann stakk í flösku og henti í sjóinn. I bréfinu var hin fagra stúlka sem kynni að finna bréfið beð- in að skrifa sendandanum kveðju sína. Árið 1958 fann fiskimaður á Sikiley flöskuna, og gaf hinni fögru dóttur sinni Paoiina, að gamni sínu bréfið. Hún skrifaði — einnig að gamni sínu — hin- um sænska sjómanni Aake Vi- king og skýrði honum frá bréf- fundinum. Bréfaskipti þeirra urðu meiri og svo kom að Aake Viking fór til Sikileyjar og nokkrum mánuðum síðar gengu þessi tvö í heilagt hjónaband. Og þar með var skrifaður nýr þáttur í margbreytilegu nytja- sögu er flöskupóstur í sjónum hefir fært mannkyninu um langa tíð. Þó að flöskuglerið líti ekki sterklega út, er vel lokuð flaska einhver sá sjóhæfasti hlutur, sem hugsast getur. Þær geta kastast til á bylgjuföldum í of- viðrum, sem brjóta eða beygla bvrðing stærstu hafskipa. Og s'ithæfni þeirra virðast vera ó- mælanleg. Dæmi um það fékkst fvrir stuttu síðan, í Kent í Eng- landi, er nokkrar ölflöskur fund- u^t bar í skinsflaki, scm farist h°fði fyrir 250 árum. ölið var ódrekkandi og eyðilagt, en flösk- urnar voru nærfellt sem nýjar. Hraði flösku í sjónum er að sjálfsögðu mjög breytilegur eft- ir aðstæðum. Ef hún lendir í flóa eða firði. þar sem straumur er lítill eða enginn, getur hún flækst þar vikum saman. Lendi hún hinsvegar í Golfstraumnum, getur hún náð allt að fjögra mílna ferð og því komizt áfram um 150 km. á sólarhring. Það leiðir af sjálfu sér, að enginn getur sagt eða ákveðið fyrirfram um ferðalag slíkrar Ví KINGUR flösku. Um slíkt eru til marg- föld dæmi. Út af ströndum Bras- ilíu var eitt sinn tveimur ná- kvæmlega eins flöskum hent í sjóinn á sama tíma og stað. Önnur þeirra barst í austur og fannst 130 dögum síðar við Afríkustrendur. I-Iina rak í NV, og hún fannst 196 dögum síðar í Nicaragua. En tveimur öðrum flöskum, sem á sama hátt var hent í sjóinn á miðju Atlants- hafi, skolaði á land 350 dögum síðar við Frakklandsstrendur og aðeins örfáa metra hvor frá ann- arri. Lengi hefur meðal sérfróðra manna á þessu sviði verið um það rætt, hvaða flöskupóstur hafi ferðast lengst. Og talið er, að flaska, sem nefnd hefur ver- ið „Fljúgandi Hollendingurinn" eigi metið. Það var þýzkur vís- indaleiðangur. er henti henni í hafið árið 1929 í suðurhluta Indlandshafs, miðja vegu milli evjanna Kerguelen og Tasm- aníu. í flöskunni var komið fyr- ir bréfi, sem auðvelt var að lesa án þess að brjóta flöskuna. Var skilvís og ábvggilegur finnandi beðinn að tilkvnna hvar og hve- nær hann hefði fundið flöskuna, og svo vinsamlega beðinn að henda henni aftur í sjóinn, án þess að opna hana. „Ho^endingurinn fljúgandi" tæfur sennilega lent í austlægum str^um. a. m. k. fannst hún f'7rst við syðsta odda S-Ameríku Kap Horn, og þar var henni nokkrum sinnum kastað aftur í hafið, þar til hún að lokum setti stefnuna að nýju yfir Atlants- hafið. Hún komst aftur í Ind- landshafið og á mjög svipaðar slóðir. er henni hafði fyrst ver- ið kastað í sjóinn. Að lokum lauk hún ferð sinni árið 1935 við vesturströnd Ástralíu og hafði þá ferðast á að gizka 16.800 sjómílur (30.000 km.) á 2447 dögum — sæmilegur með- alhraði — rúma 10 km. á sólar- hring. Mesta almenna gagnið að flöskupósti hefur verið í sam- bandi við rannsóknir hafstrauma til nytja í siglingaþekkingu. Eitt þekktasta dæmið í því efni er frá N-Ameríku. Er Benjamín Franklín var yfirpóstmeistari, furðaði hann sig oft á því, að brezku póstskipin voru venjuleg- ast allt að hálfum mánuði leng- ur á ferðinni yfir hafið heldur en þau amerísku. Hann hugleiddi þetta mikið og komst loks að þeirri niðurstöðu, að það hlyti að vera í einhverju sambandi við hafstrauma. Hann ræddi þetta fyrirbrigði við skipstjórana á amerísku hvalabátunum, sem þekktu hverja bugðu Golf- straumsins eins og finguma á sjálfum sér, og notfærðu sér strauminn eftir því sem þeim þótti hagkvæmast, en á hinn bóginn kom í Ijós að ensku skip- stjórarnir létu sig strauminn engu skipta. Benjamín Franklin útbjó sér svo straumkort eftir upplýsing- um frá hvalveiðiskipstjóranum. Síðan sannprófaði hann og leið- rétti kortið, eftir upnlýsingum, sem hann fékk, með því að senda út flöskupóst og biðja finnandann að endursenda uud- lýsingar um fund þeirra. Það kort, sem hann útbió þannig og 'eiðrétti er ekki mjög frábruvð- ið bví, sem notað er nú á dövnm. Um 18^0 b,Triaði brezka her- má1aráðune'7tið að senda um bo”ð í herskin sín sérstök e,7ðn- blö’' ti1 þess verð að setia í flöskupóst. og var yfirmönnnm skipanna skylt að skrásetia slíkt miög nákvæmiega. Á evðublöð- un”m var nafn skinsins. hvar og hvenær flaskan var sett í sióinn og beiðni til finnanda um að senda breska hermáiaráðnnevt- inu miðann og uppKsingar um stað og stund, er flaskan var fundin. Þrjátíu árum síðar tók ameríska flotastjórnin upp sömu aðferð og notar hana ennþá. Evðublöðin eru rituð á átta tungumálum, og árlega koma um 195

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.