Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1959, Page 12
Flaskpost
En flaska me<5 ett brev
pa havet sagte drev
fran nagon okand strand.
Av en handelse
fick jag brevet i min hand,
det löd:
,,Mitt namn var Anderson,
jag drack ur flaska/n
ddrför ar jag död“.
Bill Anderson.
Úr Sjömannen,
það bil 350 þeirra til skila aft-
ur. En aðferð þessi hefur reynst
vera undirstaðan fyrir framúr-
skarandi nákvæmum straumkort-
um.
Þessar flösku-rannsóknir reynd-
ust mjög nytsamar í lok síðustu
heimsstyrjaldar. Um öll Evróp-
isk höf var fullt af fljótandi
tundurduflum, til stórkostlegrar
hættu öllum siglingum. En hvar
var auðveldast að leita þein’a
til þess að gera þau óskaðleg?
Albert 1. fursti í Monaco, sem
var mikill áhugamaður um haf-
fræðileg efni og hafði mikið
kynnt sér einmitt með flösku-
pósti hafstrauma, gaf sig
strax fram til aðstoðar. Aðeins
sjö vikum eftir styrjaldarlok,
hafði honum tekist að útbúa
mjög greinargott straumkort um
þetta atriði, er varð til mikilla
nota við að eyða tundurdufla-
hættunni.
Sömu ráðstafanir voru gerð-
ar skömmu síðar í Bandaríkjun-
um, gagnvart tundurduflahætt-
unni á Kyrrahafi. Þar höfðu
bæði Bandaríkjamenn og Japan-
ir um áratugi stundað straum-
rannsóknir með flöskupósti, og
þess vegna var tiltölulega auðvelt
að gera straumkort, er sýndu
með grænni línu þær siglinga-
leiðir, er vænta mátti að væru
lausar við tundurdufl, og með
rauðum línum þær, sem hætta
var á tundurduflareki.
Fyrir fiskimenn getur það
verið gulls ígildi, að þekkja vel
strauma við strendur landa og
á höfum úti. Árið 1894 setti
skotska fiskirannsóknastofnunin
sérstakan vísindamann í það
starf að rannsaka strauma í
Norðursjónum. Hann notaði
2074 flöskur og 1479 trébúta við
rannsóknirnar, er urðu framúr-
skarandi árangursríkar. Þær
urðu til þess að margfalda afla-
magn fiskveiðanna. Og hliðstæð-
um rannsóknum hefur því verið
haldið uppi stöðugt síðan.
Flöskur eru einnig notaðar í
baráttunni við olíubrák þá, sem
myndast frá olíuflutningaskip-
um, er þau hreinsa tanka sína
í sjóinn. Olíubrákin situr eftir
á yfirborðinu og færist þannig
um óraleiðir og að ströndum
landa. Margar baðstrandir í V,-
Evrópu eru að eyðileggjast af
þessu.
Eneland verður mjög mikið
fyrir þessu, og breskir haffræð-
invar gera því sitt ítrasta til
þess að rannsaka straum við
strendur landsins með flöskum
og einnig út á hafið. Þeir vonast
eftir því, að finna með tímanum
bletti á fjörðum eða úti á hafi,
þar sem sjávarföll og straumar
hafi ekki áhrif á olíuna.
1 gegnum aldirnar hafa þess-
ar flöskufregnir verið á ferðinni
í sjónum og flutt með sér alls-
konar boðskap og tilkynningar.
Ef til vill finnur einhver sem
þetta les, fyrr eða síðar flösku-
póst frá „Flöskuprestinum" séra
Georg Philipps í Tacoma í
Washingtonfylki í Bandaríkjun-
um. Hann var forfallinn
drykkjumaður um mörg ár. Eft-
ir að hafa verið á drykkju-
mannahæli, lærði hann til
prests, og árið 1940 tók hann
upp á því að nota flöskurnar
undan erkióvini sínum, Whisky-
inu, til þess að flytja boðskan
trúarinnar út um allan heim. Og
á þeim tæpum 20 árum, sem síð-
an eru liðin, hefur hann og læri-
sveinar hans kastað í sjóinn yfir
15000 vín-. öl- og whisky-flösk-
um með trúarboðskap prentuð-
um á fleiri tungumálum. Hann
hefur fengið yfir 1400 svarbréf
frá 40 fjarskyldustu löndum —
flest frá fólki, sem hefur orðið
fyrir sterkum áhrifum af þess-
um boðskap og lofar bót og betr-
un um lífshegðan.
Sjófarendur í neyð hafa oft
gripið til þess að senda frá sér
flöskupóst. Nokkrir drengir, er *
voru á leitarferð á strandlo.igju
í Maine-fylki í Bandaríkjunum
síðla sumars 1944, fundu rekald,
er skolað hafði á land, og hjá «
því flöskupóst með þessum orð-
um, „Skipið sekkur, SOS-merk-
in færðu enga hjálp. Það er á-
byggilega vonlaust um okkur. Ef
til vill finnur einhver þetta ,ein-
hverntíma". Sérfræðingar úr
flotanum gátu greint, að rekald-
ið var frá ameríska tundurspill-
inum Beatty, sem var skotinn í
kaf með tundurskeyti 6. nóv-
ember 1943 með miklu mann-
tjóni.
196
VÍKINGUR