Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1959, Síða 14
Flestir voru í björgunarvestum.
Síðar sagði bátsmaður fyrir sjó-
rétti, að bakborðsbátur hefði
verið losaður, en áður en hann
komst í sjóinn blasti við ný al-
varleg hætta. Framhluti skips-
ins hafði snúið skynaiiega yfir
á bakborða, og svo virtist sem
þessir tveir skipshlutar ætluðu
að rekast saman. Aftasti stjórn-
borðsbátur var því látinn síga.
Ekki var auðvelt að koma bátn-
um á flot í svarta myrkri og
þungum sjó. Olían, sem flaut á
sjónum, lægði hann að vísu
mjög, en þrátt fyrir það slóst
báturinn utan í skipshliðina og
brotnaði í spón. Fremsti stjórn-
borðsbátur var nú mannaður 18
— 20 mönnum og honum síðan
rennt í sjóinn. Skyndilega reið
brotsjór frá bakborða yfir
Vardefjell, fyllti björgunarbát-
inn og hvolfdi honum. Allir, sem
voru í bátnum, lentu í sjónum.
Niður með hliðum skipsins
héngu net, sem voru til að auð-
velda mönnum að hanga í, ef
slys bæri að höndum. Þessum
nétum var að þakka, að flestir
björguðust úr lífbátnum. Þeir
voru þó mjög kaldir og aðfram-
komnir, er tókst að ná þeim
upp. Tveir menn drukknuðu,
voru það yfirvélstjórinn og
kyndari. Áhöfn Vardefjell var
nú fækkuð úr 41 manni í 29
menn. Skipstjórinn, 1., 2. og 3.
stýrimaður, brytinn og skytta,
allir norskir, urðu eftir, með
enskum viðvaningi, einum ensk-
um og öðrum kanadiskum loft-
skeytamanni, á fremri hluta
skipsins, sem nú var horfinn út
í náttmyrkrið. í dögun sást rétt
sem snöggvast til fremri hlut-
ans. Hann hvarf þó aftur fljót-
lega fyrir fullt og allt sýnum
mannanna á afturhlutanum.
Mennirnir á afturhlutanum
hættu við tilraunir sínar að
koma út björgunarbátum. Aftur-
hlutinn hallaðist að vísu ískyggi-
lega mikið, en ef milliþilin gætu
þolað sjávarþungann, var engin
hætta á, að skipshlutinn sykki.
Að því er virtist hafði skipið
brotnað við 6. tankann eða mjög
nálægt miðju.
Þegar vélafólkið hvarf úr
vélarúminu, var búið að stöðva
allar hjálparvélar og slökkva
elda undir eimkötlunum. En kl.
4.00 á mánudagsmorgun voru
varðstöður settar á ný. Katlam-
ir hitaðir upp, dælur og hjálpar-
hreyflar látið ganga. Hinn mikli
halli á skipshlutanum torveldaði
mjög þessi störf, allir urðu að
leggja sinn skerf fram til að
koma þessu í kring. Matvæli og
vatn var fyrst um sinn nægt.
Eldavélin og flestar matvæla-
birgðir voru á afturhluta skips-
ins. \
I véladagbók skipsins var eft-
irfarandi skráð:
„Mánudagur 14. des. 1942.
Bakborðsketill í notkun fyrir ,
ljós og dælur í dag. Sjór er mjög
þungur.
Þriðjudagur 15. des. 1942.
Dælt lofti upp á geyma, og báðir
hjálparhreyflar í notkun. Unnið
að viðbúnaði aðalvélar og hún
sett í gang kl. 16.00 Hæg ferð
afturábak".
Þetta varð áreiðanlega til
bjargar. Neyðarstýrið var tengt
og skipshlutanum með því
stjórnað. Afturstefninu var
beitt upp í óveðrið, sem nálgað-
ist fárviðri, og þannig varð var-
ist brotsjóum.
Oft sást til enskra flugvéla,
198
VÍKINGUR