Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1959, Side 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1959, Side 19
I t Fleiri nýja togara Það hefur lengi þótt góður gjaldeyrir í íslenzkum stjórn- málum, að kenna Eysteini um ailar vammir og skaimmir, sem menn hafa þurft að tína fjár- máiastefnu íslenzka ríkisins til handa. Enda mætti heita undar- legt, ef sá maður hefði sloppið með heilt mannorð frá þeirri af- reksvinnu, að vera lengstan tíma allra manna fjármálaráðherra ríkisins. Hitt er annað mál, að stjórn- málaflokkar hér hafa margsinnis rækt starf sitt þannig, að helzt mætti ætla, að þeir héldu, að landshagur og framþróun hins íslenzka þjóðfélags væri hið sama og flokksviðhorf þeirra við hverju málefni. Verður þár af eðlilegum sögulegum ástæðum frægast, er þeim fatast svo framsýnin, að þeir fordæma beint eða óbeint eðlilega fram- þróun í atvinnumálum þjóðar- innar. Þannig var það um tímabil fyrir styrjöldina, að Framsókn- arflokkurinn virtist miða þjóð- hagsboðorð sín, við það helst, að koma sjávarútvegi landsmanna á kaldan k^aka, með því að spyrna fótum við öllu því er gæti orðið honum til hagsbóta, og gekk svo langt að beita valdi sínu eftir mætti, til þess að varna því, að menn gætu byggt sér báta eða eignast. ný skip. Hinsvegar hefur eðlileg lífs- þensluþörf þjóðarinnar rekið þessa fáránlegu heimsku sva rækilega á stamp, að öflugustu samtök, er Framsóknarflokkur- inn telur sér, eiga nú glæsilegan siglingaflota skipa, er færa landsmönnqm hagsæld og björg í bú á margvíslegan máta. Og þó ennþá eimi eftir af fyrri svartsýnishyggju á mátt hinna stórvirku atvinnutækja sjávarútvegsins, hefur Fram- sóknarflokkurinn á síðari árum ófús eða viljugur eftir aðstæð- um, stutt að því vegna hinnar þungu undiröldu frá kröfum fólksins úti á landsbyggðinni, að kaupa til landsins fiskiskip, er síðan hefur að talsverðu leyti verið dreift út um landsbyggð- ina, svo að vinnukraftur fólks- ins mætti nýtast sem best, til þjóðar hagsældar, Enda svo úr ræzt., að í mörgum sjávarþorpum um landsins er hver hönd allt frá barnsins til öldungsins sam- fleytt mestan- hluta ársins önn- um kafin við þjóðnýt fram- leiðslustörf. En víða er pottur brotinn, Vinstri stjórnin svonefnda var samfellt með það á stefnuskrá sinni, að kaupa til landsins 15 nýja togara á valdatíð sinni. Þeir gengu hvað eftir annað ljós um logum ýmist til ills eða góðs á síðum stjórnmálablaðanna, en í raunveruleikanum varð aldrei úr framkvæmd á því að þeir kæmu til landsins. Á sjómannadaginn síðasta lýsti forsætisráðherra Emil Jóns- son því yfir í ræðu, að ríkis- stjórn hans hefði beitt sér fyrir því, að gerðir hefðu verið samn- ingar og veitt myndu leyfi fyrir kaupum á 8 nýjum togurum til landsins. Allir sem skynbragð bera á mikilvægi þessara atvinnutækja, tóku þessum upplýsingum með mikilli ánægju, og umsóknir um þessi skjp munu hafa borist frá ýmsum aðilum, er fást við sjáv- arútveg. Raunveruleikinn með þessa 8 togara, virðist þó strax vera töluvert farinn að gliðna. Síð- ustu fregnir herma, að veitt hafi verið leyfi fyrir 4 togurum, sem væntanlega komi til landsins á árinu 1960. Ef að sú spá stenzt í raun og veru, er það að vísu nokkru meira heldur en ekki neitt, en örugglega fjórum sinnum minna, heldur en nauð- synlega hefði þurft að vera, eft- ir aðgerðarleysið í þessum efn- um frá því á tímum nýsköpun- ar st j órnarinnar. I sambandi við þessi áform- uðu togarakaup, hefur það þó vakið undrun og furðu þeirra, er til þekkja, með hvaða rökum kynni að hafa verið komist framhjá því að veita fleiri um- sækjendum leyfi til skipakaupa. Meðal umsækjenda mun t. d. hafa verið elzta togaraútgerð landsins Alliance, er fékk ekkert leyfi. Og stærsta togaraútgerð lands- manna nú í einstaklingsrekstri, sem einnig rekur eitt fullkomn- asta frystihús í landinu, Júpíter og Marz h.f. er um þessar mund- Þegar skúturnar leystu áraskipin af hólmi, var útlialdstími þeirra 25—28 vikur á ári. VÍKINGUR 203

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.