Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1959, Síða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1959, Síða 26
Bárður Jakokbsson lögfræðingur T»« i / / Q vo domsmal ÁFENGISLA GABROT Fyrir nokkrum árum var höfðað opinbert mál gegn skip- stjóra á íslenzku millilandaskipi, og var það fyrir brot á áfengis- lögum. Málavextir voru þeir, að þegar skip þetta kom frá út- löndum, var að venju gerð í því tollleit, og fannst þá nokkuð magn af áfengi, vindlingum og barnafötum, sem ekki hafði ver- ið gefið upp við komu skipsins. Skipverjar reyndust vera eig- endur, og voru mál þeirra út- kljáð með dómsáttum. Daginn eftir komu skipsins varð tollverði — af hendingu — reikað um borð í skipið. Þar hittir hann tvo á að gizka 9 og 11 ára stráksnáða, en þeir biðja tollvörðinn að kíkja á og í kassa á brúarvæng skipsins. Kassinn reyndist vera úr pappa, og í honum var gler, 6 heilflöskur og í þeim, eins og síðar kom í ijós, spíritus. Strákar sögðu tollverði að meira mundi vera af svo góðu unp á reykháf skipsins, og fóru ekki með fleipur, því að þar fannst annar kassi með sama innihaldi og hinn fyrri. Toll- verði skildist, að drengirnir hefðu dröslað fyrri kassanum út á brúarvænginn. Annars spurði hann þá einskis, ekki að nafni, ekki heimilisfangi. Hinsvegar rak hann þá öfuga í land. t rnáli því, sem rekið var fyr- ir sakadómi gegn skipstjóra skipsins, var talið, að tekizt hefði að skjóta áfengi því, sem fannst af hendingu, undan leit tohvarða, og þá í því skyni að koma því síðar og í laumi í land. Eigandi fyrirfannst enginn að þessum 12 spíritusflöskum, en rétturinn taldi, að eigandi hlyti að vera einhver skipverjanna, og þar með að skipstjórinn bæri ábyrgð á áfenginu samkvæmt ákvæðum áfengislaganna. Áfengislögin eru nr. 58/1954, og segir svo í 4. grein þeirra: „Nú kemur skip frá útlönd- um, og er skipstjóra þá skylt að tilkynna löggæzlumanni þegar í stað, eða um leið og hann sýnir skipsskjölin, hvort nokkuð á- fengi sé í skipinu og hve mikið-''. Síðar í sömu grein segir: „Skipstjóri ber ábyrgð á brot- um skipverja gegn þessari grein, en farþegar á farangri sínum“. í 33. grein 2. tölulið laganna segir: „Nú þykir eigi sannað, að áfengi sé flutt inn til sölu eða veitinga fyrir borgun, svo og þegar skipstjóri ber ábyrgð á broti skipverja, en er ekki við það riðinn að öðru leyti, þá varðar það sektum frá 400— 12.000 krónum. Auk þess greið- ist sékt 400 kr. á hvern lítra þess áfengis, sem innflutt er. — Jafnan skal hið ólöglega áfengi verða eign ríkissjóðs". Hvort sem mönnum finnst þessi lagaboð skynsamleg og réttlát eða ekki. þá eru gildandi um það tilfélli, sem hér um ræð- ir, og samkvamit þessum ákvæð- um var skipstjórinn dæmdur í 5.200 króna sekt, og skipuðum verjanda sínum skyldi hann greiða 800 kr„ og virðist þetta vart geta minna verið samkv. lögunum. (Lægsta sekt, 400 kr. að viðbættri 400 kr. sekt fyrir hvern líter áfengis, en þeir voru 12 ails). Skipstjórinn sýnist hafa sætt sig við úrslitin, enda einsætt fyrir hann að greiða sína sekt og kostnað, hneigja sig og kveðja. En svo auðveldlega slapp hann ekki. Undirréttur hafði nefnil. dæmt hann til vara- refsingar, og skyldi skipstjóri dúsa í varðhaldi í 30 daga ef hann ekki púngaði út með aur- inn innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Þessi vara- refsing var lögleysa, óheimil bæði samkvæmt sérákvæðum áfengislaganna og almennum refsireglum, enda skaut hið op- inbera, ákæruvaldið, málinu til Hæstaréttar, og verður ekki 'bet- ur séð en að það hafi verið í því einu skyni gert, að leiðrétta mistök héraðsdómara. Hæsti- réttur staðfesti sem sé alveg á- kvæði hins áfrýjaða dóms um fé- sektir, en felldi niður vararefs- inguna, því að honum verður „ekki dæmd refsivist til vara, ef sektin greiðist ekki, með því að ekki er leitt í ljós, að hann hafi átt nokkurn þátt i brotinu né að það hafi verið framið ,með vit- und hans“. Þegar Hæstiréttur hefur þannig fríað skipstjórann við hina löglausu tugthúshótun, þá gerir hann skipstjóra að greiða 3,000 krónur fyrir við- vikið, málskostnað bæði til sækj- anda og verjanda fyrir Hæsta- rétti. Skipstjórinn verður því ekki aðeins að bera ábyrgð á brotum skipverja sinna, brotum, sem ósannað er að hann hafi svo mikið sem vitað um, hvað þá heldur að hann hafi tekið þátt í þeim, heldur verður hann líka að borga brúsann vegna mistaka dómara cða athugaleysis. Á- byrgð skipstjóra er að sönnu mikil og rík, en fæstir mundu trúa, að hún næði svona langt. Sjálfur hefur Hæstiréttur haft gildar ástæður til þess að láta skipstjórann greiða kostnað af mistökunum í héraðsdóminum, en kynlega kemur það fyrir og slæmt að þeirra ástæðna skuli ekki getið í forsendum hæsta- réttardómsins. Svo segir í 1. grein áfengis- laganna, að tilgangur þeirra sé sá „að vinna gegn misnotkun áfengis í landinu og útrýma því böli, sem henni er samfara". Ekki er að tvíla það að tilgang- urinn er lofsverður. Hinsvegar er það spurning fyrir sig, hvort þeim loflega tilgangi er sérstak- lega og vel fagnað með því að dæma menn í fjárútlát fyrir brot, sem þeir eru saklausir af, nema stærri refsingar fylgi, eins og vel má vera, þegar öðruvísi stendur á en í máli því, sem hér hefur verið rakið lauslega. Svo er enn önnur hlið á þessu og Vf KINGUE 210

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.