Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1959, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1959, Blaðsíða 28
f ALBERT BJARNI GUNNARSSON Þann 19. júní s. 1. barst hing- að skeyti þess efnis frá Curacao í Hollensku Vestur-Indíum, að Albert Gunnarsson hefði látist af hjartaslagi þar í borginni þá um daginn, Hann var á sundi, er andlát hans bar að. Albert var fæddur á Helli- sandi þann 6. des. 1929, og voru foreldrar hans Gunnar Alexand- ersson sjómaður og kona hans Svanhvít Hennannsdóttir. Bróð- ir Alberts er Hermann, ókvænt- ur, og hálfsystir hans er Guð- ríður Gunnarsdóttir, gift hér í Reykjavík. Hann kom á 2. ári til Jóhannesar Jónssonar tré- smiðs og konu hans Þorveigar Árnadóttur, til heimilis Hring- braut 94 hér. og gengu þau hon- um í foreldra stað og nutu aftur ástríkis hans sem foreldrar væru. Þegar hann var á 4. ári, kom það atvik fyrir eitt sinn, er hann var að leik ,með öðrum börnum á Hauksbryggju hér við höfnina, að hann féll í sjóinn en varð bjargað .á seinustu stundu. Albert lagði stund á málara- iðn, en lauk ekki því námi. Fór honum það vel úr hendi, og svo var um allt annað, sem hann gerði. Hann var á síldveiði eitt sumar, og í annað sinn var hann stuttan tíma við sjómennsku. En hugur hans stóð til að komiast til annara landa. Árið 1950 fór hann með félaga sínum til Fær- eyja og hafði þar stutta við- dvöl, til þess að afla sér gjald- eyris til framhaldsferðar, og komst þá til Noregs. Þar fékk hann starf sem kyndari; síðan var hann lengst á norskum skip- um, oftast stórum olíuflutninga- skipum, í siglingum til Suður- Ameríku og víðar. Síðastliðið ár réðist hann á sænskt olíuflutn- ingaskip. Síðasta bréfið til fóstru sinnar skrifaði hann í marz s. 1. Hafði hann þá íarið 3 ferðir til New York og var á Albert Bj. Gunnarsson. leið til Curacao, en þaðan skyldi haldið ,með olíufarm til borgar á Gullströndinni. I júní hefur svo leiðin aftur legið til Vestur- Indía. þar sem ævibrautin end- aði svo skyndilega. Myndir hafa borizt, sem sýna, að útförin hefur farið fram há- tíðlega og með virðuleik að við- stöddum um 50 manns. Athöfn- in fór fram í norsku sjómanna- Jarðsetning í Cyrancao. Skipsfélagar Bjarna við jarðarförina. 212 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.