Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1959, Side 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1959, Side 31
var við nokkra alverulega yfir- sjón... „Þakka yður, þakka yður, fað- ir. En ég hef nú ekki ennþá sagt yður allt...“ „Hvað þá, dóttir góð?“ spurði presturinn næstum skelfdur. „Já... það er nú ekki bein- línis dauðasynd. Það er að segja, að ég er ekki almennilega viss um nema að svo sé. það, sem ég hef ekki enn sagt yður. Ég veit heldur ekki, hvort það er synd. En mér finnst það svo mikil, svo mikil skömm... Það er svo fólgið og leyndardómsfullt, og mér finnst svo leiðinlegt að segja yður frá því.. . Og svo er það að lokum ekki meðal þess, sem sagt er í skriftastólnum. En í dag, faðir, í dag er það sem ég fylli fjörutíu ... í dag ...“ • „En, dóttir góð“ — spurði skriftafaðirinn aftur, dálítið for- vitinn og jafnvel undrandi, — „Hvað kemur aldur þinn því við, sem þú ert að segja mér. . . Nú í annað sinn?“ Nú skal ég segja vður það, faðir, nú á stundinni. En hvern- ig, almáttugur minn, hvernig, það veit ég ekki...“ Hún þagði andartak. Faðir Emilio beið, alvarlegur og há- tíðlegur með hendurnar kross- lagðar í kjöltu simii. En í hiniv þögla tómi kirkjunnar heyrðist ástarkvak spörvanna í nánd við altari hins heilaga Franz af Assisí. „Faðir“ — tók hin ólofaða skyndilega aftur til máls, — „mig langar til að trúa yður fyrir því að .. . að ég var einu si'nni ástfangin“. Og þar sem hún fékk ekkert svar... „Já“, hélt hún áfram, — ást- fangin, faðir, en alveg vitleysis- lega, í augum heimsins, af mann- legri ást, mannlegri. .. Hann vissi það aldrei. Enginn vissi það ... ég sagði það engurn... Hann kvæntist annari, án þess að vita nokkurn tíma um ástar- þrá mína... Og upp frá því, faðir, sem einhverskonar refs- ingu fyrir minn eigin veikleika og villu, þá hef ég verið trú- VÍKINGUR rækin, lifað fyrir tilbeiðsluna, reynt að drepa í mér allt, sem minnir á það, sem er óguðlegt, allan óstöðugleika hugsunarinn- ar allt kall holdsins. Það hefur verið æðisgengin barátta, æðis- gengin, sem eg ein hef vitað um ... Og fólk heldur, að ég sé ástríðulaus, dauð fyrir lífinu, næstum heilög, hálf guðleg vera, meðan innra með mér brennur bölvaður eldur, sem gleypir mig í sig eins og logi. . . Ný þögn. Innan úr skrifta- stólnum mátti óljóst heyra ofur- litla sársaukastunu. „Hversvegna eruð þér að rifja upp gamlar endurminningar? tók faðir Emilio loks til máls, klökkum rómi. „Hversvegna, faðir?... Til þess að létta að minnsta kosti á hjarta rnínu á þessum degi, þeg- ar ég sé á bak ungdómsárum mínum og æskuvonum fyrir fullt og allt. Ég hef ekki verið heilög, ég hef ekki verið góð, því að mér hefur ekki tekist að deyða í mér ástina, ástina, sem alltaf lifir í sál minni og blóði. .. En hvað ég hef þjáðst mikið!“ „Til hvers er nú að vera að vekja upp þessar endurminning- ar?“ sagði hann enn á ný og var slíkur angistarhreimur í rödd- inni, að stúlkunni fannst hún verða þess vör, þrátt fyrir sína eigin þjáningu. Hún þagnaði andartak undrandi, en þar sem hún áleit, að sér hefði skjátlast, hélt hún áfram hinni einkenni- legu syndajátningu sinni. „Og það versta, faðir, það versta er efinn, bansettar efa- semdirnar, sem ásækja mig öðru hvoru, það er jafnvel hræðilegt! Já, ég aumi syndari... Stund- um spyr ég sjálfa mig, hvort það sé raunverulega ljótt að elska. Og í morgun, þegar ég kom til kirkju, þá fann ég, að mér var þungt fyrir brjósti af gremju til vorsins, sem var komið og höfuðið á mér undirlagt af kliði fuglanna og eins og ært af sól- arljósinu. Og eins hér ... þessir spörvar, sem létu vel hvor að öðrum í sjálfu altari Heilags Franz af Assisí, komu mér allt í einu til að hugsa, að nú hefði ég skilið þessi blíðulæti. .. Og óvinurinn með grimmd sinni og sviksemi kom mér næstum til að hugsa, ó, guð minn góður! að þeir væru ekki svo slæmir, þrátt fyrir allt, þessir smáfuglar, því að ekki þyrftu þeir að vera með neinar syndajátningar á eftir og þeir lifðu og dæu svo glaðir.-.. Faðir Emilio deildi tauga- óstyrkur við sjálfan sig, inni í dimmum skriftastólnum. „Til hvers er að vera að fram- kalla þetta?“ hélt hann enn á ný áfram. Hann tók sig á allt í einu, „Ó! systir góð! tautaði hann. Og rödd hans var nú svo grát- klökk, að hinn iðrandi syndari fann það þegar, af þeirri ör- uggu og bróðurlegu eðlishvöt, sem ógæfusömu fólki er eigin- leg. „Faðir...“ sagði hún feimn- islega — ég hef gert yður illt?“ „Ó, systir mín góð!“ Rödd hans skalf. Og með mik- illi áreynslu: „Haldið þér, að þér séuð kannske eina manneskjan, sem þjáist vegna endurminninga og efasemda?" Sársaukablandin röddin stanz- aði, þagnaði sundurslitin af snökti. Juanín djákni tók nú allt í einu að hringja seinni hringing- una. Hljómar klukkunnar bárust gegnum kyrrðina eins og boð- skapur um vorið eilíft og ungt, sem söng fyrir utan. Þessir tveir umkomulausu trúnaðarvinir í ör- væntingunni, aðskildir, gátu vart greint hvorn annan yfir gráa brík skriftastólsins, var það ekki fyllilega ljóst hvernig því var varið, að þau voru bæði farin að gráta í hljóði. Tvcir gamlir Bcrgonshúar lcntu í ]>r;i‘tu um það, hvort ein bryggjan væri 113 eða 115 fet. Brvggjan reynd- ist vera 113 fet, en annar gamlingur- inn stóð svo fast á sínum málstað, að draga varð liann upp úr sjónum. 215

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.