Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1976, Page 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1976, Page 2
um sögulegar forsendur og benda á að þeir séu smáríki, sem allt sitt eigi undir fiskveiðum og fl. í þeirri trú að með því megi milda að- gerðir voldugra þjóða. Þessi stefna er að ganga sér til húðar, einsog ástandið er i heim- inum í dag. Aðeins samræmdar aðgerðir geta komið að haldi. Ef málið er skoðað í heild sinni, kemur það í ljós að þeir sem ráða yfir fiskveiðunum í Norður-At- lantshafi eru örfá ríki. Island, Noregur, Færeyjar, Grænland og Kanada. Þessar þjóðir eiga nú í harðri samkeppni á heimsmarkaði og undirbjóða hver aðra við margvísleg tækifæri. Þetta skeður á sama tíma og fiskur er að ganga til þurrðar vegna ofveiði (margar tegundir). Þessar þjóðir eiga að breyta stefnu sinni og samræma fisksölumál sín með svipuðum hætti og olíuríkin hafa gert með olíusöluna. Ef þessar þjóðir ynnu saman í einu og öllu i fisksölumálum myndi aðstaðan og afurðaverðið gjörbreytast og skipulagðar efna- hagsheildir einsog Efnahags- bandalagsríkin ættu örðugra um vik með að beiða úrslitakostum, einsog t.d. bókun sex gegn ein- stökum ríkjum. Áðurnefndar þjóðir ráða yfir auðlindum Norð- ur-Atlantshafsins á sama hátt og arabarikin ráða yfir verulegum hluta olíuframleiðslunnar og það kemur að því fyrr eða síðar að grípa verður til samræmdra að- gerða til verndar fiskverði og markaðsmálunum. Má því telja að nú sé rétti tím- inn til þess að koma á fundum milli áðurnefndra þjóða um sam- ræmdar aðgerðir í fiskveiðimálum og afurðasölu, til þess að tryggja raunvirði fyrir fisk úr Norður-At- lantshafi. Það væri verðugt verk- efni fyrir íslenska stjórnmálamenn að hafa forystuna þar einsog þeir hafa haft forystu í hafréttarmálum þessara þjóða. Já auðvitað veit ég að þú heitir Jenný Amalía, en ég kysi þó heldur að þú færir í einhverju öðru í partýið í kvöld. 186 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.