Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1976, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1976, Blaðsíða 11
og keyptu þennan fisk og seldu hann úr landi. Þessir fiskkaupmenn keyptu fiskinn af ,,útvegsbændunum“ sem vafalaust hafa hlotið nafn sitt vegna þess að þeir voru einnig bændur. Þessi mynd var tekin í uppsátrinu á Járngerðarstöðum. Þorvaldur Klemens- son, formaður, faðir Tómasar er lengst til hægri á myndinni, en drengirnir eru talið frá hægri, synir hans þrír, þeir Guðlaugur Þorvaldsson, háskólarektor (með svarta húfu). Við hlið hans er Tómas Tómasson, forseti bæjarstjórnar Keflavíkur, þá viðmælandi vor Tómas Þorvaidsson, forstjóri og formaður SÍF. (í Ijósum buxum). Um þetta leyti var Tómas byrjaður að vinna að fiskveiðum. Upp í skipinu er móðurbróðir hans, Eiríkur Tómasson. Þekktur maður í sinni tíð en dó ungur, aðeins 42 ára gamall. Myndin er tekin fyrir 1930. Hluti bátaflotans í Grindavík. Þessi öflugi floti hefur gert Grindavík að einni stærstu verstöð landsins. góða, vandaða vöru hann fékk að súpa seyðið af því sjálfur í formi lægra verðs. Ef verðfall varð á mörkuðum, þá kom það harðast niður á þeim framleiðendum, sem voru með versta fiskinn. — Hækkaði fiskverðið þegar FÍS kom til skjalanna? — Það gerði það ekki. Þetta voru sérstakir tímar. 1929-1931-- 1932. Þá var fiskverð í algjöru lág- marki og reyndar var saltfiskurinn óseljanleg vara á þeim árum, þess vegna voru samtökin stofnuð. Það er því örðugt með samanburð, en sveiflur voru þó minni en verið hafði. Þetta voru mjög erfið ár og fjöldi manns missti aleigu sína í saltfisk- inum og sumir biðu þess aldrei bætur. Gamla sölukerfið hrundi til grunna og upp spruttu þessi sölu- samtök sem við höfum núna SÍF. Þau voru formlega stofnuð árið 1932 Faðir minn og þeir Járngerðar- staðabændur gengu strax í sölusamtökin og þessvegna tel ég að við höfum verið með frá fyrstu tíð, þótt ég sjálfur fengi ekki beina aðild fyrr en síðar. Ýmsir telja að SÍF stofnun þess og viðgangur hafi í rauninni bjargað þessari atvinnugrein og orðið til þess að hún hélt velli þrátt fyrir allt. Saltfiskur er framleiddur víða um land — Ef við víkjum nú að okkar tímum. Hvernig er þetta gert í dag? — Ef við tökum saltfiskinn, þá er það ennþá svo að saltfiskurinn er í höndunum á mörgum smá- framleiðendum sem búa víðsvegar um landið. Þetta eru menn sem salta þann afla er þeir fá úr, sjó. Annaðhvort af eigin útgerð eða þeir kaupa fisk og verka í salt. Saltfiskframleiðendur eru 195 Sölusamtök saltfiskframleiðenda — Upp úr 1930 voru sölusam- tökin stofnuð. Þá var algjört neyðarástand í fisksölumálunum á íslandi. Þá breyttust vinnubrögð- in. Hætt var að skipta aflanum á skiptavelli. Var allur fiskurinn tekinn sameiginlega til verkunar og síðan var hann seldur gegnum sölusamtökin. — Hvað með gæðaeftirlit og fiskmat? — Það var ekkert svoleiðis. Fiskkaupmennirnir mátu aðeins fullverkaðan fiskinn. Gáfu þá hærra verð fyrir góðan fisk en vondan, og sá sem ekki framleiddi Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík er fræg fyrir vaskleik og afrek. Tómas Þorvaldsson hefur lengi verið formað- ur sveitarinnar. Myndin er tekin árið 1951, en þá bjargaði sveitin mönnum úr olíuskipinu Klam, sem strandaði við Reykjanes. Fjöldi manns fórst með skipinu en mörgum tókst þó að bjarga. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.