Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1976, Qupperneq 12
230—260 þegar mest er um að
vera. Fiskmagnið hefur verið frá
30.000—50.000 lestir af blaut-
verkuðum fiski. 48.500 var magnið
á árinu sem leið. Sumir eru með
lítið magn. Afla af einni trillu, en
aðrir eru stærri í sniðum og gera út
marga báta. Hraðfrystihúsin verka
lika saltfisk, þegar mikið berst á
land af afla.
Stærstu framleiðendurnir eru
með 800—1200 tonn af fullstöðn-
um, saltfiski en það eru 3—4000
lestir af fiski upp úr sjó.
— En sjálf saltfiskverkunin.
Hvernig er vinnunni hagað?
— A því sem ég nefni gamla
vetrarvertiðarsvæðið, það er að
segja á svæðinu frá Hornafirði og
vestur á Vestfirði, hefur yfirleitt
veiðst stór og fallegur fiskur, sem er
sjö kíló upp úr sjó, eða ríflega það,
6—8 ára gamall og eldri. Sára lítið
hefur veiðst af fiski, sem er smærri
en þetta. Teljum við þetta vera
mjög góða nýtingu, því fiskurinn
eða stofninn gefur mest af sér á
þessum aldri. Þessi fiskur veiðist
frá áramótum og fram á vordaga
og er uppistaðan í aflanum á
svæðinu.
— Ef lýsa á vinnulagi og
verkuninni, þá liggur beinast við
að lýsa vinnslunni í Þorbirni hf.,
sem ég veiti forstöðu og þekki best.
Saltfiskverkun
með nútímasniði
— Við höfum byggt upp, smárr
saman frá árinu 1953, fisk-
verkunarhús, sem eru nú um 250C
fermetrar að gólffleti, en sum
húsin eru tveggja hæða. Þarna er
tekinn afli af 5—6 bátum, allt árið
um kring svo að segja, og að öllu
leyti á vetrarvertíðum, frá desem-
ber fram í júní, júli á sumrin.
— Á veturna er fiskinum
landað óslægðum. Hann er aðeins
blóðgaður um borð í veiðiskip-
unum, en á sumrin er hann slægð-
ur samkvæmt lögum og reglum
þar að lútandi.
Hluti bátaflotans í Grindavík. Þessi öflugi floti hefur gert Grindavík að einn
stærstu verstöð landsins.
U U l
Tómas Þorvaldsson fyrir framan hluta af starfsstöð Þorbjörns hf. í Grindavík, eða
nánar til tekið hann er fyrir framan verbúðina þar sem útgerðarmenn hans búa.
196
VÍKINGUR