Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1976, Qupperneq 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1976, Qupperneq 19
vegna laumufarþega í hættuástandi um borð; hefur orðið að yfirgefa skipið og fara í björg- unarbátana. Þá hefur komið í ljós að matarforði, sem þar átti að vera, hefur verið uppétinn af þess- um óvelkomnu gestum. Ekki er það alltaf neyðin, sem kemur mönnum til þess að gerast laumufarþegar. Það eru þó nokkr- ir, sem gera það af ævintýraþrá og til að sjá sig um í heiminum. Þannig var ástatt um hinn 19 ára gamla Henry Gordon Walker, sem fyrir nokkrum árum læddist um borð í skipið „Ashburton“, sem lá í höfn í Brisbane í Ástralíu. Það var von hans að „sjá hinn stóra heim“, eins og hann orðaði það síðar. Ekki varð honum beinlínis að ósk sinni, jafnvel þótt skipið færi með hann hálfhring um jörðina. Strax og skipið kom á áætlunarstað, Montreal í Kanada, var hann settur í fangelsi og þar varð hann að dúsa í 44 daga, eða þangað til skipið kom þangað aftur í næstu ferð og lögreglan fylgdi honum um borð, rétt áður en skipið hóf ferð sína til baka til Ástralíu. Þegar heim kom, hafði hann aðeins séð 10 fermetra (og þá í fangelsi) af hinum stóra heimi! Um svipað leyti kom Queen Mary til New York með 6 karl- menn og eina konu, sem laumu- farþega innanborðs. Fólkið var að sjálfsögðu tekið í vörzlu innflytj- enda yfirvalda og síðan vísað úr landi. Rétt fyrir seinni heimsstyrjöld- ina vakti 13 ára gamall banda- rískur drengur afar mikla athygli og hrifningu í Bandaríkjunum og víðar fyrir að nota sumarfríið til langra ferðalaga á skipum, sem laumufarþegi. Drengurinn, Robert Stap að nafni, byrjaði hinn ævintýralega feril, með því að læðast um borð í Linu-skipið „Georgie“ og komst með því frá New York til London. Þaðan var hann sendur til baka með „Queen Mary“. En nú hafði hann fengið smjörþefinn af þeim luxus, að ferðast með stærstu og flottustu skipum heims, læddist hann strax eftir heimkomuna um borð í hið fíria franska skip „Normandie“ og komst nú aftur yfir Atlantshafið. Hann var að sjálfsögðu strax sendur til baka, með alvarlegri áminningu um að halda sig heima, en nýkominn til New York, læddist hann um borð í skipið „City og Chattanooga“, sem flutti hann til Savannah í Georgia. En áður en sumarleyfinu lauk fór hann samt í litla, en eftirminnilega ferð með Línu-skipinu „Santa Elena“, sem var á leið í 18 daga skemmtireisu, með valið lið, auð- jöfra til Suður-Ameriku. Ekki mun honum hafa liðið illa þarna um borð, og fremur lífgað uppá til- veruna fyrir milljónerana. Þegar þessum ferðalögum lauk, hafði hann aflað sér forvitnilegs efnis í skólastíla og blaðagreinar. Mörgum laumufarþegum tókst að dyljast með því, að blanda sér saman við farþegana og losna þannig í lengri eða skemmri tíma, við illar vistarverur svo sem lestar- rúm o.þ.h. en yfirleitt lifa laumu- farþegar engu sældarlífi um borð í skipum. Sumir hafa naumlega sloppið lifandi, þegar vistar- veran var nálægt gufukötlum og illa fór fyrir negra einum, sem falið hafði sig í lestar- rúmi, innan um búr með villidýr- um, sem verið var að flytja milli dýragarða. í fyrstu gekk allt vel, því að búrin voru tryggilega læst. 1 Biscay-flóa, lenti skipið í ofsaveðri og losnuðu þá nokkur búranna úr skorðum og opnuðust. Fíll, sem ásamt öðrum dýrum varð laus, réðist að manninum, sem slapp nauðuglega við að verða troðinn í hel. Hann öskraði á hjálp, en dýraöskrin í lestinni kæfðu hljóð hans. Það var svo ekki fyrr en seint og síðar meir að manninum varð bjargað, illa útleiknum. Nú á dögum er víðast hvar leit- að í skipum, eftir laumufarþegum, áður en skipið lætur úr höfn, sér- staklega þegar um er að ræða stór farþegaskip, og alveg sérstaklega, ef komið er við í höfnum austur- landa. Það þarf nefnilega ekki stóran hóp laumufarþega, vel vopnum búna til þess að ná skip- inu á sitt vald, og getur þá verið um að ræða öfgasinna, flótta- menn, eða hreinlega venjulega glæpamenn, sem einskis svífast, og eru margar frásagnir af slíkum atburðum í sögu sjóferða. burðum í sögu sjóferða. VÍKINGUR 203

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.