Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1976, Side 31
Uppreisnin
á Bounty
Hver er eiginlega sannleikurinn um
hina marg umþráttuðu hetju, í sam-
bandi við uppreisnina á skipi hans
hátignar Bounty?
William Bligh skipstjóri á Bounty,
hinn umdeildi í sögunni, fékk upp-
reisn æru, þegar 150 ár voru liðin frá
dauða hans í desember árið 1917, með
því að gröf hans var flutt og legsteinn
reistur í St. Mary-s kirkjugarðinum í
London. Kirkjan stendur við inn-
ganginn til Lambert Palace. Sex erki-
biskupar af Canterbury eru grafnir
undir gólfi hennar. Pitcairn eyja í
Kyrrahafi, sem fræg varð í sambandi
við uppreisnarmennina, hefur gefið út
sérstakt frímerki með mynd af graf-
reitnum í tilefni þessara tímamóta.
Eiginleikar Bligh’s hafa ávallt verið
forvitnileg ráðgáta, og hinar mörgu
bækur, sem ritaðar hafa verið um
hann síðustu áratugi sanna, að um
sérstæðan persónuleika hefur verið að
ræða. Þessi skrif leiða í ljós að gagn-
gerðar rannsóknir hafa farið fram á
manninum og sumar þeirra hallast að
því, að sýkna beri hann algjörlega af
ákærum um ómennsku og hömlulausa
skapvonsku. Á hinn bóginn varð upp-
reisnin á Bounty í fyrstu ferð hans,
sem skipstjóra, tilefni til þeirrar sorg-
legu niðurstöðu, að málshátturinn
„Einu sinni þrælmenni alltaf þræl-
menni,“ kunni að eiga við einhver rök
að styðjast.
„Tveir kvikmynda spekulantar,
sem fóru, vægast sagt, mjög frjálslega
með staðreyndir, eiga mikla sök á því,
að heimurinn allur áleit Bligh skip-
stjóra hafa verið hræðilega ófreskju,
sem af kvalalosta meðhöndlaði, bæði
Hvernig var hinn hataði
skipstjóri William
Bligh í raun og veru? Gerðu
kvikmyndafélögin útaf við
mannorð hans?
William Bligh hinn merkilegi kaftugi á Bounty. Myndin er af teiknlngu sem
George Dance gerði af kafteininum 31. maí árið 1793.
VÍKINGUR
215