Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1976, Síða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1976, Síða 36
undir og yfirmönnum, svo sem stóð á um, voru tjargaðir og rakaðir og yfir- mennirnir urðu að greiða 2 flöskur af rommi, og þegar athöfninni var lokið, gaf ég hverjum manni hálfa flösku af víni, áður en dansinn hófst.“ Og síðar segir; eftir að getið er um storm: „Næsta verk mitt var að líta til mannanna, sem höfðu staðið í ströngu, og sjá um að eldur væri al- mennilega kyntur og allir færu í þurr föt. Eftir að hafa fullvissað mig um að öilum liði vel fyrirskipaði ég að öllum yrði gefið heit súpa og neyttu þeir góðrar máltíðar í næði. Síðar segir: „Þá gaf ég fyrirmæli um að þeim há- setum, sem ekki höfðu þurrar kojur, skyldi komið fyrir í klefum þeim, sem ætlaðir voru farþegum eða yfirmönn- um, sem gaf meira svigrúm neðanþilja og betri aðbúð fyrir þá, sem verst leið. „Peter Burke lýsir skapgerð Bligh’s þannig: „Afburðamaður þegar vand- ræði steðjuðu að.. hann var harður stjórnandi, en langt frá því að vera óprúttinn eða óvingjarnlegur. Hann krafðist að fyrirskipunum væri hlýtt, en samtímis hugsaði hann ætíð um aðbúnað undirmanna sinna. Af fjöl- skyldu sinni og starfsbræðrum var hann elskaður og virtur. Þegar slík ummæli eru höfð i huga, hvað var það i skapgerð Bligh’s, sem leiddi til þess að skipverjar á Bounty kasta honum í bát á miðju Kyrrahafi, og síðar þegar hann var landstjóri New South Wales, að setja hann í herfangelsi? I bók sinni: „Hvað skeði á Bounty“, sem kom út árið 1963, dregur Bengt Danielsen upp mynd af mjög dug- miklum manni, vissulega skapbráð- um, en að upplagi velviljuðum, en sem hafði gæfuna sér mótsnúna allt frá upphafi hinnar örlagaríku ferðar. Einbeitt tilraun hans til þess að ná saman góðri skipshöfn til þessarar mikilsverðu ferðar hans á frama- brautinni, mistókst þannig, að valið varð hættulegt misræmi og snerist að mestu gegn hans eigin óskum. Ólánið elti hann frá upphafi. Hafa verður í huga, þá illu stað- reynd, að í sjóhernum voru sjö sinnum fleirigeðveikis tilfelli, heldur en í landi, að meðaltali, og voru þau tíðari meðal yfirmanna en undirmanna. Ef til vill var þetta hin raunverulega orsök þess, sem á eftir fór — þetta og svo einnig ólík skapgerð manna. Bligh var skapbráður og eins og herrétturinn síðar uppgötvaði, hafði hann tilhneigingu til harðstjórnar, framkomu, sem ekki hæfði yfirmönn- um. „Ódrengilegt framferði“ og af- staða hins taugaveiklaða og óánægja Cristians, stýrimannsins um borð, allsendis fráleit í náinni samvinnu við hinn óútreiknanlega skipstjóra. Christian sagði bróður sínum að Bligh væri „mjög tilfinningaríkur“ en hældi sér af því að kunna á honum lagið. Það er vitað, að Bligh kom ekki fram við Christian, sem yfirmann, þannig að óþolandi var hverjum manni. En yfir tók þó, þegar hann jós yfir hann skömmum á stjórnpalli og kallaði hann þjóf, hugleysingja og lygara. I bók sinni „Hver orsakaði upp- reisnina á Bounty“, sem út kom árið TRETOPN SJÓSTÍGVÉLIN Fullhá, álímd, lág og með lausum svampgúmmísóla. TRETORIM GÚMMÍVETLIIMGAR Einkaumboðsmenn; JÓN BERGSSON HF. Langholtsvegi 82, Reykjavík Sími36579. 220 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.