Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1976, Síða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1976, Síða 37
Legsteinn Bligh, þar sem getið er nokkurra afreka hans, þar á meðal flutningur á brauðaldinum til Vestur-lndía og merkilegir sjóbardagar fyrir fyrir bresku krúnuna. Bligh andaðist 64 ára og þá hafði hann hlotið aðmírálstign. 1965, kemur Magde Darby fram með þá skýringu á harmleiknum, að hatur Christians á skipstjóranum, eigi rætur sínar að rekja til ófullnægðrar kynvillu ástríðu, og í því hugarástandi hafi hann komist undir áhrif hins raun- verulega skipuleggjara uppreisnar- innar Edward Young, sem var einn af lærlingunum (midshipman). Athygl- isverð tilgáta, en erfitt er að finna sannanir fyrir að hún sé annað en hugsanlegur möguleiki. Bligh var sjúklega kröfuharður viðvíkjandi aga. Þetta var algengt í sjóhernum á þeim tímum, en því miður fylgdu þessu skammir við yfirmennina, jafnvel fyrir smávægilegustu yfirsjónir, enda þótt kurteis aðfinnsla hefði nægt. Viðhorf hans til yfirmannanna var allt annað, en þegar um undirmennina var að ræða. Það er áberandi að í dagbókina talar hann um „menn sína og yfir- menn“. Burt séð frá samskiptum hans við undirmennina, virðist hann hafa haft meðfædda andúð á stéttarbræðr- um sínum, og frá fyrstu tíð átti Bligh erfitt með að vinna snurðulaust með félögum sínum og grunaði þá um græsku í hverju smávægilegu tilfelli, sem uppá bar. Þessi árátta kom strax berlega í ljós, þegar hann var siglingafræðingur hjá Cook á Resolution. Á prentað afrit af ferða- skýrslu, sem hann hafði fyrir sig, skrifaði hann athugasemdir sínar og ummæli hans þar, um félagana eru ófögur, jafnvel Cook slapp ekki við gagnrýni. Eins og búast mátti við, kom vantraustið á öðrum og sjálfs- álitið honum sjálfum í koll. Við lok ferðarinnar á skipsbátnum, hafði Bligh áunnið sér hatur skipsfélaga sinna, frekar en þakklæti, þrátt fyrir að hann hafði bjargað lífi þeirra. Þessi afstaða kemur skýrt í ljós í dagbók Johns Fryers, siglingastjóra á Bounty. Það var eitthvað sérstakt í fari hans, sem ekki verður skilið enn þann dag í dag, sem virtist vekja reiði sumra, en ekki allra þeirra, sem höfðu náið sam- an við hann að sælda. Rétt áður en hann lagði af stað til New South Wales, var hann kallaður fyrir rétt VÍKINGUR vegna ákæru um illa meðferð á yfir- mönnum sínum, harðstjórn og lítils- virðandi framkomu. Við yfirheyrslu sagði Bligh meðal annars að það væri venja sín að nota handapat til þess að leggja áherzlu á orð sín, án þess að meina nokkuð sérstakt með því, þetta væri aðeins ávani, án hinnar minnstu tilhneigingar til að óvirða nokkurn. Owen Ruter, einn af ævisöguritur- um Bligh’s, kom fram með þá hug- mynd, að séreinkenni eigi mikla sök á vandræðum hans, ásamt áráttu hans til tortryggni og er þetta ekki ósennileg tilgáta. Bligh reyndi að koma því inn hjá Cook skipstjóra, að hann væri ákveðinn og óþreytandi baráttu- maður, enda var hann það, með tilliti til persónulegs hugrekkis. Ölán hans var skortur á jafnvægi í skapgerð, sem réði úrslitum, að hann náði ekki hinu háa takmarki, sem hann hafði ætlað sér. Á öllum starfsferli sínum, var Bligh mikill persónuleiki, hvort sem það var til góðs eða ills. George Rawson sem fyrstu ritaði ævisögu Bligh’s (1930), dregur saman lýsingu á þessari dular- fullu persónu á eftirminnilegan hátt: „Lífsferill hans lá til allra heimshorna. Hann var ætíð aðal maðurinn í blíðu og stríðu, við hinar ólíklegustu að- stæður. Var í senn dusilmenni og hetja, tvisvar lítillækkaður af undir- mönnum og tvisvar endurreistur af yfirmönnum sínum. Hann tók þátt í mörgum réttarhöldum fyrir herrétti, var dáður fyrir hugrekki, og bölvað fyrir hrottaskap. Konungi sínum og landi þjónaði hann í næstum hálfa öld; sigldi á tuttugu skipum, og stjórnaði tíu þeirra. Hann var á sjón- um óslitið, eftir að hann varð sigl- ingafræðingur, var siglingafræðingur hjá Cook, og þar á eftir hjá Nelson við Kaupmannahöfn, hann barðist með Camperdown og í orustunni á Dogger Bank undir stjórn Hyde Parker, og hann fór eina frægustu bátsferð, sem um getur í sjóferðasögunni. Óútreikn- anlegur, fjölhæfur, mjög svo gallaður William Bligh. Mistök hans voru að mestu leyti einkenni samtímans, af- rekin gat hann vafalaust, að mestu Ieyti þakkað sjálfum sér. 221

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.