Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1976, Page 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1976, Page 39
^Félagsmál: « Skýrsla Guðlaugs Gíslasonar formanns: Aðalfundur Stýri- mannafélags Islands Á árinu 1975 voru haldnir 6 félagsfundir og 8 stjórnarfundir. Með bréfi dags. 1. okt. 1975, sagði formaður félagsins Ólafur V. Sigurðsson af sér formennsku í fé- laginu og við henni tók varafor- maður Sævar Guðlaugsson. Á aukaaðalfundi félagsins í des. s.l. var svo Guðlaugur Gíslason kosinn varaformaður. Um störf starfsmanns og skrif- stofu er það að segja að það eykst stöðugt, munar þar mestu að á síðari tímum fer það mjög í vöxt að félagarnir komi með uppgjör sín og óski eftir að farið sé yfir þau. Þetta á einkum við stýrimenn, sem starfa hjá minni útgerðunum. Endurskoðun á uppgjörunum hefir yfirleitt leitt í ljós að verulega skortir á að útgerðirnar reikni mönnum laun eins og þeim ber og munar þar oft verulegum upp- hæðum. Hinsvegar ber að taka fram að oftast fæst leiðrétting, en það breytir því ekki að menn þurfa að vera vel á verði og kynna sér samninga vel og leita til skrifstof- unnar með vandkvæði sín. Kjarasamningar — Kjaramál. Segja má að unnið hafi verið að gerð kjarasamninga mest allt árið 1975 og raunar þar til hinn nýgerði kjarasamningur var undirritaður þ. 29. marz s.l. en sá samningur var samþ. með 35 atkv. gegn 11, 2 seðlar voru auðir. Enda þótt um VlKINGUR 223

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.