Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1976, Page 40
stórsamninga sé ekki að ræða tekur
vinna við þá alltof mikinn tíma.
Þótt nú hafi verið gerðir heild-
ar-kjarasamningar, sem gilda á til
1. maí 1977 er eftir að fjalla um
sérsamninga og mun það verða
verkefni næstu stjórnar að ráða
fram úr þeim málum, en þar er
aðalvandamálið hve langt á að
ganga í að gefa undanþágur frá
aðalreglu samningsins um fjölda
stýrimanna.
Að öðru leyti verður ekki fjölyrt
um efnisbreytingar eða gerð þeirra
samninga sem nefndir hafa verið
þar sem fundargerðir bera slíkt
með sér.
Rekstur
Orlofsheimilis.
Rekstur Orlofsheimilisins gekk
nokkuð vel á síðasta ári enda þótt
tiðin væri slæm, hitakostnaður
varð mikill.
Nú eru bústaðirnir orðnir 14 ára
og er því óhjákvæmilegt að við-
hald þeirra aukist að mun, enda
má sjá þess merki á reikningunum.
Það var óhjákvæmilegt að endur-
nýja einangrun undir Sæbóli,
ennfremur var þak húsanna lag-
fært auk annars.
Orlofsheimilishúsin eru nú um
kr. 11 millj. að brunabótamati og
er því óverjandi að reyna ekki að
halda þeim við svo þessi eign
grotni ekki niður.
Á s.l. hausti var gerður samn-
ingur um byggingu eins húss á
landinu í viðbót, er þetta 34 m
hús og verður algjörlega sér, með
eldhúsi og öðru tilheyrandi.
Samkv. samn. á að afhenda húsið
1. júní n.k. þannig að það verður
vonandi til nota nu í sumar.
Kaupverð hússins er kr. 1.657
þúsund.
Þá var á síðasta ári gerður
skipulagsuppdráttur af landinu og
er þar gert ráð fyrir að byggja megi
13 hús til viðbótar gömlu húsun-
um.
S.l. haust var lagður vegur upp í
bústaði, svo nú ætti að fara að
verða greiðfærara að komast
þangað. Alþingi setti á s.l. ári lög
um ráðstöfun gengishagnaðar, var
í þessum lögum gert ráð fyrir að
Orlofsheimili sjómanna samtak-
anna fengu sneið úr þeirri köku og
fengum við af því kr. 550 þús.
Þá er skylt að geta þess og þakka
að stýrimenn hafa tekið sig saman
um að láta þær greiðslur, sem þeir
fá frá Veðurstofunni fyrir veður-
athuganir, renna til Orlofsheimil-
issjóðs og kom ein slík greiðsla á s.l.
ári frá Tungufossi.
Hinsvegar hafa þessar greiðslur
nú verið stöðvaðar á Veður-
stofunni þar sem ekki er ljóst á
hvern hátt þessar greiðslur verða
meðhöndlaðar af skattayfirvöld-
um en þetta er nú í ath. hjá ríkis-
skattstjóra og vonandi verður
þetta afgr. á jákvæðan hátt þar.
Bygging
við Borgartún
Mörgum hefir að vonum þótt að
seint gangi að koma því verki í
framkvæmd og er það að vonum.
Nú hafa málin hinsvegar skipast
svo að auglýst var í byrjun ársins
eftir tilboði í að byggja húsið að
fokheldu stigi. Nokkur tilboð bár-
ust og varð að ráði að tekið var
tilboði Guðna Þ.T. Sigurðssonar
byggingameistara og á verkinu að
vera lokið í endaðan nóv. n.k.
Verkið er þegar hafið og hefir
grunnurinn verið grafinn þegar
þetta er ritað. Eignarhluti S.I. í
húsinu verður 8,5% og má reikna
með að félagið megi punga út 5—6
millj. á þessu ári.
Nú þessa dagana standa yfir
viðræður við aðila um sölu á
Bárugötu 11, og er á þessu stigi
ekki meira um það að segja.
Að lokum.
■ Hér að framan hef ir verið drepið
á nokkur atriði úr starfi félagsins
félögum til fróðleiks og upplýs-
inga. Ýmislegt er þó ótalið. Það er
t.d. ekki rausalaust að stýrim.
sjálfir beinlínis hjálpi til við að
lögin og samningar séu brotin, er
þar átt við að komið hefir í Ijós að
lögskráningarstjóra hefir ekki verið
tilkynnt um breytingar á skipshöfn
og jafnvel þó um skipstjóraskipti sé
að ræða og sigla svo skipunum með
færri mönnum en heimilt er.
Góðir félagar ath. vel að lög-
skráningin sé í lagi því lagalega
hefir hún mikið gildi sérlega ef
eitthvað bjátar á.
Reykjavík, 5. maí 1976.
Guðlaugur Gíslason.
Á aðalfundinum var kjörin ný
stjórn Stýrimannafélags íslands og
er réttkjörin stjórn þá þannig
skipuð:
Formaður Guðlaugur Gíslason,
varaformaður Eiríkur Karlsson.
ritari Jón Vigfússon. Meðstjórn-
endur Finnbogi Gíslason og
Baldur Ásgeirsson. Varamenn 1.
Fjölnir Björnsson. 2. Örn S. Daní-
elsson. 3. Hálfdán Henrýsson. 4.
Halldór Oddsson. 5. Guðm. B.
Sigurgeirsson. Endurskoðendur:
Benedikt Guðmundsson og Sig-
urður Rafnsson. Varamenn: 1.
Guðni Langer. 2. Haukur Sigurðs-
son. Trúnaðarmannaráð: Pálmi
Hlöðversson, Ellert Guðmunds-
son, Ari E. Jónsson og Þórir
Axelsson. Varamenn: 1. Ingvar
Sveinsson. 2. Þórhallur Dan Jó-
hansen. 3. Ari Leifsson. 4. Már
Gunnarsson. Á þing F.F.SÍ.:
Guðlaugur Gíslason, Ólafur V.
Sigurðsson, Finnbogi Gíslason,
Grétar Hjartarson, Jón Vigfússon
og Garðar Þorsteinsson. Vara-
menn: 1. Magni Sigurhansson. 2.
Bogi Agnarsson. 3. Hjalti Ólafs-
son. 4. Kári Valversson. 5.
Valdimar Valdimarsson. 6. Guð-
jón Jónsson.
224
V I KINGU R