Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1976, Síða 43
hreyfa við þessum merkjum; færa
þau úr stað, hvort sem var á
ströndinni eða á sjó úti. I slíkum
tilfellum var dauðafersingu beitt
allt fram til síðustu aldamóta.
Stórkostlegt.
Eins og allir vita varð mikið
skipatjón hjá Bandamönnum í
síðasta stríði, vegna þýskra kaf-
báta, sem sökktu stundum fjölda
flutningaskipa, þótt í vel vörð-
um skipalestum væru. Við þessu
var aðeins eitt ráð, þ.e. byggja fleiri
skip og enn fleiri skip. Frá því að
Bandaríkin fóru að hafa afskipti af
stríðinu, með flutningum her-
gagna og annarra nauðsynja til
stríðsrekstursins í Evrópu og til
stríðsloka, byggðu þeir 5.450
flutningaskip, þar af á árunum
1942—1943, 2.642 ný skip!
VlKINGUR
Vitleysa.
Flestir vita að fyrsta gufuskip Ro-
berts Fulton hlaut nafnið „Cler-
mont“, en opinberlega hét það
„North River Steamboat“. Sam-
tíðarmenn voru ekki hrifnir af
skipinu, en íbúar á bökkum Hud-
son River kölluðu það „Fulton
Folly“, eða Fulton vitleysu. Jafn-
vel mágur Fultons, John Stevens
hafði ekki trú á framtíð þess og
neitaði að gerast hluthafi í fyrir-
tækinu. Síðar byggði Stevens þó
sjálfur gufuskipið „Phönix“ til
flutninga á Delaware fljótinu og
varð auðugur maður á útgerðinni.
227