Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1976, Síða 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1976, Síða 45
skyldutengsla sem hljóta að vera eðli allra heilbrigðra manna. Bjarni var sonur Páls P. Bergs- sonar kaupmanns og útgerðar- manns í Ólafsfirði og síðar Hrísey og konu hans Svanhildar Jörunds- dóttur. Foreldrar Bjarna eru löngu þjóðkunnir svo að óþarft er að kynna þá hér sérstaklega. Þau áttu 13 börn sem alla tíð hefur þótt umtalsvert og var Bjarni hinn 7. í röðinni, hvort sem talið var ofan frá eða neðan. Öll þessi börn sem náð hafa þroskaaldri eru nýtir og þekktir borgarar. Þar má nefna Hrein sem háseti á gamla Gullfossi söng sig fastan við íslenzkan al- menning, þegar hann hafði fata- skipti og auglýsti söngskemmtanir í Nýja bíói. Þessar söngskemmtan- ir þóttu takast vel og enn þá njót- um við hinna gömlu og hugljúfu laga og hinnar vinsælu raddar hans. Þá má nefna Gest hinn vin- sæla leikara. Þá má nefna Guð- rúnu síðari konu Héðins Valdi- marssonar, Jörund arkitekt, Berg skipstjóra, Svavar framkvæmda- stjóra Sementsverksmiðjunnar á Akranesi o.fl. Því miður brestur mig minni til að tilfæra og birta hér fullkomnar upplýsingar um þessa gagnmerku og fjölmennu tjölskyldu, enda ekki ætlun min að gera fjölskyldunni verðskulduð skil. Bjarni ólst upp á fjölmennu heimili og í stórum systkinahópi. Þar virðast hafa verið viðurkennd og metin hin gömlu viðhorf til til- verunnar, vinna, ástundun og dugnaður. Hann ólst upp eins og fyrr segir í stórum hópi systkina við þeirrar tíma menningarstrauma, söng, hljómlist, ungmennafélaga- áhrif og aðra viðreisnarstarfsemi. Hann mun snemma hafa gert sér ljóst að hann væri ábyrgur þjóðfé- lagsborgari og hagað sér eftir þvi. Bjarni var þríkvæntur eins og séð verður í hinni góðu bók Vél- stjóratali. Fyrsta kona hans var Guðbjörg Guðmundsdóttir, sem dó af slysförum eftir rúmlega eins árs hjúskap og hlýtur það að hafa markað eftirminnileg spor í lífi þessa unga manns. Önnur kona var Asta Jónasdóttir (Kristjáns- sonar læknis). Þau áttu þrjú börn, öll þekktir borgarar eins og þau eiga ætt til. Svanhildi gifta Sigurði A. Magnússyni, Jónas efnaverk- fræðing og Svavar rafmagnsfræð- ing. Þau hjón Bjarni og Ásta slitu samvistir 1947. Þriðja kona Bjarna er Matthidlur Þórðardóttir. Með henni virðist Bjarni hafa fundið góðan lífsförunaut og vinsamlega og góða stjúpmóður fyrir börn sín á viðkvæmum aldri. Hún náði strax fullum trúnaði og vináttu þeirra og allt virtist benda til bjartari framtíðar og rólegri daga á síðara hluta lífsleiðarinnar. Bjarni var glæsimenni, sem hvarvetna vakti athygli. Hann var höfðingi heim að sækja, tryggur vinur og eftirminnilegur persónu- leiki. Vélstjórastéttin má vera stolt af honum og samferðamenn hans og starfsbræður minnast hans með virðingu og söknuði. Þessi minning kemur að sjálfsögðu nokkuð seint, en það var ekki hægt að draga hana lengur. Desember 1975 Guðfinnur Þorbjörnsson Ms. Hvítá Ms. Skaftá Ms. Selá Ms. Langá HAFSKIP HF. Skrifstofa Hafnarhúsinu, Sími 21160 Simnefni: Hafskip. Telex 2034 SPARIS JÓÐUR VÉLSTJÓRA Hátúni 4a (á homi Laugavegs og Nóa- túns) Afgreiðslutími kl. 09,30—15,30 og 16,30—18,00 Við bjóðum viðskiptavinum vor- um upp á alla almenna þjónustu og næg bílastæði 28577 V í K I N G U R 229

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.