Náttúrufræðingurinn - 1931, Side 7
Grýla hjá Varmá í Ölfusi.
Mynd sú af Grýlu, er hér birtist,
er tekin af Þorkeli Þorkelssyni for-
stjóra VeÖurstofunnar. Er það
besta myndin, sem vér höfum sé'Ö
af hvernum gjósandi. Grýla (ööru
nafni Grýta = lítill pottur) er nú
nafnkunnastur goshver hér á landi.
Hún liggur svo nærri fjölförnum
þjóðvegi, aÖ þangað koma fjöl-
margir ferðamenn til að sjá hana
gjósa. Hún gýs að jafnaði á tveggja
stunda fresti og þeytir vatninu io
til 12 m. í loft upp. Eftir gosin er
skál hversins tóm, og vatnið sigiÖ
ofan í vatnsrásina. Á undan gosun-
um smáhækkar vatnið, uns skálin
er full; fara þá uppstigandi loft-
bólur að ókyrra vatnið, og er þá
gosið í vændum. — Af öðrum ís-
lenskum goshverum eru þessir
helstir: Smiður og Óþerrishola í
Haukadal í Biskupstungum, er
gjósa 6—8 m.; Ystihver (eða
Norðurhver) í Reykjahverfi í
Þingeyjarsýslu, er hefir gosið io til
15 m. ■— Geysir í Haukadal var áð-
ur mestur goshver hér á landi og
nafnkunnastur goshver í heimi.
Gaus hann 60—70 m. hátt, þegar
mest var. Hann er nú hættur gos-
um; mun ekki hafa gosið síðan
1916. Litli-Geysir á Reykjanesi er
líka hættur að gjósa. Gaus hann
mest 6—8 m.
G. G. B.
N&ttúrufræðingurinn.
X