Náttúrufræðingurinn - 1931, Page 9
3
ítalskur efnafræSingur einkennis-
línur þess í litrófi hrauns frá
Vesuvíus, er hann var a'S rann-
saka.
AriÖ 1895 fann Englendingurinn
Ramsay loks helium-efniS sjálft.
Voru þá liðin 27 ár frá því menn
urðu þess fyrst varir í sólinni. —
Síðan hefir helium mjög víSa
fundist, en mjög lítiS af því, t. d. i
andrúmsloftinu, sjónum, rennandi
vatni, í sumum steina- og berg-
tegundum og i heitum uppsprett-
um.
Helium var og er taliS frum-
efni, þar eSa þaS hafSi fastákveS-
in einkenni, er greindi þaS frá
öSrum frumefnum og eigi var
auÖiS a'Ö leysa það í sundur i önn-
ur frumefni. Samkvæmt því hugs-
uSu margir sér, aS þaS hefSi frá
óndverSu veriS til sem sjálfstætt
frumefni eins og þá var álitiS um
önnur frumefni.
En sí'Sar, þegar menn lærSu aS
þekkja hina merkilegu eiginleika
hinna sérkennilegu geislandi efna,
uranium, radiuni og thorium,
komust menn aS annari ni'Sur-
stöSu. Menn veittu þvi eftirtekt aS
mest var af helium i bergtegund-
um, sem voru sérstaklega rikar af
þessum geislandi efnum. Þessi
geislandi efni gefa frá sér þrenns-
konar geisla, er kallast: alfa (A),
1)eta (B) og gamma (G) geislar,
eftir fyrstu stöfunum í gríska
stafrofinu. — MeS margbrotnum
tilraunum koinust menn a'S raun
um þaS, aS meS alfa-geislunum
sendu hin geislandi efni frá sér,
smámsaman og reglubundið, Ör-
smáar efnisagnir og um leiS rýrn-
aSi atom þyngd þeirra sjálfra.
Arið 1903 tókst ensku efnafræð-
ingunum Ramsay og Soddy a'S
einangra lofttegund þá, er mynd-
aSist af alfageislum, er radíum
sambönd geisluöu frá sér. Kom þá
í ljós aS lofttegund þessi var heli-
um. Var þaS í fyrsta sinn sem
mönnum tókst að rekja uppruna
eins frumefnis til annars.
Menn hafa komist aS þeirri
niðurstöðu að hvert radiurn atom
(írumeind) hafi atom-þyngdina
226. — Þegar þaS geislar frá sér
alfageisluni, losnar þaS viS eitt
helium atom sem hefir atomþyngd-
ina 4. — Leifarnar af radíum
atominu hafa þá breyst í annaS
efni sem kallaS er radon (eða radi-
umemanation) sem hefir atom-
þyngdina 222. — RadoniS er einn-
ig geislandi efni, er geislar frá sér
alfageislum og myndar helium og
um leiS minkar atomþyngd þess
og þaS veröur aS radium A.
(atomþyngd 218). Þannig lield-
ur breytingin áfram, helium og
aS auki radfumtegundir meS
minni og minni atomþyngd, mynd-
ast, uns geislamagn þeirra er
þorriS og hinar útkulnuSu leifar
þeirra eru orSnar að blýi.
Nú á síSustu árum hafa menn
hugsaS sér aS nota helium til aS
fylla meS loftbelgi eSa lofthólf
loftskipanna. ÞaS er aS vísu ekki
eins létt í sér eins og lofttegund
sú, sem hingaS til hefir veriö not-
11S (vetni), en þaö hefir þann mik-