Náttúrufræðingurinn - 1931, Qupperneq 10
4
ilvæga kost, aS þaö er ekki eld-
fimt og því ekki hættulegt í
meðförum eins og vetni, sem á
augabragöi getur fu'öraö upp, ef
minsti eldneisti kemst aö því.
Fram á síöustu ár hafa menn
eigi getaö aflaS svo mikils af heli-
um, sem meö þurfti, til slíkra
hluta. Þar sem helium er aö finna
í bergtegundum og öörum föstum
jaröefnum, er svo miklurn öröug-
leikum bundiö aö afla þess, aö þaö
getur engan veginn borgaö sig. í
sjó og lofti er svo lítiö af því,
aö eigi er vinnandi vegur aö ná
því þar. í hverum og heitum upp-
sprettum er þaö aögengilegast og
þar aö tiltölu mest af því. Meö
hvera- og laugavatni koma upp
lofttegundir (hveraloft), og i
brennisteinshverum kemur og mik-
iö af lofttegundum úr jöröinni og
fylgir þeirn stundum helium.
í Ameríku hefir fjöldi hvera,
aörar uppsprettur og lofttegundir,
sem koma úr jöröu, verið ræki-
lega rannsakaöar síðustu árin, til
þess að fá vitneskju um, hve mik-
ið væri þar að fá af helium, og
ýmsar að.ferðir reyndar, til að
safna því og skilja það frá öör-
um lofttegundum í hveraloftinu.
Árangurinn af þessum rannsókn-
um hefir oröið sá, aö tiltækilegt
hefir þótt að safna helium. Er
svo langt komið, að síöustu fregn-
ir herma, aö Þjóöverjum hafi boð-
ist helium þaðan, til notkunar í
loftskip þaö, sem þeir eru nú að
láta smíða. Hefir þessu boöi ver-
iö tekið, og hefir dr. Eckener tal-
rö notkun þess mikla framför í
loftskipageröinni.
Þessar fregnir ættu að vera oss
íslendingum nokkuð íhugunarefni.
Hér á landi er mjög mikið af hver-
um og laugum, og meira en í
uokkru landi ööru í Evrópu, og
í ýmsum þessum uppsprettum hef-
ir fundist helium.
Þorkell Þorkelsson, forstjóri
Veöurstofunnar, rannsakaði all-
marga hveri hér á landi sumariö
1906 og reyndi þá, hve mikið væri
af helium í hveralofti sumra þess-
ara hvera. Árangurinn af þessum
rannsóknum birtist í riti hans
„The Hot Springs of Iceland", er
Vísindafélagið danska gaf út 1910.
Niðurstaða hans er sem hér segir.
í 1 milj. lítra hveralofts voru af
helium:
í Sundlaugarhver á Reykj-
um í Skagafirði........... 132 1.
- Hornahver sama stað ... 140 -
- Skíðastaðalaug hjá Svart-
á, Skagafirði ......... 146 -
- Leirhver á Hveravöllum
á Kili ................. 50 -
- vatnshver á sama stað .. 63 -
- tveirn hverum hjá Laxá í
Hrunantannahr. (Graf-
arbakkahverir) .... 104-105 -
- hver hjá Reykjafossi í
Ölfusi ................ 103 -
- hver í Henglinum....... 200 -
Vegna þess að aðferðin til þess að
rnæla heliununagnið í hveraloftinu
er margbrotin og seinleg, og þá
eigi fyrirsjáanlegt að helium yrði
til verklegra nota, rannsakaði Þor-
kell ekki hveraloftið í fleiri hver-